Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 25
„Ég held að ég hafi uppgötvað eitt­ hvað sem getur mögulega útskýrt ákveðna hegðun karla gagnvart konum. Sögulega hafa karlmenn ekki gefið skoðunum kvenna mik­ inn gaum í gegnum aldirnar. Hvers vegna? Nú, það er mikill þroska­ munur á 17 ára gömlum ungum manni og 34 ára eða fimmtugum manni. Og konur eru ekki undan­ tekning. Konur náðu ekki háum aldri fyrr en fyrir kannski um 1­2.000 árum. Ég held að ástæðan fyrir ákveðnum viðhorfum sumra manna gagnvart konum og því að þeir taki þær ekki alvarlega, sé meðal annars vegna þess að þeir hittu aldrei neinar. Það voru svo fáar konur sem náðu fullorðinsaldri á þessum tímum og þetta hefur fylgt kynslóðunum í gegnum tíðina.“ Mikilvægt að halda í góð gildi Leikarinn var róttækur vinstrimað­ ur á háskólaárum sínum í kringum 1960 og segist hafa haft sterk gildi um lýðræði, jafnrétti, tjáningar­ frelsi og frelsi einstaklingsins til að hafa rétt á og viðra skoðanir sínar, svo lengi sem það skaði ekki aðra. „Öll þau gildi og skoðanir sem ég hafði þá hef ég enn í dag. Þegar ég byrjaði á þessu verkefni vildi ég finna eitthvað sem við gætum öll tengt við og kannski jafnvel sammælst um. Því lengra sem við förum aftur í tímann og könnum mannskepnuna, því skýrari verður hegðun okkar,“ segir hann. „Ég veit ekki tilganginn með þessu lífi en ég get sagt þér hver ásetningur okkar er út frá uppruna okkar. Ásetn­ ingur okkar er einfaldur, í fyrsta lagi að lifa af og í öðru lagi að vera betri útgáfa af foreldrum okkar og undir­ búa börnin okkar fyrir það að vera betri útgáfa af okkur sjálfum. Ef við missum sjónar á þessu, missum við sjónar á því sem hefur leitt mann­ skepnuna áfram frá upphafi vega.“ Í lok nóvember verður minnst tvennra tímamóta í lífi landsmanna. Annars vegar eru 180 ár frá því að Hólavallagarður, kirkjugarðurinn við Suðurgötu, var tekinn í notkun í nóvember 1838. Í Hólavallagarði liggja saman háir sem lágir, alþýðufólk og helstu listamenn og stjórnmálamenn 20. aldar. Persónur og leikendur í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hins vegar er þess minnst að öld er liðin frá því mannskæð farsótt, spænska veikin, barst hingað til lands. Talið er að á þremur vikum í nóvember 1918 hafi veikin lagt að velli hátt í 300 íbúa Reykjavíkur sem voru jarðaðir í Hólavallagarði. Allt athafnalíf í bænum lamaðist og prestar, læknar og annað hjúkrunarfólk vann myrkranna á milli. Það gerðu einnig þeir sem önnuðust greftranir í Hólavallagarði í vetrarhörkum við ótrúlega erfiðar aðstæður. Þessara tímamóta verður minnst sunnudagana 18. og 25. nóvember. Tímamót 100 ár frá Spænsku veikinnni Hólavallagarður 180 ára 18. nóvember Málþing í Iðnó kl. 14:00-16:00 um spænsku veikina á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur í samvinnu við Ráðhús Reykjavíkur. Erindi flytja: Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur, Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur. Boðið verður upp á tónlistarflutning og kaffiveitingar. Fundarstjóri: Alma D. Möller, landlæknir Að loknu málþingi mun Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur leiða göngu frá Iðnó að Hólavallagarði þar sem Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður garðsins og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur taka við hópnum og fjalla um spænsku veikina og Hólavallagarð. Að lokum mun Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur leiða minningarstund. 