Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 8
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
8
5
8
R
e
n
a
u
lt
C
li
o
T
il
b
o
ð
5
x
2
0
n
ó
v
Renault
NÝR RENAULT CLIO
MEÐ VETRARPAKKA
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tri
Renault Clio Verð frá: 2.650.000 kr.
VEGLEGUR VETRARPAKKI
Verðmæti allt að 300.000 KR.
Með nýjum Renault í nóvember
Fyrsta ábyrgðarskoðun · Keramik lakkhúðun fyrir veturinn
Gæða vetrardekk · Vönduð gúmmímotta í skott
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
SJÁVARÚTVEGUR „Það er með ólík-
indum að fylgjast með því hvernig
það er verið að knýja í gegn margra
milljarða lækkun á veiðigjöldum
og ekki nein tilraun gerð til sam-
komulags eða sátta þvert á flokka.
Ekki einu sinni um það sem allir
flokkar hafa meira og minna talað
um síðan auðlindanefndin sendi
frá sér álit árið 2000. Það er að gera
tímabundna samninga um nýtingu
og síðan byggja upp innviði,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar og áheyrnar-
fulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis.
Önnur umræða um frumvarp
um veiðigjald hófst á Alþingi í gær
en stjórnarandstaðan gagnrýndi
harðlega málsmeðferð meirihluta
atvinnuveganefndar.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing-
maður VG og formaður atvinnu-
veganefndar, hafnar áskökunum
um samráðsleysi. „Það hefur verið
fjallað mjög ítarlega um þetta mál í
tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd.
Það hefur ekki komið nein kvörtun
frá neinum nefndarmanni um þá
meðferð sem málið hefur fengið þar.“
Hún segir að nefndin hafi rætt
málið á ellefu fundum og yfir 100
gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir
nefndina. „Ég lét vita viku áður en
málið var tekið út að það stæði til á
þessum tíma, öðruhvorumegin við
helgi. Þegar síðan átti að taka málið
út vöknuðu menn við að það þyrfti
kannski að kveikja á stjórnarand-
stöðuelementinu.“
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,
fulltrúi Samfylkingarinnar í nefnd-
inni, segir að vissulega hafi málið
verið rætt mikið í nefndinni. Minni-
hlutinn hafi hins vegar fyrst fengið
að sjá nefndarálit meirihlutans á
sama fundi og átti að afgreiða það út.
„Þannig vissum við ekkert hvað
meirihlutinn var að fara að leggja til.
Það var engin tilraun gerð af hálfu
meirihlutans til samráðs. Eðlilega
gagnrýnum við það því í umræðunni
í haust var það ítrekað boðað.“
Hún segir að þær smávægilegu
breytingar sem meirihluti nefnd-
arinnar leggi nú til breyti því ekki
að málið í heild sé gallað. „Þarna
er verið að leggja til lækkun veiði-
gjalda sem við erum ekki tilbúin að
samþykkja. Sérstaklega núna þegar
staða greinarinnar er að styrkjast þá
viljum við stíga varlega til jarðar,“
segir Albertína.
Þá bendir hún á að von sé á stórri
skýrslu Ríkisendurskoðunar í des-
ember sem fjalli um eftirlit Fiski-
stofu með samþjöppun aflaheim-
ilda. „Ég held að þær niðurstöður
geti skipt umtalsverðu máli í þessari
umræðu.“
Lilja Rafney leggur áherslu á að
það sé verið að breyta kerfinu og
afkomutengja veiðigjöldin sem
næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er
kominn þarna að borðinu og hægt
er að vinna upplýsingar úr skatt-
framtölum hjá hverjum og einum
útgerðaraðila og upplýsingum frá
Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er
hægt að leggja á veiðigjöld með
mjög næmum hætti miðað við
afkomu hverju sinni.“
Þorgerður Katrín segir að enn sé
tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana
að taka skynsöm skref í málinu.
„Tillaga okkar er að bíða með þessar
breytingar í ár og nota tímann til að
skila frumvarpi á næsta ári sem felur
í sér meiri sátt um þessa mikilvægu
atvinnugrein.“
sighvatur@frettabladid.is
Segja engar tilraunir gerðar til samráðs
Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs sam-
ráðs. Formaður atvinnuveganefndar hafnar því og segir þingmenn minnihlutans bara vera að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.
Hart var tekist á um frumvarp um veiðigjald á Alþingi í gær. Umræðan heldur áfram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
7
milljarðar eru fjárhæð veiði-
gjalda næsta árs sem er 4
milljörðum minna en í ár.
Tillaga okkar er að
bíða með þessar
breytingar í ár og nota
tímann til að skila frumvarpi
á næsta ári sem felur í sér
meiri sátt um þessa mikil-
vægu atvinnugrein.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
2 4 . n ó V E m b E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 f R é T T i R ∙ f R é T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
8
0
-0
2
2
4
2
1
8
0
-0
0
E
8
2
1
7
F
-F
F
A
C
2
1
7
F
-F
E
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K