Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmála- menn. 170 m2 útsýnis lúxusíbúð á Vatnsstíg 20-22 til leigu. Tvö stór svefnherbergi. Tvö baðherbergi. Stórt eldhús og stofa með frábæru útsýni yfir sundin. Stæði í bílageymslu fylgir. Leigist með eða án húsgagna. Einungis traustur leigtaki kemur til greina. Áhugasamir sendið tölvupóst á vatnsstigur.leiga@gmail.com Til leigu – Laus strax Rithöfundar eru eins og jólasveinarnir. Það hefur lítið spurst til þeirra það sem af er ári. En þegar jólin nálgast hleypa þeir hömum, skipta úr snjáðum náttfötum í jólabúninginn, og halda til byggða. Vígreifir birtast þeir á síðum blaðanna, í sjónvarpinu og á samkomum til bæja og sveita með frumsamda bók undir handleggnum, dálítið örir af ótta við að það sjáist hvað þeir eru utangátta meðal manna. Þeir segja sögur, fara með gamanmál og reyna að mæla sem flest gáfulegt og láta eins og spekin hafi lostið þá á staðnum en ekki sé um að ræða ummæli sem æfð hafi verið í huganum vikum saman í veikri von um að einhvern tímann gæfist tækifæri til að mæla þau af vörum fram. Þeir láta eins og tilvist þeirra snúist um andann en ekki efnið, lista- gyðjuna en ekki saltið í grautinn, og dómur hinna dauð- legu skipti þá engu því lífið er stutt en listin eilíf. Bak við hátíðarskrúðann og heimasaumað sjálfsöryggið fela þeir hins vegar það sem þeir eru í alvörunni að hugsa: „Vill einhver elska 39 ára gamlan rithöfund?“ (Lesist með rödd Egils Ólafssonar við undirleik Þursaflokksins.) „Sem hefur ekki atvinnu. Vill einhver elska 39 ára gamlan rithöfund? Sem er ekkert rosalega reglusamur, á íbúð en hvorki bíl né þjóðbúningadúkku. Svar óskast sent, merkt einkamál … eða fæst í næstu bókabúð fyrir 4.699 krónur.“ En bak við hvern rithöfund sem starir bænaraugum af síðum blaðanna með svip sem segir „ég vil ekki þurfa að sækja um vinnu við að steikja hamborgara; af hverju hlustaði ég ekki á pabba sem sagði mér að læra lög- fræði?“ (sjá dæmi á blaðsíðu 26 í Fréttablaðinu) stendur hópur af fólki sem sjaldan fær þakkir fyrir það þrekvirki sem það vinnur á degi hverjum. Jólagæs, einvígi og drykkjulæti Nýverið fagnaði breska bókaforlagið John Murray 250 ára afmæli sínu. Af því tilefni kom út bók með bréfum sem forleggjaranum hafa borist frá höfundum sínum í aldanna rás. Bréfin sýna að þótt kápu bókar prýði aðeins eitt höfundarnafn er bók sjaldan eins manns verk. Mikið mæddi á þeim sex kynslóðum Murray fjölskyld- unnar sem fengust við það vandasama verk að halda mislyndum höfundum góðum í 250 ár. Jane Austen skrifaði útgefandanum og sagðist „mjög vonsvikin yfir … töfum hjá prentaranum“. William Wordsworth hellti sér yfir forleggjarann þegar honum fannst hann ekki svara bréfum sínum nógu hratt og sakaði hann um að telja sig „of mikið fyrirmenni til að sinna öðrum en hirð konungs, aðalsmönnum og rithöfundum sem væru í tísku“. David Livingstone var svo óánægður með teikningu af ljóni í bók sinni að hann húðskammaði útgefandann og sagði að „allir þeir sem vita hvernig ljón lítur út munu deyja úr hlátri“. Byron lávarður lét það bitna á útgefandanum þegar hann fékk slæma gagnrýni og bölsótaðist yfir „virði almenningsálitsins“ og „yfirlæti Englendinga“. Charles Darwin mislíkaði gagnrýni um Uppruna tegundanna: „Þessir mætu menn halda að þeir geti skrifað bókardóma án þess að vita skapaðan hlut um innihald bókarinnar sem um ræðir.“ William Make- peace Thackeray baðst afsökunar á drykkjulátunum í sér í bréfi. James Hogg kvartaði yfir því að hann væri svo blankur að hann ætti ekki fyrir jólagæs. Sonur Arthurs Conan Doyle, höfundar sagnanna um Sherlock Holmes, var svo reiður yfir ummælum sem bókagagnrýnandi lét falla um föður hans að hann krafðist þess að útgefandinn skipulegði einvígi milli sín og gagnrýnandans þar sem málið yrði útkljáð. Það fellur að og fjarar út Rithöfundar eru eins og jólasveinarnir. Senn hverfa þeir aftur til fjalla og sjást ekki aftur fyrr en að ári liðnu. Á meðan vinnur starfsfólk forlaga bak við tjöldin að því að tryggja að jólabókaflóðið sé jafnáreiðanlegt og sjávarföllin – það fellur að og fjarar út óháð duttlungum, dramatík og dívu-stælum. Á aðfangadagskvöld, þegar jólabækurnar hafa verið færðar úr gjafapappírnum, er rétt að skála í jólablandi fyrir þessum ósungnu hetjum jólanna. Ósungnar hetjur jólanna Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomu-lagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins.Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cam- eron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhalds- flokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svoköll- uðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees- Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heims- veldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðsl- unni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórn- málamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópu- sambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta sam- þykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópu- sambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samn- ingnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórn- málunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Ábyrgð óábyrgra 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -5 9 5 4 2 1 6 A -5 8 1 8 2 1 6 A -5 6 D C 2 1 6 A -5 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.