Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið ÁRA5ÁBYRGÐ TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI. STAÐALBÚNAÐUR: 120 HÖ, LOFTKÆLING, BAKKMYNDAVÉL, BLUETOOTH, SNERTISKJÁR, HITI Í SÆTUM OG SPEGLUM, 16” ÁLFELGUR, AKSTURSTÖLVA O.FL. FIAT TIPO EASY HATCHBACK TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.390.000 KR. LISTAVERÐ FRÁ 3.090.000 KR. FIAT TIPO EASY STATION TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.590.000 KR. LISTAVERÐ FRÁ 3.290.000 KR. fiat.is UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN OG GLÆSILEGAN FIAT TIPO MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ ALÞINGI „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugð- ist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingar- tillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnar- flokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylk- ingin hefur lagt fram breytingartil- lögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksfor- maður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heil- brigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveit- ingar til samgöngu- og heilbrigðis- mála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjár- magnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum. – sar Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best Samfylkingarfólk kynnir breytingatillögur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR REYKJAVÍK Tillaga Flokks fólksins um þriðjungs lækkun á verði skóla- máltíða var felld á fundi borgar- ráðs í gær. Kom fram á fundinum að áætlaður kostnaður við tillög- una væri 361 milljón króna á ári. Í sumar hafði tillaga flokksins um fríar skólamáltíðir verið felld. Í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, segir að verið sé að mismuna börnum í borginni með því að hafa skólamáltíðir ekki fríar og með því að geta heldur ekki lækkað verðið. Minnt er á að fordæmi fyrir lækkun skólamáltíða séu til staðar í öðrum sveitarfélögum. „Við vitum að það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leyfa barni sínu að vera í mat í skólanum. Með því að gæta ekki að jafnræði er verið að brjóta ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hlýtur að vera vilji okkar allra að ekkert barn sé svangt í skólanum.“ – sar Segir börnum mismunað Of dýrt að lækka verð á skólamál- tíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FERðAÞJóNustA Hollenska ferða- skrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferð- ir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferða- skrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörf- ina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferða- mönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir við- ræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar „Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta endurspegla tækifærin sem felast í því að stækka flugvöllinn. Áform Voigt Travel sýna að þörf er á uppbyggingu við flugvöllinn á Akureyri að mati bæjarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/PjETuR upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því mark- mið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönn- um betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun milli- landaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefna- stjóri Flugklasans Air 66N. sveinn@frettabladid.is Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferða- mannsins. Cees van den Bosch, fram- kvæmdastjóri Voigt Travel 1 6 . N ó V E m b E R 2 0 1 8 F Ö s t u D A G u R4 F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A ð I ð 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -2 A E 8 2 1 6 9 -2 9 A C 2 1 6 9 -2 8 7 0 2 1 6 9 -2 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.