Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 42
Fornleifafræðingurinn Þór-hallur Þráinsson lætur ekki mikið yfir sér þó nýkominn sé heim frá Sví-þjóð frá því að taka við
heiðursverðlaunum konunglegrar
akademíu fyrir fornaldarteikningar
sínar. Hann segir tilkynningu um að
hann væri meðal heiðursverðlauna-
hafa svo sannarlega hafa komið
honum á óvart. „Í þessum geira er
nú yfirleitt ekki verið að verðlauna
teiknara, frekar fyrir skrif á fræði-
lega sviðinu. Reyndar eru þetta
fræðilegar teikningar sem ég hef
gert en ég bjóst alls ekki við þessu.“
Gustavs Adolf Akademien för
svensk folkkultur er ein af mörgum
akademíum í Svíþjóð, að sögn Þór-
halls. „Hún veitir til dæmis verðlaun
innan fornleifafræði, norrænna
fræða og þjóðfræði,“ útskýrir hann
og segir Íslendinga vera meðal með-
lima hennar. „Þau Gísli Sigurðsson,
íslenskufræðingur við háskólann,
og Guðrún Nordal, forstöðumaður
Árnastofnunar, voru viðstödd
athöfnina núna.“
Ég bið hann að byrja á að lýsa
verðlaunahátíðinni og segja mér
svo lítið eitt frá sjálfum sér.
„Athöfnin var haldin í höllinni í
Uppsölum, í ríkissalnum. Á íslensk-
an mælikvarða var allt voða formlegt
og hátíðlegt. Það er reyndar þannig
við svona forna háskóla. Einn Norð-
maður klæddist þjóðbúningi, annars
voru karlmenn í kjólfötum og kon-
urnar í síðkjólum.“
Höllin stendur á áberandi stað, að
sögn Þórhalls. Hann segir hana upp-
haflega hafa verið byggða um miðja
16. öld, í tíð Gustavs Vasa, svo hafi
hún brunnið en verið endurreist.
„Uppsalaslott er ekki konungleg höll
heldur hefur landsþingið þar aðsetur
og hún er mikið notuð fyrir veislur.“
Þórhallur er fornleifafræðingur.
Hann kveðst hafa lært þau fræði úti
í Uppsölum, þar hafi hann búið í tólf
ár og þekki sig því vel. „Ég var í raun
að elta konuna mína, Sif Ormars-
dóttur, þangað út upphaflega, hún
var að fara í framhaldsnám í læknis-
fræði. Ég vann svo meðal annars á
háskólasafninu þar og við að teikna
skýringarmyndir í bækur og á sýn-
ingar í sambandi við fornleifafræð-
ina. Þetta eru ýmiss konar myndir
en flestar eru þær tengdar norrænni
fornöld og víkingaöldinni.“
Þegar ég spyr Þórhall hvar hægt sé
að skoða myndir hans svarar hann
fremur kæruleysislega. „Ég hef voða
litla yfirsýn yfir þær, hef selt höf-
undarréttinn að mörgum þeirra
og svo bara rekist á þær af tilviljun.
Ég reiknaði ekkert með því að þær
yrðu svona vel metnar og færu
svona víða en það gerir ekkert til.“
Áður en Þórhallur flutti til Sví-
þjóðar kveðst hann hafa stundað
nám í Myndlista- og handíðaskól-
anum, í málaradeild. Síðan hafi það
verið atvinna hans, öðrum þræði,
að teikna.
„Ég var á kafi í þessum akadem-
íska heimi í Uppsölum en flutti
heim til Íslands stuttu fyrir hrun og
hef sáralítið gert á því sviði síðan
ég kom heim. Reyndar kenndi ég
forsögu Norðurlanda á námskeiði
í Háskóla Íslands og var formaður
fornminjanefndar um nokkurt
skeið. Jú, eitthvað hef ég teiknað
en það er ekki mikið. Reyndar hef
ég dálítið unnið við bíómyndir,
séð um leikmuni og fleira. Eins var
ég í nokkur ár að vinna fyrir tölvu-
leikjaframleiðandann CCP en það
verkefni varð endasleppt, það var
vampíruleikur sem því miður varð
ekki neitt úr.“
Spurningu hvort það hafi
verið eitthvert sérstakt verk
sem hann var heiðraður fyrir í Upp-
sölum svarar Þórhallur svo:
„Nei, þetta var nú almennt orðað.
Ég hef unnið dálítið fyrir fornleifa-
fræðinginn Neil S. Price og þær
teikningar sem ég hef gert fyrir
hann hafa fengið nokkra útbreiðslu.
Ég hef oft teiknað myndir af fólki í
kumlum. Sérstaklega er ein slík
teikning þekktari en aðrar, þó hún
sé kannski ekki mín besta. Hún er
af gröf í Birka, víkingabæ á Björkö,
frá 9. eða 10 öld. Ég gerði hana fyrir
nokkrum árum. Víkingaaldargrafir í
Svíþjóð eru flestar frekar fátæklegar
og undir litlum haugum en þarna í
Birka voru sérstæðar grafir, djúpar
ferkantaðar og stórar grafir, svokall-
aðar klefagrafir og víða hefur fólk
verið látið sitja í þeim. Þekktasta
gröfin þarna var stríðsmannsgröf
með austurlenskum stíl, merkt Bj
581 og um hana hefur verið talsvert
fjallað. Beinafræðilegar rannsóknir
árið 2014 sýndu að í gröfinni væri
kona en ekki karl og það staðfestu
DNA-rannsóknir í fyrra. Sú niður-
staða flaug um allan fræðaheiminn
og sumir voru alls ekki sáttir við að
þessi frægi stríðsmaður væri kona.
Ég ákvað að teikna þessa konu
en ímyndaði mér aldrei að myndin
hlyti jafn mikla eftirtekt og raun
varð á. Það er ljóst að þessi kona
hefur haft mikilvæga stöðu í sínu
samfélagi að hún skyldi hljóta svona
legstað. Það þarf ekki að þýða að
hún hafi verið fimasti stríðsmað-
urinn, heldur getur þetta allt eins
verið merki um tign hennar.“
Reiknaði ekki með að teikningarnar
mínar yrðu svona vel metnar
Þórhallur Þráinsson, fornleifafræðingur og teiknari, tók nýlega við heiðursverðlaunum hinnar kon-
unglegu Gustavs Adolf Akademíu í Uppsölum, á sviði þjóðmenningar. Athöfnin var í höll borgarinnar.
„Ég var á kafi í þessum akademíska heimi í Uppsölum en flutti heim til Íslands stuttu fyrir hrun og hef sáralítið gert á því sviði síðan ég
kom heim,“ segir Þórhallur. Áður en hann flutti til Svíþjóðar stundaði hann nám við Myndlista- og handíðaskólann. FrÉttablaðið/SteFÁn
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
ein af þekktustu teikningum Þórhalls er af konu í gröf frá vík-
ingaöld. „Það er ljóst að þessi kona hefur haft mikilvæga stöðu
í sínu samfélagi að hún skyldi hljóta svona legstað,“ segir hann.
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r24 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
menning
1
6
-1
1
-2
0
1
8
0
5
:0
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
6
9
-0
8
5
8
2
1
6
9
-0
7
1
C
2
1
6
9
-0
5
E
0
2
1
6
9
-0
4
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K