Fréttablaðið - 16.11.2018, Page 22
Brynjar Atli er
augljóslega sonur
móður sinnar eins
og sjá má á klæða-
burðinum.Dagný var sett 11. júlí. Drengurinn kom mánuði fyrr, eða 12. júní. Hann er
því nýorðinn fimm mánaða. Hann
var rúmar þrettán merkur og
alveg tilbúinn og þurfti því ekki að
dvelja á vökudeild. „Hann fæddist
um nótt og við vorum eina nótt í
bænum,“ segir Dagný en hún og
unnusti hennar, Ómar Páll Sigur-
bjartsson, eru búsett á Selfossi.
„Það var svo mælt með því að við
myndum vera eina nótt á Selfossi
og jafnvel tvær sem við þáðum.“
Erfið meðganga
en draumafæðing
Aðspurð segir Dagný fæðinguna
hafa gengið vel. Drengurinn, sem
heitir Brynjar Atli í höfuðið á föður
hennar og bróður, komst strax
á brjóst. Hann fékk smá gulu á
fimmta degi en jafnaði sig fljótt.
„Hann er síðan búinn að vera vær
og góður og sefur og drekkur vel.
Fólki finnst það ótrúlegt í ljósi
þess að við foreldrarnir erum bæði
mjög virk,“ segir Dagný og hlær.
Meðgangan var hins vegar erfið
og glímdi Dagný við uppköst frá
upphafi til enda. „Þau byrjuðu
þegar ég var komin sjö vikur á
leið. Mér var fyrst sagt að þau
myndu ganga yfir eftir tólf vikur,
svo sextán og að lokum tuttugu.
Það gekk hins vegar ekki eftir
og ég kastaði upp fram á síðasta
dag, þó það hafi aðeins dregið úr
því síðustu vikurnar. Dagný fékk
enga sérstaka skýringu á þessu en
fannst hreyfing gera sér gott. Hún
æfði með meistaraflokki karla á
Selfossi þar til hún var komin 13
vikur á leið og kvennaliðinu fram á
29. viku, ásamt því að æfa sjálf. „Ef
ég náði að borða eftir uppköstin
fannst mér gott að drífa mig af
stað. Ef ég hefði verið heima hugsa
ég að ég hefði bara haldið áfram
að kasta upp,“ lýsir Dagný en segir
að svo hafi komið dagar þar sem
hún lá alveg fyrir. Hún segist engu
að síður hafa þyngst eðlilega og að
hún og drengurinn hafi nærst þrátt
fyrir allt.
Meðgangan tók eðlilega sinn
toll og meiðsli sem hrjáðu hana
í fyrra gerðu vart við sig á ný. „Ég
meiddist í lið sem heitir SI-joint,
eða sacroiliac ligament í fyrra en
þau meiðsli koma oftast eftir högg,
árekstur eða meðgöngu. Í mínu
tilfelli komu þau eftir högg í bolt-
anum. Þessi meiðsli hrjáðu mig í
fimm mánuði í fyrra en þegar ég
hafði verið góð í tvo mánuði varð
ég óvænt ólétt. Það var ekki planið
en ég er vissulega himinlifandi
með það í dag,“ segir Dagný. Hún
fann til í liðnum alla meðgönguna
en þó ekki þannig að hún gæti ekki
æft. Hún segir heldur ekki mælt
með því að hvíla alveg því nauð-
synlegt sé að halda vöðvunum
í kringum liðinn sterkum. Eftir
fæðingu fann hún að verkurinn var
enn til staðar og fór í svokallaða
PRP-sprautu í Corpus Medica fyrir
átta vikum en þá er tekið blóð
úr henni sjálfri og því sprautað
í liðinn. „Ég fór í sömu sprautu í
Portland þar sem ég lék með Port-
land Thorns í fyrra til að ná EM,
en ef ég hefði ekki fengið hana
hefði ég örugglega ekki getað verið
með. Sprautan á að toppa eftir tólf
vikur og ég finn að ég er ekki alveg
orðin góð. Kannski tekur þetta líka
lengri tíma af því að ég er nýbúin
að eiga barn,“ segir Dagný. Hún er
auk þess í sjúkraþjálfun og fer til
styrktarþjálfara þrisvar í viku sem
vinnur að því að „trappa“ hana
upp. Hún er þó ekki farin að fara
á fótboltaæfingar en æfir sjálf eins
og hún getur.
