Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 40
Ég var einu sinni með nautarif sem leit út eins og risa- eðlusteik á matar- borðinu, það var skemmti- legt. Þröstur Sigurðs- son, Töddi brasar. Mjólk er einstaklega góður kalkgjafi og að öllum líkindum ein næringarrík- asta matvara sem völ er á, en hún er góð uppspretta kolvetna, próteina, vítamína og steinefna,“ segir Björn S. Gunnarsson, næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri MS. „Undan- farin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. D-vítamín er mikilvægt bein- heilsu því það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði, styður við bein- vöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðn- um,“ segir Björn. „Þegar sólar nýtur ekki við, eins og yfir vetrartímann á Íslandi, er mikilvægt að fá D-vítamín úr fæði, en afar fá matvæli innihalda vítamínið frá náttúrunnar hendi, en það eru helst lýsi og feitur fiskur. Nokkur ár eru liðin síðan MS setti D-vítamínbætta léttmjólk á markað og tóku neytendur henni einkar vel,“ segir Björn og bætir við að í framhaldinu hafi D-vítamínbætt nýmjólk bæst í hópinn. „Þessi skref voru tekin eftir ráðleggingar frá Embætti landlæknis og rannsóknar- stofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala til að bregð- ast við kalli neytenda um meira val í vítamínbættum vörum og jafnframt til að auka D-vítamíninntöku sem er nokkuð lág í mörgum hópum.“ Skortur á D-vítamíni er sérstak- lega algengur yfir vetrarmánuðina, en veðurfarið á Íslandi er svo breytilegt að sumartíminn er oft ekkert mikið betri,“ segir Björn. „Þetta er alvarlegt vandamál, bæði meðal barna og fullorðinna, þar sem skortur á vítamíninu getur valdið beinkröm eða vansköpun beina vegna kalkskorts í börnum og hjá fullorðnum getur hann valdið bein- þynningu, beinmeyru, vöðvarýrnun og tannskemmdum. Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna sem og fullorðinna og því er D-vítamín- bætt mjólk góður kostur. Það er mikilvægt að vörur sem eru algengar á borðum landsmanna innihaldi þetta lífsnauðsynlega vítamín og því getur glas af D-vítamínbættri mjólk með morgunmatnum hjálpað okkur að takast á við daginn með bros á vör,“ segir Björn að lokum. Sólarvítamín í hverjum sopa Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli stóran hluta árs er mikilvægt að fá D-vítamín úr fæði. Þegar sólar nýtur ekki við er mikilvægt að fá lífsnauðsynlegt D-vítamín úr fæði og þá getur D-vítamínbætt mjólk verið mjög góður kostur. MYND/MS Berglind Guðmundsdóttir Gulur rauður grænn & salt (grgs.is) Hvenær sóttir þú fyrsta jólahlaðborðið? Ætli það hafi ekki verið á Argentínu steikhúsi fyrir 20 árum. Mig minnir að mér hafi fundist forréttirnir mest spennandi og það á í raun enn við í dag. Ég fæ mesta ánægju út úr því að borða smárétti eða mat sem maður deilir með borðinu. Svona lifandi borðhald. Sækir þú jólahlaðborð reglulega? Ég er ekki vanaföst en mér finnst nostalgía fólgin í því að fara á Jómfrúna á aðventunni. En líklega mun ég prófa eitthvað annað líka þetta árið enda er úr svo mörgum flottum veitingastöðum að velja. Hvaða jólamatur er bestur? Mér finnst voðalega gott að fá andabringur eða hrein- dýr í jólamatinn. Humarvefjurnar eru virkilega góður forréttur og eftir matinn alltaf pláss fyrir eftirrétt og þá kemur ris à l’amande – à la mamma með heitri jarðar- berjasósu sterkur inn og jafnvel heimagerður ís. Leyfir þú þér eitthvað sérstakt yfir