25. nóvember Söguganga í tilefni af því að 180 ár eru frá því að Hólavallagarður var tekin í notkun. Safnast saman kl. 14:00 við Víkurgarð (Fógetagarð) á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs mun stikla á stóru í sögu Víkurgarðs. Síðan mun hann leiða sögugöngu í slóð líkfylgda upp Suðurgötu í Hólavallagarð þar sem farið verður yfir sögu og þróun garðsins og áhrif ólíkra hugmynda á skipulag hans og útfararsiði. „Ég held að það sem gerir Gimli áhugaverðan er að hann er tákngervingur allra okkar slæmu eiginleika,“ segir leikarinn John Rhys-Davies. Hafnaði næstum því hlutverkinu John Rhys­Davies hefur farið með ýmis hlutverk í sjónvarpi og kvik­ myndum á borð við Shogun, The Naked Civil Servant, Sliders og Indiana Jones sem var lykill hans að Hollywood. „Svo gerði ég þau mistök að fara til Hollywood,“ segir hann og hlær. „Þar átti ég reyndar 20 frábær ár og flestum leikurum líður eins og þeir eigi að vera þar. En gæði eru ekki endilega í forgrunni þar. Að sjálfsögðu eru ótalmargir frábærir brautryðjendur með stórkostlega hæfileika, en svo eru það hinir.“ En Lord of the Rings myndi þá falla undir gæðin í Hollywood? „Já, vissulega, en Lord of the Rings er frá Nýja­Sjálandi.“ Stærsta hlutverk Rhys­Davies er án efa að túlka dverginn Gimli, son Glóins. Hann hefur sagt í viðtölum að hann hafi næstum því hafnað hlutverkinu en tók því svo á end­ anum og sér ekki eftir því. Einnig talaði hann fyrir Trjáskegg í mynd­ unum. „Ég held að það sem gerir Gimli áhugaverðan er að hann er tákn­ gervingur allra okkar slæmu eiginleika. Þetta mikla vantraust, afbrýðisemi, vænisýki og hræðsla við „aðra“. Við þekkjum öll þessa eiginleika og viljum síður hafa þá. En hann er líka gæddur kostum sem við viljum öll tileinka okkur, hugrekki, hollustu og viljanum til að vernda þá sem minna mega sín,“ segir Rhys­Davies, sem þylur upp hina frægu setningu Gimlis: „Óum­ flýjanlegur dauði, lítill möguleiki á árangri. Eftir hverju bíðum við?“ Skoðar sögu frumbyggja „Eftir að hafa dreymt um það í þrjá­ tíu ár er ég við það að stofna mitt eigið framleiðslufyrirtæki. Ég fann aldrei réttu aðilana til að vinna með. En hingað er ég kominn, ekki aðeins til að leika í kvikmynd, heldur einn­ ig til þess að líta í kringum mig,“ segir hann. Ekki er komið nafn á fyrirtækið en Rhys­Davies vinnur nú að verkefni um frumbyggja, Homo sapiens og Neanderdalsmenn. Um er að ræða kvikmynd sem gerist fyrir um 18­20 þúsund árum þegar forfeður­ og mæður okkar voru öll eins. Rhys­Davies hefur mikinn áhuga á sögu mannkyns og því sem tengist mannskepnunni. „Heilinn í okkur var um 10 pró­ sent stærri þá en nú. Það leikur einnig vaxandi grunur á því að við höfum verið gáfaðri þá en nú. Þau komust lífs af í alls konar aðstæðum sem myndu drepa flesta í dag. Þeirra ógæfa var hins vegar sú að bráð þeirra var stærri, sterkari og hrað­ skreiðari og kunni ýmist að fljúga eða synda. Yfirburðir þeirra fólust í heilanum og hæfni þeirra til að hugsa og greina aðstæður,“ segir leikarinn. „Lífslíkur kvenna voru þó afar litlar. Meðalkonan náði aðeins um 21 aldursári og ástæðan var einna helst barnsburður. Jafnvel á tímum Rómaveldis var meðalaldurinn aðeins 25 ár. Að sjálfsögðu voru konur sem náðu 60, 70 árum en það voru þá gjarnan konur sem höfðu aldrei eignast börn. Það er fyrir þessar ungu, mögnuðu konur á þessum tíma sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda lífi í börnum sínum og þar með viðhalda arfleifð okkar.“ Rhys­Davies segist hafa orðið fyrir uppljómun þegar hann skrif­ aði handritið að kvikmynd sinni. Því lengra sem við förum aftur í tímann og könnum mann- skepnuna, Því skýrari verður hegðun okkar. Ég held að Ég hafi upp- götvað eitthvað sem getur mögulega út- skýrt ákveðna hegðun karla gagnvart konum. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 1 7 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -A 3 6 4 2 1 6 A -A 2 2 8 2 1 6 A -A 0 E C 2 1 6 A -9 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.