Fréttablaðið - 16.11.2018, Page 45

Fréttablaðið - 16.11.2018, Page 45
     FRUMMÆLENDUR Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Drífa Snædal, forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar  Ögmundur Jónasson fyrrv. innanríkisráðherra og fyrrv. formaður BSRB     17. nóvember kl. 11.00 Þarabakki 3, 109 Reykjavík Gengið inn hjá Ökuskólanum í Mjódd Góðir menn og góðar konur, komið sem allra, allra fyrst“ er yfirskrift málþings um spænsku veikina sem Borgarsögu- safn Reykjavíkur stendur fyrir í Iðnó sunnudaginn 18. nóvember kl. 14. Liðin eru 100 ár frá því að spænska veikin barst til Íslands en í nóvember 1918 var fyrsta dauðsfall vegna veikinnar skráð í Reykjavík og fjölgaði dauðsföllum gífurlega á afar skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum létust 484 Íslend- ingar úr veikinni sem kom þyngst niður á Reykvíkingum, en hægt var að stöðva útbreiðslu hennar með ströngum sóttvörnum og einangrun manna milli landshluta. Framsögufólk á málþinginu kemur úr röðum sagnfræði og læknavísinda og eru það Bragi Þor- grímur Ólafsson sagnfræðingur, Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum, og Erla Dóris Halldórsdóttir, gjör- gæsluhjúkrunarfræðingur og doktor í sagnfræði, sem taka til máls. Bragi mun fjalla um aðdraganda veikinn- ar, Magnús segir frá einkennum og afdrifum sjúklinga í heimsfaraldr- inum og veltir því upp hvort sam- bærilegir atburðir gætu endurtekið sig og hver viðbrögð yrðu við því. Að endingu mun Erla Dóris fjalla um áhrif inflúensunnar á konur í Reykjavík í nóvember og desember 1918. Fundarstjóri er Alma D. Möller landlæknir og um tónlistarflutning sjá Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Að málþingi loknu verður boðið upp á kaffi og kökubita. Eftir kaffið um klukkan 16.30 verður farin söguganga frá Iðnó með Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræð- ingi. Gengið verður að Hólavalla- garði þar sem Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hóla- vallagarðs, munu segja frá áhrifum veikinnar á garðinn. Gangan endar á minningarstund sem sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur leiðir. Reykjavík 1918 er yfirskrift sýn- ingar í Aðalstræti 10. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Borgarsögusafns Reykja- víkur í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Á sýningunni má sjá ljós- myndir frá hinu viðburðaríka ári 1918 og er þar fjöldi ljósmynda sem tengjast spænsku veikinni. Sýningin verður opin þennan dag 18. nóvem- ber frá kl. 12-17. Góðir menn og góðar konur Ljósmynd af sýningunni í Aðalstræti 10. Þar er að finna myndir sem tengjast spænsku veikinni en úr henni létust tæplega 500 Íslendingar. Árið 1918 reyndist landsmönnum erfitt og þá voru miklar frosthörkur. Salurinn.is John Scofield 44 17 500 Gwilym Simcock 26. mars 8. mars 17. febrúar 16. desember 16. nóvember Ef keyptir eru miðar á þrenna eða fleiri tónleika fæst 20% afsláttur af miðaverði. Rita Marcotulli Alessandro Lanzoni & Giovanni Guidi Jacky Terrasson m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 27F Ö S T U D A g U R 1 6 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -2 5 F 8 2 1 6 9 -2 4 B C 2 1 6 9 -2 3 8 0 2 1 6 9 -2 2 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.