jólin? Síðustu ár hef ég boðið vinkonunum heim og við höfum bakað sörur saman og fengið okkur jólaglögg. Það er mikil stemning fólgin í því. Einnig er voðalega gaman að baka með krökkunum. Hvað er fram undan á aðventunni? Ég held matreiðslunámskeið í heimahúsum og vinnustöðum sem hafa slegið í gegn og er nóg að gera til áramóta. Annars er planið að fara á einhverja tónleika á aðventunni. Eina vandamálið er að það er svo margt spennandi í boði að loksins þegar ég hef ákveðið mig er orðið uppselt. Rétti tíminn til að njóta Nú er tími jólahlaðborða og jólamatseðla á veitingahúsum landsins. Þrír þekktir matarbloggarar segja frá fyrsta jólahlaðborði sínu og hvað er helst fram undan á aðventunni. Þröstur Sigurðsson Töddi brasar (toddibrasar.com) Hvenær sóttir þú fyrsta jólahlað- borðið? Ég fór á geggjað jólahlaðborð á Hótel Búðum fyrir um tíu árum. Þar var alls konar villibráð í boði sem maður smakkar ekki á hverjum degi. Sækir þú jólahlaðborð reglulega? Ég er lítið hrifinn af hefðbundnum jólahlað- borðum með síld, hamborgarhrygg og því öllu en er sökker fyrir hallærislegri og rosa amerískri jóla- stemningu. Því ætla ég að prófa Haust restaurant í ár. Svo er líka bara næs að fara í góðan jólakokteil. Hvaða jólamatur er bestur? Ég er alltaf minna og minna hrifinn af öllu þessu reykta og brimsalta. Að vera hangikjötsþrútinn er ekkert ofarlega á vinsældalistanum. Kalkúnn og Well- ington með sætri anískartöflumús finnst mér geggjað. Ég var einu sinni með nautarif sem leit út eins og risaeðlusteik á matarborðinu, það var skemmtilegt. Leyfir þú þér eitthvað sérstakt yfir jólin? Ég „baka“ hvíthyskissörurnar mínar, það má bara á jólunum. Svo er afar mikilvægt að eiga Cocoa Puffs á jóladag. Hvað er fram undan á aðventunni? Ég elska aðventuna og hef rosa rómantíska og kannski barnalega sýn á þetta allt saman. Ég vil láta aðventuna umvefja mig, fara á tónleika, drekka kakó í kvöldgöngutúr, hitta vini og fjölskyldu, kíkja í púrt- víns- og ostasmakk og vera almennilegur. Mér finnst að allir ættu að vera almennilegir á aðventunni. Helena Gunnarsdóttir Eldhúsperlur Helenu (eldhusperlur.com). Hvenær sóttir þú fyrsta jólahlað- borðið? Ég hugsa að það hafi verið með kærastanum, nú eiginmanni, á Lækjarbrekku þegar við vorum um tvítugt. Ég man ekki eftir tilteknum réttum en í minningunni var þetta mjög gott og frekar hefðbundið. En ég man að mér fannst gríðarlega fullorðinslegt skref að við færum saman á jólahlaðborð. Sækir þú jólahlaðborð reglulega? Síðustu árin hef ég hallast meira að jólamatseðlum veitingastaða frekar en hefðbundnum hlaðborðum og finnst voða notalegt að smakka nokkra jólalega rétti sem eru bornir á borð. Hvaða jólamatur er bestur? Vel útfærð Wellington-steik, nýr lambahryggur og kalkúnn kemur allt sterkt inn sem uppáhaldsjóla- maturinn minn. Reykta kjötið fer aftar á listann. Leyfir þú þér eitthvað sérstakt yfir jólin? Piparkökur með mjúkum gorgonzola, valhnetum og hunangi eru til dæmis unaðslegt aðventu- og jóla- nasl með góðu rauðvínsglasi. Hvað er fram undan á aðventunni? Ég ætla að skella mér í stutta borgarferð og soga inn smá jólastemningu í Berlín. Þegar nær dregur jólum ætla ég að syngja á jólatónleikum með kórnum mínum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N Óv E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 8 0 -3 8 7 4 2 1 8 0 -3 7 3 8 2 1 8 0 -3 5 F C 2 1 8 0 -3 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.