Fréttablaðið - 16.11.2018, Qupperneq 30
6 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óv e m B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RdAGuR ísLeNsKRAR tuNGu
Um er að ræða nýja vefsíðu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar þar sem fólk
er hvatt til að leggja inn nýyrði
og taka þátt í umræðu um þau.
Um ánægjuleg tímamót er að
ræða en hingað til höfum við ekki
haft tækifæri til að birta einstök
nýyrði. Á vefnum verður hægt
að tjá skoðanir sínar á nýyrðum
með því að gefa þumalinn upp
eða þumalinn niður,“ segir Ágústa
Þorbergsdóttir, málfræðingur og
ritstjóri Nýyrðabankans, sem má
finna á vefslóðinni nyyrdi.arna-
stofnun.is.
Dagur íslenskrar tungu var fyrst
haldinn hátíðlegur árið 1996, á
fæðingardegi Jónasar Hallgríms-
sonar. Það er því vel við hæfi að
opna nýyrðavef á þessum merka
degi, en Jónas var einn mikil-
virkasti nýyrðasmiður landsins á
sínum tíma. Í tengslum við nýyrða-
vefinn verður kynntur afrakstur
skólabarna á Höfn í Hornafirði
sem hafa verið að læra að smíða
ný orð.
Almenningur áhugasamur
um nýyrði
Ágústa segir almenning mjög
áhugasaman um íslenskt mál,
ekki síst nýyrði. „Við hjá Árna-
stofnun fáum oft símtöl þar sem
fólk segir okkur frá nýyrðum sem
það hefur heyrt eða myndað sjálft.
Ósjaldan er haft samband og spurt
um ný orð fyrir ný fyrirbæri. Það
tekur tíma fyrir nýyrði að komast
í umferð, sum spretta upp og lifa
áfram í málinu en önnur ekki. Með
nýyrðavefnum viljum við skapa
vettvang fyrir fólk til að velta
þeim fyrir sér. Markmiðið er að
þetta verði lifandi vefur í stöðugri
þróun,“ upplýsir Ágústa.
Þau Trausti Dagsson forritari
hafa unnið saman að smíði vefsins
frá því síðla sumars. „Nýyrða-
bankinn verður opinn allan sólar-
hringinn. Hann er farsímavænn,
hann á að vera skemmtilegur og
nútímalegur og mun með tím-
anum byggjast upp af notendum.
Íslenskan er ótrúlega ríkt tungu-
mál og finnst mér ánægjulegt að
geta lagt mitt af mörkum til að gera
hana enn ríkari,“ segir Trausti, sem
vonast til að sem flestir nýti sér
nýyrðavefinn og leggi inn í hann.
En hvað er nýyrði? „Nýyrði
er notað um nýtt orð í íslensku.
Sumir vilja skilgreina það sem nýtt
orð sem er myndað úr innlendum
orðhlutum. Nýyrði getur haft fleiri
en eina skýringu. Oft koma ný orð
um nýja hluti, svo sem hlaðvarp
og snjallúr. Stundum koma ný orð
inn í umræðuna sem fara á flug
en detta svo niður. Má sem dæmi
nefna orðið þyrilsnælda. Gæsa- og
steggjapartí eru nýyrði um sam-
félagslega athöfn sem var ekki til
fyrir nokkrum áratugum. Íslenskan
er lifandi tungumál og orðaforðinn
tekur sífelldum breytingum. Ný
orð bætast við málið og önnur orð
hverfa,“ segir Ágústa.
Nýyrðabankinn er á vefslóðinni
nyyrdi.arnastofnun.is.
Nýyrðabanki opnaður í dag
Í dag verður formlega opnaður vefur helgaður nýyrðum. Vefurinn er hugsaður sem vettvangur
fyrir orðasmiði landsins til að koma orðum á framfæri og fá viðbrögð og skapa umræður.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is trausti og Ágústa hafa unnið
að smíði nýyrðabanka frá því
síðla sumars. Hann verður
opnaður í dag.
mYNd/sIGtRYGGuR ARI
mao segir að það hafi komið henni á óvart að komast inn í meistaranám í ritlist við Háskóla íslands en hún sé mjög
ánægð. Hún flytur hugvekju um um móðurmál og íslenskuna sem annað mál á Café Lingua í dag. mYNd/steFÁN
Í tilefni af degi íslenskrar tungu munu nemendur og kennarar í íslensku sem annað mál ræða
um gildi tungumálsins og miðla
reynslu sinni með gestum á Café
Lingua á Borgarbókasafninu í
Grófinni. Viðburðurinn hefst
klukkan 17.30.
Þar verður rætt um stöðu
íslenskunnar hjá þeim sem nota
tungumálið sem annað mál og
Mao, pólsk kona sem hefur búið
hér í 12 ár, flytur hugvekju um
móðurmál og íslenskuna sem
annað mál. Mao er fyrsti erlendi
nemandinn í meistaranámi í rit-
list við Háskóla Íslands.
„Ég flutti til Íslands til að læra
íslensku, eins skringilega og það
hljómar. Ég kom hingað fyrst
2004 og vann á farfuglaheimili
fyrir austan í mánuð. Ég bjó með
íslenskri fjölskyldu og við vorum
alltaf að hlusta á morgunleik-
fimi og annað í útvarpinu með
morgunkaffinu,“ segir Mao. „Ég
segi alltaf að það hafi verið Hall-
dóru Björnsdóttur, sem sér um
morgunleikfimina, að kenna, eða
þakka, að ég fór að læra íslensku.
Ég var svo hrifin af hrynjandinni
og framburðinum að ég fékk
íslensku á heilann. Það varð til
þess að ég fór og lærði íslensku í
ár í Sorbonne-háskóla í París og
flutti svo hingað.
Ég kláraði BA-námið í fyrra
og svo komst ég í ritlist. Sem
var sjokk,“ segir Mao og hlær.
„Námið er mjög gefandi og
skemmtilegt og það er frábært að
vinna með öðrum nemendum og
fá álit kennara.
Ég er mest hrifin af því hvað
það er mikill náttúruorðaforði
í íslensku. Það er hægt að segja
svo margt með því að tala um
vind eða tíðarfar og ég nota
þennan orðaforða mikið í mínum
skrifum,“ segir Mao. „Mér finnst
betra að skrifa á íslensku en
pólsku og mjög gott að tjá mig á
íslensku, því hún er svo bein-
skeytt og skýr.
Íslenska er miklu erfiðari en
flest evrópsk tungumál og það
eru enn hlutir sem mér finnst
erfiðir, eins og að vita hvenær á
að vera greinir,“ segir Mao. Hún
heyrir samt að tungumálið vefst
líka stundum fyrir innfæddum.
„Já, heldur betur. Það fer mikið í
taugarnar á mér þegar fólk segir
„mér langar“ og notar „þú veist“
sem kommu,“ segir hún létt að
lokum.
Betra að tjá sig á íslensku
Mao er fyrsti erlendi nemandinn í meistaranámi í ritlist við HÍ. Hún flytur hugvekju um móðurmál
og íslenskuna sem annað mál á Café Lingua seinnipartinn í dag í tilefni af degi íslenskrar tungu.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
1
6
-1
1
-2
0
1
8
0
5
:0
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
6
9
-2
1
0
8
2
1
6
9
-1
F
C
C
2
1
6
9
-1
E
9
0
2
1
6
9
-1
D
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K