Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 76
Í vikunni hófust sýningar á heimildarmynd Gríms Hákonarsonar, Litlu Moskvu. Myndin fjallar um líf fólks í Neskaupstað þar sem sósíal­istar réðu lofum og lögum í bænum. Grímur er ekki frá Neskaupstað en segist hafa verið forvitinn frá æsku um þennan rauða bæ fyrir austan. „Nei, ég er ekki þaðan en ég man eftir því þegar ég var krakki að fylgj­ ast með kosningasjónvarpinu þegar talað var um þennan forvitnilega eldrauða bæ fyrir austan. Allt Ísland var blátt, nema þessi bær,“ svarar Grímur sem segist alltaf hafa séð fyrir sér að þetta væri einstakur bær. „Fyrir nokkrum árum var ég að rifja þetta upp í samtali við vin minn Ingimar Pálsson sem bjó fyrir austan og var organisti í bænum. Mig vantaði verkefni á þessum tíma og ákvað að fara í heimsókn til hans. Þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Ég komst að því að ég þyrfti að hafa hraðar hendur. Nokkrir voru komn­ ir á háan aldur. Til dæmis aðalper­ sóna myndarinnar, Guðmundur Sigurjónsson, mjög harður kommi af gamla skólanum. Guðmundur dó stuttu eftir að ég tók viðtalið við hann. Myndin hefði ekki orðið jafn góð ef ég hefði ekki tekið viðtal við hann,“ segir hann. Grímur byrjaði að vinna að myndinni fyrir fimm árum. Vel­ gengni Hrúta tafði framleiðslu myndarinnar. Hann þurfti að hafa sig allan við að fylgja kvikmyndinni eftir. Vinsældir Hrúta í Ástralíu voru slíkar að nú eru tökur hafnar á ástralskri kvikmynd, Rams, sem er byggð á Hrútum. Í Rams fara með aðalhlutverk Michael Caton og Sam Neill. Grunnsagan er sú sama þótt auðvitað hafi þurft að aðlaga handritið hlýrri veðráttu. „Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með þessu verkefni, vinsældir myndar­ innar í þessum heimshluta komu mér þægilega á óvart,“ segir hann frá. Grímur segir félögum sínum í kvikmyndagerð hafa fundist uppá­ tæki hans stórfurðulegt. Að standa í að gera þessu litlu heimildarmynd um Neskaupstað. „Já, fólki í kringum mig fannst þetta ofsalega sérstakt og var hissa á því að ég væri að standa í þessu. Ég fann líka að þetta kom svolítið flatt upp á fólk fyrir austan. Sér í Sósíalistar í stórræðum Sósíalistar fóru með völdin í um fimmtíu ár í Neskaupstað. Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson komst að ýmsu for- vitnilegu um bæjarbúa og líf þeirra og gerir því skil í heimildarmyndinni Litla Moskva. Hann leggur einnig lokahönd á nýja íslenska kvikmynd, Héraðið, þar sem kona gerir upp- reisn gegn kaupfélagi sem vill öllu ráða. Grímur sýnir stórmerkilega heimildarmynd í Bíó Paradís um sósíalista í Neskaupstað. FréttaBlaðið/aNtoN BriNk Send í sumarbúðir til Austur-Þýskalands ingibjörg Þórðardóttir „Þetta var árið 1984 og ég var tólf ára. Afi kom með þá hugmynd að senda einhvern úr fjölskyldunni í sumarbúðir til Austur-Þýskalands. Það varð úr að ég fékk að fara, ég var svo ævintýragjörn. Ég var send ein út, en það voru samt tvær aðrar stelpur frá Norðfirði í þessari ferð og ein frá Eskifirði. Þetta yrði auðvitað aldrei gert í dag,“ segir Ingi- björg sem ræddi um reynslu sína af sumarbúðunum í heimildarmynd Gríms. „Guðmundur Sigurjónsson, sem var alltaf kallaður Guðmundur Stalín, var tengiliður við sumarbúð- irnar. En ég man ekki eftir neinum undirbúningi. Ég man að ég fór með mömmu að kaupa gjöf sem átti að minna á Ísland. Við flugum til Danmerkur og við fórum í tívolí. Svo fórum við þaðan í margra klukku- tíma lestarferð í þessar ótrúlegu sumarbúðir. Það fyrsta sem ég lærði að segja var: Die Deutsche Demo- kratische Republik. Og á hverjum morgni var austur-þýski fáninn dreginn að húni. Þetta voru auðvitað pólitískar sumarbúðir en ég upplifði ekki mikinn mun á þeim og þeim trúarlegu sumarbúðum sem við vorum vön frá Íslandi. Okkur fannst skemmtilegt að leika og þarna voru haldnir litlir ólympíuleikar og við frá Íslandi stigum á svið og sungum Maístjörnuna. En það var margt vafasamt. Við fórum til dæmis að skoða gamlar útrýmingarbúðir og okkur var sýnd kvikmynd um stríðsglæpina. Af líkum að hrannast upp, gulltönn- unum sem var safnað. Það var hryll- ingur en ég fylgdist ekki alveg með. Skildi ekki almennilega um hvað var verið að tala. Þá vorum við öll send á austur- þýsk heimili. Við áttum að upplifa venjulegt líf á heimilum. Það er vond minning. Ég dvaldi á heimili eldri hjóna í þrjá daga og leið illa. Vistin í sumarbúðunum hafði ekki mikil áhrif á skoðanir mínar. Þetta var nokkuð einkennilegt svona þegar maður lítur til baka. En líka svolítið ævintýri og það var eftirsótt að fara. Það var til dæmis algeng fermingargjöf í þá daga að gefa krökkum ferð í þessar sumarbúðir.ingibjörgí hópi barna í sumarbúðunum 1984. Kommarnir Í nesKaup- stað voru iðnaðar- Kommar, þeir Gerðu allt til að sKapa at- vinnu. þeir fóru Í það að biðla til álvers að Koma þanGað oG eru aðalHvatamenn að þessu álveri oG Kára- HnjúKavirKjun lÍKa. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -7 B E 4 2 1 6 A -7 A A 8 2 1 6 A -7 9 6 C 2 1 6 A -7 8 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.