Fréttablaðið - 24.11.2018, Side 6

Fréttablaðið - 24.11.2018, Side 6
Jólabæklingur okkar er kominn út. Fjöldi glæsilegra tækja á jólaverði. Jól2018 Spanhelluborð EX 651FEC1E, iQ700 Án ramma, með slípuðum framkanti. „flexInduction“-svæði. Skynjar stærð ílátsins. Snertisleði. Steikingarskynjari. 60 sm á breidd. Fullt verð: 139.900 kr. Jólaverð: 109.900 kr. Steikingar- skynjari Orkuflokkur Bakstursofn HB 674GCS1S, iQ700 Stórt 71 lítra ofnrými. Kjöthitamælir, 13 hitunaraðgerðir, þar á meðal 4D-heitur blástur. Hraðhitun. Brennslusjálfhreinsun. Fullt verð: 179.900 kr. Jólaverð: 139.900 kr. Örbylgjuofn með grilli HMT 75G451, Serie 2 Frístandandi. 17 lítra. Mesti örbylgjustyrkur 800 W. Grill: 1000 W. Sjálfvirk þíðing og matreiðslukerfi. Fullt verð: 29.900 kr. Jólaverð: 23.900 kr. VIÐSKIPTI Skýringar Íslandspósts (ÍSP) í fjölmiðlum og fyrir fjárlaga- nefnd Alþingis koma ekki heim og saman við álit eftirlitsaðila. Und- anfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna vegna fjár- festinga í dótturfélögum. Í september var tilkynnt um að ríkissjóður hygðist lána ÍSP 500 milljónir króna til að styrkja lausa- fjárstöðu fyrirtækisins. Í tilkynn- ingunni segir að tekjur af bréfa- sendingum vegna alþjónustu hafi dregist saman á meðan dreifikerfið hafi stækkað með fjölgun íbúða og fyrirtækja. Þá hafi auknar tekjur af pakkasendingum ekki dugað til að vega upp á móti samdrætti í bréfa- sendingum. Stór þáttur í því er auk- inn fjöldi sendinga vegna netversl- unar frá Kína og öðrum löndum sem flokkuð eru sem þróunarríki. Því hefur talsvert gengið á eigið fé ÍSP. ÍSP hefur einkarétt á bréfsend- ingum undir 50 grömmum og ber einnig skylda samkvæmt lögum til að sinna svokallaðri alþjónustu á sendingum undir tuttugu kíló- grömmum. Á síðasta ári nam hagn- aður ÍSP vegna einkaréttar rúmum 370 milljónum og rúmum 497 milljónum árið á undan. Tap vegna samkeppni innan alþjónustu nam á móti tæplega 1,5 milljörðum á sama tímabili. Að sögn ÍSP liggur rót vandans þarna. Vegna þessa fór ÍSP fram á það að íslenska ríkið myndi lána fyrirtæk- inu 1,5 milljarða króna til að mæta þeim vanda sem við blasir þar sem viðskiptabanki fyrirtækisins hefur lokað á frekari skammtímalán- veitingar. Breytingatillaga á fjár- lögum var lögð fyrir þingið fyrir aðra umræðu en tekin út þar sem fjárlaganefnd þingsins vildi kanna hvort rétt væri að binda fjárveiting- una einhverjum skilyrðum. Verður það fyrir þriðju umræðu. Lán sem varla fást endurgreidd Séu ársskýrslur ÍSP og dótturfélaga skoðaðar má hins vegar sjá hluti sem benda til þess að fjárfestingar félagsins hafi ekki skilað sér sem skyldi. Árið 2006 keypti ÍSP prentsmiðj- una Samskipti ehf. Þá var tap á rekstri félagsins og eigið fé neikvætt upp á 63 milljónir. Kaupverð var ekki gefið upp en niðurfært kaup- verð í ársreikningum 2009-2011 nam 131 milljón. Tilgangur kaupanna var meðal annars að mæta kröfum viðskipta- vina um aukna þjónustu og auka verðmæti eignahluta félagsins. Áframhaldandi taprekstur var á fyrirtækinu eftir kaupin að undan- skildu árinu 2007 en þá keypti ÍSP fasteign af Samskiptum. Árið 2013 var búið að afskrifa að fullu við- skiptavild ÍSP í Samskiptum og á sama ári setti ÍSP aukið hlutafé, 55 milljónir króna, í fyrirtækið. Annað dótturfélag ÍSP er fyrir- tækið ePóstur sem stofnað var árið 2012. Samkvæmt ársreikningi 2013 fékk fyrirtækið 247 milljónir í lán frá móðurfélagi sínu. Tap á rekstri var 80 milljónir það rekstrarár og eiginfjárstaða félagsins neikvæð sem því nemur. 