Fréttablaðið - 16.11.2018, Side 37

Fréttablaðið - 16.11.2018, Side 37
Körfubolti KR og Njarðvík barst mikill liðsstyrkur á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Lands- liðsmennirnir Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru komnir heim eftir stutt stopp hjá franska B-deildar liðinu Denain Voltaire. Kristófer lék síðustu leiki tíma- bilsins 2016-17 með KR og svo allt síðasta tímabil. Hann varð Íslands- meistari í bæði skiptin. Kristófer var valinn leikmaður og varnarmaður ársins í Domino’s-deildinni í fyrra auk þess sem hann var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Kristófer skilaði 16,6 stigum og 10,1 frákasti að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Skotnýting hans var 62,9%. KR fékk einnig Finn Atla Magnússon sem er fluttur heim frá Ungverjalandi ásamt unnustu sinni, Helenu Sverr- isdóttur. Finnur Atli er uppalinn hjá KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011 og 2016. Finnur Atli lék með Haukum 2015-18. Elvar lék síðast með Njarðvík tímabilið 2013-14 ef frá eru taldir tveir leikir í mars 2015. Elvar var fjögur ár í bandaríska háskólabolt- anum; eitt með LIU Brooklyn og þrjú með Barry þar sem hann átti afar góðu gengi að fagna. Síðasta tímabilið sem Elvar lék hér á landi var hann með 20,8 stig, 4,3 fráköst og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Elvar gæti leikið með Njarð- vík þegar liðið mætir Grindavík í 7. umferð Domino’s-deildarinnar í kvöld. – iþs Tveir landsliðsmenn komnir aftur heim SONIC VIBRATION TANNBURSTI • Fín burstahárin hreinsa betur án þess að valda ertingu • Þægilegur titringur veitir djúpa en blíða hreinsun • Burstahaus og rafhlöðu má skipta út eftir þörfu • Einstök hönnun á loki fyrir burstahausinn Rannsóknir sýna að fínu burstahárin á þessum rafmangstannbursta fjarlægja allt að 50% meira af óhreinindum milli tannanna og hreinsa allt að helmingi dýpra undir tannholdsbrúnina. Gefur auka kraft í daglega umhirðu tannanna Fæst í apótekum og almennum verslunum. Tannlæknar mæla með GUM tannvörum Nýtt Batterísdrifinn tannbursti með einstakri hreinsunartækni TINDUR FÆST NÚ Í SNEIÐUM 19f ö S t u D A G u r 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -3 4 C 8 2 1 6 9 -3 3 8 C 2 1 6 9 -3 2 5 0 2 1 6 9 -3 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.