Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 36
Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í rekstri sínum um þessar mundir. Ferða­ þjónustan hefur vaxið mjög hratt hér á landi undanfarin ár sem þýðir m.a. að fjárfestingar hafa verið miklar á stuttum tíma og vaxtakostnaður af húsnæði, bíla­ flota og öðrum fjárfestingum er hærri en hjá helstu samkeppnis­ aðilum segir Ásta Kristín Sigur­ jónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. „Launa­ kostnaður er nú þegar með hæsta móti á Íslandi sem þýðir aftur verri samkeppnisstöðu við þau lönd sem við miðum okkur við. Það er því lítið svigrúm til launahækkana miðað við þær rekstrarforsendur sem nú eru uppi.“ Þá hafa ýmsar aðrar ytri áskoranir eins og gengi íslensku krónunnar og stöðug umræða um auknar opinberar álögur veruleg áhrif á rekstur ferðaþjónustu­ fyrirtækja. „Það er oft lítið sem fyrirtækin sjálf geta gert til að verjast ytri áskorunum og þess vegna mikilvægara en áður að horfa í tækifærin sem felast í að leysa innri áskoranir, bæði hjá stórum og litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Tækifærin felast í að horfa inn í kjarnaþjónustuna sína og að huga betur að sérstöðu síns fyrirtækis. Fjárfesta í tækni, forgangsraða verkefnum, stunda markvissa vöruþróun og síðast en ekki síst vinna á gæðum og af ábyrgð. Helsta áskorunin er og verður að auka verðmætasköpun þess rekstrar sem er til staðar í dag til þess að standa undir skuldbind­ ingum morgundagsins.“ Auknar kröfur Heimurinn er sífellt að minnka þegar kemur að því að koma upplýsingum á framfæri, bæði jákvæðum og neikvæðum. Það sem áður tók vikur eða mánuði í undirbúningi er núna framkvæmt á nokkrum mínútum með tækni sem við þekktum varla fyrir nokkr­ um mánuðum segir Ásta. „Kröfur viðskiptavina um hraða þjónustu, í rauntíma eða helst í gær, eykst og upplifun og væntingar að sama Búin að stimpla sig rækilega inn Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt hér á landi síðustu ár og fyrirtæki í greininni standa frammi fyrir ýmsum áskorunum. Nýsköpun er mjög mikilvæg í greininni og kröfur viðskiptavina aukast sífellt. „Nýsköpun er jafn mikilvæg og súrefni. Þó Ísland sé lítill markaður er alþjóðleg samkeppni hörð og hafa íslensk fyrirtæki einstakt lag á að sýna fram á sköpunar- gleði og kraft,“ segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmda- stjóri Íslenska ferðaklasans. MYND/SIGTRYGGUR ARI skapi haldast í hendur við nýja tækni. Við þekkjum dæmi úr deili­ hagkerfaheiminum einsog Uber og Airbnb sem nýta sér kröfur um hraða nútímaþjónustu þar sem fólk reiðir sig á traust og ummæli annarra gesta.“ Hún segir að fyrirtæki í ferða­ þjónustu þurfi að leggja áherslu á stafræna tækni sem fyrst og fremst snúi að hagræðingu í rekstri fyrirtækja. „Þá á ég t.d. við hvernig þau geti nýtt hugbúnað til að leysa mannaflafrek verkefni og þannig nýtt mannauðinn í að leysa verðmætari verkefni, hvernig auka megi arðsemi með að lesa og þekkja gögn til að byggja kynn­ ingarefnið sitt á, hvernig minnka megi hlut milliliða í þóknunar­ kostnaði og hvernig þróa megi langtímasamband beint við við­ skipavininn.“ Nýsköpun er mikilvæg Nýsköpun í ferðaþjónustunni er mjög mikilvæg á svo litlum markaði sem Ísland er segir Ásta. „Nýsköpun er jafn mikilvæg og súrefni. Þó Ísland sé lítill markaður er alþjóðleg samkeppni hörð og hafa íslensk fyrirtæki einstakt lag á að sýna fram á sköpunargleði og kraft. Nýlegasta dæmið eru Bjór­ böðin á Árskógsströnd sem fyrir skömmu fengu nýsköpunarverð­ laun SAF, annað dæmi á Norður­ landi eru möguleg mjólkurböð sem var hugmynd í Startup Tourism á árinu, Travelade er dæmi um tæknifyrirtæki í ferðaþjónustu sem tengir saman ferðalanginn og ævintýri með nýstárlegum hætti, Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal er dæmi um nýsköpun þar sem gamli tíminn lifnar við og Frið­ heimar í uppsveitum Árnessýslu hafa blandað saman hefðbundinni grænmetisrækt, hestasýningum og heimsfrægri tómatsúpugerð, svo fáein dæmi séu tekin. Eins eigum við frábær dæmi frá fyrirtækjum sem hafa verið starfrækt til fjölda ára eins og Ferðaþjónusta bænda og Bláa lónið sem hafa farið óhefð­ bundnar leiðir í að endurbæta vörumerkin sín.“ Burðaratvinnugrein Ferðaþjónusta er sannarlega ein af burðaratvinnugreinum Íslands og er komin til að vera. Til þess að geta verið samkeppnishæf til lengri tíma þarf þó að vanda sig sem aldr­ ei fyrr segir Ásta. „Ferðamenn gera sífellt meiri kröfur til upplifunar og þjónustu og þar þurfa að fara saman verð og gæði. Til viðbótar við aukna tækni og meiri kröfur þá hafa ferðavenjur breyst til muna og fleiri ferðamenn en áður sem kjósa að skipuleggja ferðir sínar sjálfir.“ Á næstu 3­5 árum verður að ein­ hverju leyti samþjöppun í greininni og þau fyrirtæki sem munu ná árangri eru þau sem hafa sín mál á hreinu, þau hæfustu lifa. „Þetta eru fyrirtæki sem stunda ábyrgan rekst­ ur, vita hvert þau eru að stefna og hafa nýtt þann tíma sem er núna til þess að forgangsraða í rekstrinum. Ég sé fyrir mér að fjöldi ferðamanna verði um og yfir þrjár milljónir á ári og að stjórnvöld muni stýra fjármunum betur í uppbyggingu innviða. Ferðamenn gera auknar kröfur til þess að fyrirtæki stundi sjálfbæran rekstur og séu ábyrg gagnvart umhverfi, starfsmönnum og nærsamfélaginu. Hótelbyggingar og aðrar fjárfestingar hafa náð jafn­ vægi og með aukinni fjárfestingu í tækni, beinu millilandaflugi á fleiri flugvelli og fjárfestingum í aukinni afþreyingu og vöruframboði á landsbyggðinni fara ferðamenn víðar og dvelja lengur.“ Tækifærin felast í að horfa inn í kjarnaþjónustuna sína og að huga betur að sérstöðu síns fyrirtækis. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -C 1 0 4 2 1 6 A -B F C 8 2 1 6 A -B E 8 C 2 1 6 A -B D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.