Langar aftur út
„Ég hef stundum óskað þess að
ég hefði frekar fótbrotnað því
þá vissi fólk hvernig það ætti að
meðhöndla mig og hversu langan
tíma það tæki að verða góð. Þetta
er aðeins óljósara og enginn sem
getur sagt nákvæmlega til um
hvenær ég verði búin að ná mér.
Mig langar hins vegar að fara út í
atvinnumennsku eftir áramót og
stefni að því.“ Aðspurð segir Dagný
ýmsar þreifingar í gangi og að
þessu sinni ætli hún að taka unn-
ustann og auðvitað drenginn með,
en hún og Ómar Páll voru í fjarbúð
í sex ár á meðan hún var við nám
og störf í Bandaríkjunum. „Það er
komið nóg af því. Ef við færum út
Vera
Einarsdóttir
vera@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
eftir áramót myndi Ómar byrja á
að fara í fæðingarorlof. Hann er
rafvirki og gæti svo vonandi fengið
vinnu við það í kjölfarið,“ segir
Dagný.
Dagný segist almennt mikill
planari en að óvænt meðganga og
meiðsli hafi gert það að verkum að
hún sé farin að sætta sig við að láta
hlutina svolítið ráðast. „Ég vona að
þetta batni allt með tímanum því
ég vil ekki halda áfram í þessum
sprautum og finnst leiðinlegt að
þurfa að gera svona inngrip.“
Ýmis framtíðaráform
Hún er líka með ýmis fram-
tíðaráform til lengri tíma litið en
meðfram atvinnumennskunni í
Bandaríkjunum lagði hún stund
á NTCP-einkaþjálfaranám í
fjarnámi frá Keili og útskrifaðist
í byrjun árs. Hún bætti svo við
ÍAK-styrktarþjálfun sem hún lauk
í vor, rétt áður en Brynjar Atli
fæddist. „Hún heillar mig sérstak-
lega en í Bandaríkjunum er alltaf
styrktarþjálfari á öllum æfingum
og leikjum. Ég myndi vilja inn-
leiða það á Íslandi.“ Dagný er með
BS-próf í Sports Management frá
Florida State. „Mig langar svo að
bæta við mig master í íþrótta-
eða kennslufræðum enda hef ég
mjög gaman af því að vinna með
börnum.“
Giftir sig í sumar
En hefur móðurhlutverkið breytt
þér mikið?
„Já, vissulega. Mér fannst það
nánast pirrandi hvað ég breyttist
mikið á meðgöngunni og svo þegar
sængurkvennagráturinn bættist við
hélt ég að ég væri bara alveg búin
að týna sjálfri mér en það jafnaði
sig nú sem betur fer,“ segir hún og
hlær. „Almennt finnst mér ég orðin
rólegri og er orðið meira sama um
ýmislegt. Öll mín meiðsli í gegnum
tíðina, nema reyndar þessi sem
ég er að glíma við núna, hafa til
að mynda komið eftir of mikið
álag. Ég var þannig að ef ég missti
af æfingu æfði ég tvöfalt daginn
eftir. Núna er mér meira sama,
hlusta á styrktarþjálfarann minn
og hvíli frekar en að bæta mér upp
æfingar,“ segir Dagný sem notar
fæðingarorlofið líka til að skipu-
leggja brúðkaup sitt og Ómars Páls
sem verður haldið í Þykkvabænum,
heimabyggð Ómars, 20. júlí næst-
komandi. „Eyrún Birna Jónsdóttir
er að sauma á mig kjól og ég á von á
fyrsta uppkasti hvað á hverju.“
Dagný segist njóta móðurhlut-
verksins vel. „Ég hef upplifað
nánast allt sem knattspyrnukona
en ef mér fyndist ég ekki eiga enn
meira inni í atvinnumennskunni
myndi ég örugglega koma með
annað fljótlega. Ég hef aldrei spilað
betri fótbolta en rétt um það leyti
sem ég varð ólétt og held ég geti
orðið enn betri.“
Brynjar Atli hefur frá upphafi verið vær og góður.
VINSÆLU KULDASKÓRNIR
MEÐ MANNBRODDUNUM
ERU KOMNIR FYRIR DÖMUR OG HERRA
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N Óv E m B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
1
6
-1
1
-2
0
1
8
0
5
:0
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
9
-4
8
8
8
2
1
6
9
-4
7
4
C
2
1
6
9
-4
6
1
0
2
1
6
9
-4
4
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K