2014 fékk fyrirtækið aftur lán frá ÍSP, nú upp á 55 millj- ónir. Fyrirtækið skilaði rekstrartapi upp á 90 milljónir það ár og var eigið fé neikvætt um 151 milljón. Þá er athyglivert að lán ÍSP til ePósts hefur nær enga vexti borið og mun ekki koma til með að gera það. Í svari ÍSP við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir að nú sé unnið að því að innlima ePóst inn í móður- félagið. Nær öruggt má því telja að lánveitingar fyrirtækisins fáist ekki endurgreiddar. Fjárfestingar víða í rekstri Þá eru ótaldar aðrar fjárfestingar ÍSP en á undanförnum áratug hefur fyrirtækið fjárfest fyrir hundruð milljóna í húsnæði, bílum og tækjum. Í kringum tíu ára afmæli ÍSP, árin 2005 og 2006, voru byggð tíu ný pósthús víðsvegar um landið og sagt frá því að fyrirtækið væri að hefja innreið sína að fullu inn á flutningamarkað. Þá festi ÍSP árið 2012 kaup á glænýrri póstflokkun- arvél fyrir hátt í 200 milljónir króna. Að endingu er vert að nefna að í lok síðasta árs var ákveðið að stækka flutningamiðstöð ÍSP í Reykjavík. Hún mun kosta 700 milljónir. „Það er alveg mál að hluti af þessum rekstrarvanda er tilkominn vegna kostnaðar sem hlýst af alþjón- ustunni og að hagnaður af einkarétti stendur sífellt minna undir henni. En svo getur maður spurt sig hvort það séu aðrar ákvarðanir sem vega þyngra og snúa að samkeppnishlut- anum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Willum segir mikilvægt að passa upp á verðmæti hlutabréfa ríkisins í ÍSP. Ríkinu beri skylda til að tryggja alþjónustu og að pakkar og send- ingar berist áfram til landsmanna. Því sé verið að skoða að binda lán- veitinguna einhverjum skilyrðum. „Ef fjárfestingar í samkeppnis- rekstri vega þyngra en blasir við í dag þá er ástæða til þess að fá óháð- an aðila til að skoða málið,“ segir Willum. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, á sæti í stjórn ÍSP. Þá var Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í stjórn frá 2000 til 2013. joli@frettabladid.is Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagn- aður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. Fyrirtækið hefur lagt fé í dótturfélög sín sem ólíklegt er að endurheimtist. Sendingum að utan hefur fjölgað undanfarin ár en bréfsendingar dregist saman. Íslandspóstur segir að vandann megi rekja til þess. FréttabLaðið/anton brink Ef fjárfestingar í samkeppnisrekstri vega þyngra en blasir við í dag þá er ástæða til þess að fá óháðan aðila til að skoða málið. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar 2 4 . n ó V e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r6 f r é T T I r ∙ f r é T T A b L A Ð I Ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -E E 6 4 2 1 7 F -E D 2 8 2 1 7 F -E B E C 2 1 7 F -E A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.