Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 28
Í dag verða hvatn- ingarverðlaun viðskiptalífsins af- hent í fyrsta sinn, á degi íslenskrar tungu. Markmið þeirra er m.a. að setja íslenskuna á dagskrá viðskipta- lífsins eins og hvert annað hags- munamál í rekstri fyrirtækja. Fyrstu hvatningarverð-laun viðskiptalífsins verða afhent í dag, föstudag, á degi íslenskrar tungu. Það eru Við- skiptaráð Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Festa – miðstöð um samfélags- ábyrgð sem standa fyrir þeim en þar er verðlaunað fyrir eftirtektar- verða notkun á íslenskri tungu í viðskiptalífinu. Dómnefndina skipa Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, og Hrafn Lofts- son, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga segir hugmyndina hafa kviknað þegar Eva María Jóns- dóttir, vef- og kynningarstjóri Árna- stofnunar, kíkti í kaffi til Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Við- skiptaráðs, fyrr á árinu sem greip hugmynd hennar á lofti um að hvetja íslensk fyrirtæki til þess að standa vörð um íslenska tungu sem hluta af samfélagslegri ábyrgð sinni. „Hugmyndin þótti sérstaklega við hæfi á 100 ára fullveldis afmæli Íslands og upp úr þessu spratt hug- myndin að kalla eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á degi íslenskrar tungu. Viðskiptaráð hafði áður átt í farsælu samstarfi við Festu – miðstöð um samfélags- ábyrgð, sem hefur það hlutverk að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, og gaf því augaleið að sameina þessa ólíku krafta við svo veigamikið og þarft verkefni.“ Sett á dagskrá Markmið verðlaunanna er að hvetja íslensk fyrirtæki til að nýta íslenska tungu á eftirtektarverðan hátt, segir Ari Páll. „Þeim er einnig ætlað að draga fram í sviðsljósið það góða starf sem fyrirtæki víðast hvar vinna í þágu íslenskunnar, en fer jafnan dult og ætti að vera öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Með tilkomu verðlaunanna er íslenskan sett á dagskrá við- skiptalífsins eins og hvert annað hagsmunamál sem fellur undir samfélagslega ábyrgð og getur, ef rétt er haldið á spöðunum, orðið til jákvæðrar aðgreiningar og þar með haft í för með sér markaðs- og fjárhagslegan ávinning.“ Risastór áskorun Fordæmalausar breytingar hafa orðið á tungumálaumhverfi smáþjóða undanfarin ár þar sem síaukin alþjóðavæðing, netið og samfélagsmiðar leika stórt hlut verk, þar með talið í rekstri fyrirtækja, bætir Hrafn við. „Þetta er stærsta áskorun sem íslensk tunga stendur frammi fyrir nú eins og mörg önnur tungumál. Þau fyrirtæki sem átta sig á tungumála- arfleifð okkar sem forskoti, fremur en dragbít, geta skarað fram úr. Komandi kynslóðir eru baðaðar í tungumáli samfélagsmiðla, oft og tíðum enskra skammstafana og myllumerkja, og íslenskan getur auðvitað átt undir högg að sækja ef ekkert er að gert. Fyrirtæki á frjálsum markaði nýta alla miðla í auglýsingastarfi sínu og því er ábyrgðarhluti þeirra óneitanlega stór.“ Í þessu samhengi má einnig nefna erlenda starfsmenn, segir Hrafn, sem koma hingað til lands og standa frammi fyrir framandi tungumáli á nýjum slóðum. „Það er hlutverk fyrirtækisins að gera íslenskunám aðgengilegt og halda þannig vel utan um starfsfólk sitt sem upplifir þá síður útilokun og jafnvel jaðarsetningu byggða á tungumálaþröskuldum.“ Margar leiðir mögulegar En hvaða skref geta íslensk fyrirtæki stigið til að nýta íslenska tungu betur? Þau benda fyrst á örmyndbandið „Íslenska er góður bisness“ þar sem Eva María Jóns- dóttir bendir á nokkur atriði. „Það má til dæmis setja gæðaíslensku á oddinn í öllu efni sem kemur frá fyrirtækinu, fá prófarkalestur á útgefið efni og ráða til sín íslensku- menntað fólk. Af ódýrari kostum má nefna að setja sér málstefnu, t.d. að ákveða að móttökutungu- mál fyrirtækisins sé íslenska. Eins má gera þá kröfu að starfsfólk sem hefur ekki íslenskuna að móður- máli taki netnámskeið á borð við icelandiconline.com, sem er öllum opið að kostnaðarlausu.“ Eliza Reid, forsetafrú Íslands, mun afhenda hvatningarverðlaun- in við hátíðlega morgunathöfn í sal Arion banka við Borgartún í Reykjavík í dag. Athöfnin stendur yfir milli kl. 8.30 og 9.30. Ókeypis er inn og býður Arion banki upp á morgunverðarveitingar. Tekist á við stærstu áskorunina Dómnefndin er skipuð Ara Páli Kristinssyni, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, Hrafni Loftssyni, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, og Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs Íslands. Verðlaunin verða afhent í dag kl. 8.30 í Arion banka í Borgartúni í Reykjavík. MYND/SIGTRYGGUR ARI Þetta er stærsta áskorun sem íslensk tunga stendur frammi fyrir nú eins og mörg önnur tungumál. NESTI HANDA NÝRRI KYNSLÓÐ „Bókin er markverð gjöf í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins.“ BJÖRN BJARNA SON MORGUNBL AÐIÐ Ný bók eftir Guðrúnu Nordal LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óV e M B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RDAGUR ÍSLeNSKRAR TUNGU 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -1 C 1 8 2 1 6 9 -1 A D C 2 1 6 9 -1 9 A 0 2 1 6 9 -1 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.