Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 28
Í dag verða hvatn-
ingarverðlaun
viðskiptalífsins af-
hent í fyrsta sinn,
á degi íslenskrar
tungu. Markmið
þeirra er m.a. að
setja íslenskuna á
dagskrá viðskipta-
lífsins eins og
hvert annað hags-
munamál í rekstri
fyrirtækja.
Fyrstu hvatningarverð-laun viðskiptalífsins verða afhent í dag, föstudag, á degi
íslenskrar tungu. Það eru Við-
skiptaráð Íslands, Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum
og Festa – miðstöð um samfélags-
ábyrgð sem standa fyrir þeim en
þar er verðlaunað fyrir eftirtektar-
verða notkun á íslenskri tungu í
viðskiptalífinu.
Dómnefndina skipa Katrín
Olga Jóhannesdóttir, formaður
Viðskiptaráðs Íslands, Ari Páll
Kristinsson, rannsóknarprófessor
hjá Árnastofnun, og Hrafn Lofts-
son, dósent við tölvunarfræðideild
Háskólans í Reykjavík.
Katrín Olga segir hugmyndina hafa
kviknað þegar Eva María Jóns-
dóttir, vef- og kynningarstjóri Árna-
stofnunar, kíkti í kaffi til Ástu S.
Fjeldsted, framkvæmdastjóra Við-
skiptaráðs, fyrr á árinu sem greip
hugmynd hennar á lofti um að
hvetja íslensk fyrirtæki til þess að
standa vörð um íslenska tungu sem
hluta af samfélagslegri ábyrgð sinni.
„Hugmyndin þótti sérstaklega við
hæfi á 100 ára fullveldis afmæli
Íslands og upp úr þessu spratt hug-
myndin að kalla eftir tilnefningum
til hvatningarverðlauna á degi
íslenskrar tungu. Viðskiptaráð
hafði áður átt í farsælu samstarfi
við Festu – miðstöð um samfélags-
ábyrgð, sem hefur það hlutverk
að efla samfélagsábyrgð íslenskra
fyrirtækja, og gaf því augaleið að
sameina þessa ólíku krafta við svo
veigamikið og þarft verkefni.“
Sett á dagskrá
Markmið verðlaunanna er að
hvetja íslensk fyrirtæki til að nýta
íslenska tungu á eftirtektarverðan
hátt, segir Ari Páll. „Þeim er einnig
ætlað að draga fram í sviðsljósið
það góða starf sem fyrirtæki víðast
hvar vinna í þágu íslenskunnar,
en fer jafnan dult og ætti að vera
öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.
Með tilkomu verðlaunanna er
íslenskan sett á dagskrá við-
skiptalífsins eins og hvert annað
hagsmunamál sem fellur undir
samfélagslega ábyrgð og getur, ef
rétt er haldið á spöðunum, orðið
til jákvæðrar aðgreiningar og þar
með haft í för með sér markaðs- og
fjárhagslegan ávinning.“
Risastór áskorun
Fordæmalausar breytingar hafa
orðið á tungumálaumhverfi
smáþjóða undanfarin ár þar sem
síaukin alþjóðavæðing, netið
og samfélagsmiðar leika stórt
hlut verk, þar með talið í rekstri
fyrirtækja, bætir Hrafn við. „Þetta
er stærsta áskorun sem íslensk
tunga stendur frammi fyrir nú eins
og mörg önnur tungumál. Þau
fyrirtæki sem átta sig á tungumála-
arfleifð okkar sem forskoti, fremur
en dragbít, geta skarað fram úr.
Komandi kynslóðir eru baðaðar í
tungumáli samfélagsmiðla, oft og
tíðum enskra skammstafana og
myllumerkja, og íslenskan getur
auðvitað átt undir högg að sækja
ef ekkert er að gert. Fyrirtæki á
frjálsum markaði nýta alla miðla
í auglýsingastarfi sínu og því er
ábyrgðarhluti þeirra óneitanlega
stór.“
Í þessu samhengi má einnig
nefna erlenda starfsmenn, segir
Hrafn, sem koma hingað til lands
og standa frammi fyrir framandi
tungumáli á nýjum slóðum. „Það
er hlutverk fyrirtækisins að gera
íslenskunám aðgengilegt og halda
þannig vel utan um starfsfólk sitt
sem upplifir þá síður útilokun og
jafnvel jaðarsetningu byggða á
tungumálaþröskuldum.“
Margar leiðir mögulegar
En hvaða skref geta íslensk
fyrirtæki stigið til að nýta íslenska
tungu betur? Þau benda fyrst á
örmyndbandið „Íslenska er góður
bisness“ þar sem Eva María Jóns-
dóttir bendir á nokkur atriði. „Það
má til dæmis setja gæðaíslensku á
oddinn í öllu efni sem kemur frá
fyrirtækinu, fá prófarkalestur á
útgefið efni og ráða til sín íslensku-
menntað fólk. Af ódýrari kostum
má nefna að setja sér málstefnu,
t.d. að ákveða að móttökutungu-
mál fyrirtækisins sé íslenska. Eins
má gera þá kröfu að starfsfólk sem
hefur ekki íslenskuna að móður-
máli taki netnámskeið á borð við
icelandiconline.com, sem er öllum
opið að kostnaðarlausu.“
Eliza Reid, forsetafrú Íslands,
mun afhenda hvatningarverðlaun-
in við hátíðlega morgunathöfn í
sal Arion banka við Borgartún í
Reykjavík í dag. Athöfnin stendur
yfir milli kl. 8.30 og 9.30. Ókeypis
er inn og býður Arion banki upp á
morgunverðarveitingar.
Tekist á við stærstu áskorunina
Dómnefndin er skipuð Ara Páli Kristinssyni, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, Hrafni Loftssyni, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, og
Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs Íslands. Verðlaunin verða afhent í dag kl. 8.30 í Arion banka í Borgartúni í Reykjavík. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Þetta er stærsta
áskorun sem
íslensk tunga stendur
frammi fyrir nú eins og
mörg önnur tungumál.
NESTI
HANDA
NÝRRI
KYNSLÓÐ
„Bókin er markverð gjöf
í tilefni af 100 ára afmæli
fullveldisins.“
BJÖRN BJARNA SON
MORGUNBL AÐIÐ
Ný bók eftir
Guðrúnu Nordal
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16
4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óV e M B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RDAGUR ÍSLeNSKRAR TUNGU
1
6
-1
1
-2
0
1
8
0
5
:0
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
9
-1
C
1
8
2
1
6
9
-1
A
D
C
2
1
6
9
-1
9
A
0
2
1
6
9
-1
8
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K