Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 32

Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 32
 8 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óv e m B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RdAGuR ísLeNsKRAR tuNGu Vefgáttin málið.is, sem var opnuð fyrir rétt um tveimur árum, veitir beinan aðgang að sjö gagna- söfnum um íslenskt mál og málnotkun. Hún er ókeypis og handhægt hjálpartæki við skriftir og frágang íslensks ritmáls. Dag- lega fara yfir þúsund notendur inn á vefgáttina og eru uppflett- ingar að jafnaði um fjögur þúsund á dag. Góð stígandi hefur verið frá upphafi í fjölgun þeirra sem sækja þangað fróðleik og leiðbeiningar. Sem dæmi má nefna að þriðju- daginn 6. nóvember fóru 1.265 manns inn á málið.is og flettu upp 5.300 sinnum. Viðtökur notenda hafa verið framar vonum. Undanfarnar þrjár vikur var gerð notendakönnun í því skyni að bæta þjónustuna enn frekar. Sem dæmi um jákvæð ummæli notenda í könnuninni má nefna: „Kraftaverkagátt.“ „Sumir segja „gúglaðu það“ en ég segi: „farðu á málið.is.“ Nú er hægt að sækja málið.is-app fyrir Android-síma og app fyrir iPhone er væntanlegt. Það mun auðvelda fólki á öllum aldri að kynnast betur málinu okkar allra. Þúsund ánægðir notendur daglega Íslensk málnefnd hefur í ár einkum beint sjónum sínum að áhrifum hins mikla erlenda ferðastraums á tungumálið en enn fremur hvaða áhrif það hefur á tungumálið að sífellt fjölgar Íslendingum og íbúum á landinu sem ekki hafa tunguna að móðurmáli. Af því tilefni bar Málræktarþing í ár heitið „Íslenska á ferðaöld“ en það var haldið í Þjóðminjasafni fimmtu- daginn 15. nóvember. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra ávarpaði þingið en einnig voru flutt fimm erindi. Ólafur Stephensen, Donata Honkowicz- Bukowska, Hafdís Ingvarsdóttir, Gígja Svavarsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason tóku til máls og ræddu stöðu íslensku í þessu nýja umhverfi. Þá var kynnt ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu tungunnar árið 2018. Ályktunina má lesa á islenskan.is. ÍSLENSKA Á FERÐAÖLD Sporbaugur, skjaldbaka, æða-kerfi, klógulur, bringusund, fjaðurmagnaður, hryggdýr, mörgæs, sundtak, hafflötur, liðdýr, meltingarfæri, kerfjall, haförn eru allt orð sem afmælis- ban dagsins Jónas Hallgrímsson (1807-1845) smíðaði á sinni stuttu ævi. Hann var ekki bara skáld heldur einnig mikilvirkur nýyrða- smiður og þýðandi. Er hann þýddi úr erlendum málum hikaði hann ekki við að búa til orð á íslensku sem hann taldi vanta í málið. Fyrir starf slíkra nýyrðasmiða þróast tungumál og eru nothæf við allar aðstæður, þó að miklar tækni- nýjungar ryðji sér til rúms og nýjar hugmyndir bylti þjóðfélag- inu að öðru leyti. Í nútímanum er t.d. mikil þörf fyrir ný orð um nýja tækni, en hugsanlega má endur- nýta eldri orð sem ekki er lengur þörf fyrir eins og orðið skjár er ágætt dæmi um. Nýyrði Jónasar Jónas Hallgrímsson skáld. veittar voru þrjár viðurkenningar og hlutu þær Ingibjörg Hafstað fyrir frumkvöðlastarf í kennslu íslensku sem annað mál, Anh dao tran fyrir frumkvæði að gerð orðabókar milli víetnömsku og íslensku og stanisław Bartoszek fyrir frumkvæði að gerð orðabókar milli pólsku og íslensku. málið.is HENNY HERMANNS – VERTU STILLT! EFTIR MARGRÉTI BLÖNDAL KONAN Á BAK VIÐ GOÐSÖGNINA Henny Hermanns lifði sannkölluðu glæsilí í heimi dans- og dægurmenningar en tilveran á bak við glansmynd fegurðar og frægðar var oft sár og nöpur. Hún hefur aldrei viljað segja sögu sína fyrr en nú – þegar hún er sjálf loksins tilbúin til að stíga fram, opinská og einlæg! BJARTUR-VEROLD.IS málið.is 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 9 -3 4 C 8 2 1 6 9 -3 3 8 C 2 1 6 9 -3 2 5 0 2 1 6 9 -3 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.