Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 34
Til hliðar við Albertshús vex tilkomumikill silfurreynir sem þau Vaida og Haukur kunna vel að meta. FréTTAblAðið/SigTryggur Ari
Langalangamma mín, Herdís Albertsdóttir, fæddist hér í þessu húsi árið 1908 og átti heima í því í hundrað ár, til 2008. Stuttu áður en
hún átti aldarafmælið varð hún að
viðurkenna að hún væri orðin of
gömul til að búa ein, svo hún fór á
dvalarheimili og þar var hún síðustu
fjögur árin,“ segir Haukur Sigurðs-
son mannfræðingur og sýnir okkur
Sigtryggi Ara ljósmyndara mynd af
langalangömmu sinni. „Mér þótti
vænt um þessa konu og geng enn
með vettlinga sem hún prjónaði á
mig,“ segir hann og heldur áfram
sögunni. „Langalangamma ól upp
ömmu mína, Kristjönu Sigurðar-
dóttur, sem er núna sjötíu og eins
árs. Þær bjuggu alltaf í einu litlu
herbergi hér uppi. Amma erfði
svo húsið 2012 en var ekki tilbúin
í að gera það upp. Svo við drógum
Svarta-Péturinn og tókum við því.
Enginn annar var svo vitlaus,“ segir
Haukur og hlær.
Við erum stödd í Albertshúsi
við Sundstræti á Ísafirði, hjá Hauki
og konu hans, Vaidu Braziunaité
mannfræðingi. Vaida er litháísk,
þau Haukur kynntust í Noregi er
þau voru þar í námi og fluttu, full-
numa, til Ísafjarðar fyrir fimm árum.
Nú eru þau tveimur sonum ríkari,
þeim Kára Vakaris, þriggja ára og
Bjarti Rytas, eins árs. Þau eiga íbúð í
þar næsta húsi við langalangömmu-
húsið en leigja hana út til að fá pen-
ing fyrir viðgerðum á gamla húsinu.
Vaida er með lítið safn í miðbænum
sem nefnist Hversdagssafnið. Það er
opið yfir sumartímann. Nú í vetur
er þessi litla fjölskylda á Þingeyri,
þar sem Haukur og Vaida sjá um
starfsemi Blábankans, þjónustu-og
nýsköpunarmiðstöðvar.
Þrjátíu draslskúffur
En í húsinu þeirra við Sundstræti
er margt mjög gamalt vegna þess
Foreldrar
langalangömmu
bjuggu hér fyrst
Haukur Sigurðsson og Vaida Braziunaité eru meðal þeirra Ísfirðinga
sem vilja halda í gömlu húsin og gera þau upp í stað þess að ryðja
þeim burtu og byggja ný. Í húsi þeirra við Sundstræti hefur margt
fundist sem ber sögu fyrri íbúa vitni, meðal annars dagbók frá 1860.
Eldhúsið er eins og það var þegar Herdís, langalangamma Hauks bjó þar.
„Flestir hefðu tæmt allar þessar
hirslur í svarta ruslapoka og keyrt
þá út á hauga en ég var ekki alveg
til í það, heldur ákvað að kíkja
aðeins á góssið og er búinn að fara
í gegnum hvert einasta smáatriði.
Vissulega fór eitthvað á haugana
en við hirtum alltof mikið sem ég
veit ekkert hvað við gerum við.
Það eru auðvitað endalaus bréf og
dagbækur, til dæmis dagbækurnar
hans langalangalangafa. Hann hélt
alltaf dagbækur. Amma vissi af þeim
öllum nema einni sem vantaði inn í
en við fundum hana inni í smiðju, í
kistu sem enginn vissi af. Sú dagbók
var frá 1860-80, sem sagt eldri en
þetta hús. Það var ótrúlega gaman
að finna hana, hún er þykk og þétt-
skrifuð en okkur gengur ekki vel
að lesa gömlu skriftina svo ég fór
með bókina til gamallar frænku í
Bolungarvík, hún skilur hvert orð,“
lýsir hann og segir mikinn tíma hafa
farið í allt þetta grúsk.
Sex lög af gólfdúk
Þau Haukur og Vaida gera upp húsið
undir handarjaðri Minjaverndar
og fá styrki til endurbótanna. „Við
sækjum um styrk fyrir einn verklið
í senn, höfum sótt um tvisvar og
fengið jafnoft. Það munar um það.
Fyrsta styrkinn fengum við til
að endurnýja gluggana og það er
smiður á Þingeyri búinn að smíða
þá fyrir okkur, þeir verða nákvæm-
lega eins og þeir sem eru í húsinu
núna. Sami náungi ætlar að taka
allt ytra byrði hússins í gegn næsta
sumar. Þeir kunna alveg til verka hér
fyrir vestan, enda bera mörg gömul
hús því vitni. Svo fengum við líka
smástyrk fyrir útihurðinni. Hún er
ansi gisin en við ætlum að reyna að
bjarga henni og á Akureyri er maður
sem mun fara höndum um hana,“
segir Haukur „Við þurfum að halda í
útlitið að utan en megum gera ýmis-
legt inni og ætlum að rífa nokkra
veggi, til dæmis sameina eldhús og
borðstofu. Þær framkvæmdir sem
við höfum farið í hingað til felast í
því að við erum búin að skipta um
allar lagnir og fleira sem ekki sést.“
Herdís, langalangamma Hauks,
að frá því það var byggt, um 1890,
hefur enginn flutt allt úr því, heldur
hefur húsið verið innan fjölskyld-
unnar, að sögn Hauks. „Foreldrar
langalangömmu bjuggu hér með
börnin sín og upp safnaðist dót og
dagaði uppi. Það kannast allir við
draslskúffur, yfirleitt er ein svoleiðis
á flestum heimilum en hér voru 30
draslskúffur sem innihéldu allar dót
frá síðustu hundrað árum. Svo eru
hér alls konar litlar hirslur hingað
og þangað, meðal annars inni í
veggjum, sumar hafa ekki verið
opnaðar í 50-70 ár, eða ég veit ekki
hvað. Það er sko margt skrítið sem
við höfum fundið,“ segir Haukur og
heldur áfram:
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
geymslan hýsir margt frá síðustu
öldum, hér eru nokkrir munanna.
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
8
0
-1
5
E
4
2
1
8
0
-1
4
A
8
2
1
8
0
-1
3
6
C
2
1
8
0
-1
2
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K