Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2018, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 16.11.2018, Qupperneq 43
Bækur Sextíu kíló af sólskini Hallgrímur Helgason Útgefandi: JPV/Forlagið Fjöldi síðna: 461 Í Sextíu kílóum af sólskini, nýjasta skáldverki Hallgríms Helgasonar, kraumar sjórinn af síld. Þannig byltast nýir tímar inn í íslenskt sam­ félag eins og óstöðvandi síldartorfa. Samskonar ólga af frásagnargleði, fróðleik og leifturmyndum fortíðar kraumar í sögunni sjálfri. Þessi bók er einhvern veginn sambland af Heimsljósi og Sjálf­ stæðu fólki með ívafi af Sölku Völku, jafnvel Fjallkirkju Gunnars Gunn­ arssonar. Stórfengleg örlagasaga á tímum þegar þjóðin er að stíga út úr torfkofunum til móts við nýja öld, í umbrotum atvinnubyltingar og breyttra lífshátta. Þjóðarsaga spegluð í lífi nokkurra söguper­ sóna, einkum drengsins Gests sem við kynnumst á fyrstu blaðsíðum bókarinnar, þar sem hann lifir af snjófargið sem hefur brotið bæ foreldranna. Þar finnst hann undir kvið kýrinnar sem nærir hann af gnótt sinni, líkt og úlfynjan Rem­ úlus (já eða tíkin Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki). „Glöggt er gests augað“ segir máltækið, og hver veit nema höfundur hafi hugsað til þess þegar hann valdi sögupersónu sinni nafn og hlutverk. Gesti fylgjum við gegnum söguna, hann er nokkurs konar sjóngler og leiðsögumaður um refilstigu hennar, einkum þegar líður á. Siglufjörður er augljóslega fyrir­ myndin að sögusviði bókarinnar. Staðhættir og persónur koma kunnuglega fyrir sjónir, sérstaklega þjóðlagasafnarinn og presturinn á staðnum sem spunninn er úr þeim nafnþekkta manni Bjarna Þorsteins­ yni. Allar eiga sögupersónurnar sér fyrirmyndir, ef ekki í þekktum ein­ staklingum þá í þjóðinni sjálfri eins og hún hefur birst okkur í sögum, kvæðum og endurminningum um aldir. Sú fátæka þjóð hefur dregið fram líf sitt á mörkum hins byggi­ lega heims, borin í skafli og að skafli öld eftir öld. Hallgrímur Helgason (f. 1959) hefur bæði notið og verið útnefnd­ ur til viðurkenninga fyrir verk sín. Hann hlaut íslensku bókmennta­ verðlaunin 2001 fyrir Höfund Íslands og hefur tvívegis verið til­ nefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bækur sínar 101 Reykjavík og Rokland. Sú bók sem hér er til umfjöllunar tekur öllum hans fyrri verkum fram. Frásagnarháttur sögunnar ein­ kennist af orðsnilld og mælsku – svo mikilli að á köflum verður lesand­ anum nóg um. En stíllinn er leiftr­ andi og litríkur og hin skáldlega orðgnótt svo skapandi að lesturinn verður hreinasta nautn. Persónu­ lýsingar eru margar óborganlegar, náttúru­ og mannlífslýsingar sömu­ Saga kraumandi af snilld leiðis ásamt frumlegum nýsmíðum orða, orðskviða og máltækja. Innan um má sumstaðar sjá tilvísanir í bókmenntaperlur og aðra eðal­ höfunda, líkt og verið sé að senda kveðju á öldum skáldvakans – gegnum tíma og rúm – þakka fyrir lánið eða gjöfina. Sumstaðar er farið að ystu mörkum þess mögulega með ýkju­ kenndum stíl og töfraraunsæi í anda suðuramerískra höfunda á borð við Garcia Marquez og Allende. Aldrei er þó farið lengra en svo að alltaf fylgir lesandinn framvindunni, eins og dreginn áfram af duldum þræði sem kastar honum milli hláturs og gráts. Höfundur leikur á alla tilfinningastrengi með því að tefla saman andstæðum af öllu mögulegu tagi. Segja má að sagan sé einn samfelldur átakaöxull þar sem persónum líkt og lesendum er varpað milli gleði og sorgar, feg­ urðar og ljótleika, ástar og haturs, óhugnaðar og unaðar, lífs og dauða Hallgrímur Helgason rithöfundur. af þvílíkri snilld að því er vandlýst. Eins og öll snilldarverk vísar þessi saga bæði inn og út. Hún er vissu­ lega aldarspegill horfinnar tíðar, samt er hún tímalaus. Allra alda mannfélags­ og sálardeigla sem ólgar og kraumar, líkt og fjörður fullur af síld. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NiðurStaða: Bókin er meistaraverk. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA GLÆPIR Í FÓKUS Frábærir Forlagshöfundar á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir 16.-18. nóvember. Kynnið ykkur dagskrána á icelandnoir.is m e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 25F Ö S t u D a g u r 1 6 . N ó v e m B e r 2 0 1 8 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -1 2 3 8 2 1 6 9 -1 0 F C 2 1 6 9 -0 F C 0 2 1 6 9 -0 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.