Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 58
ÓSKAST TIL LEIGU Óskast til leigu 20874 – Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu um 500 m² húsnæði fyrir Vínbúð á Selfossi. Húsnæðið mun skiptast að u.þ.b. 2/3 hlutum í verslu- narsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: 1. Vera á skilgreindu verslunarsvæði. 2. Liggja vel við almenningssamgöngum 3. Umferð að og frá húsnæðinu skal vera greið. 4. Húsnæðið skal vera á jarðhæð. 5. Húsnæði bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. 6. Góð aðkoma sé að húsnæðinu fyrir viðskiptavini og næg bílastæði (a.m.k.20 bílastæði sem eru ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt Vínbúðinni). 7. Lögð er áhersla á gott aðgengi af bílaplani fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. 8. Aðkoma að húsnæðinu fyrir flutningabíla og/eða lyftara með vörur skal vera góð. 9. Verslunarrýmið sé sem næst rétthyrnt (hlutföll rýmisins nálægt 3 á móti 2) og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. 10. Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og vera samþykkt af þeim. Leigutími húsnæðisins er 8-10 ár. Húsnæðið skal afhenda samkvæmt samkomulagi og ræðst afhendingartími nánar af ástandi þess við afhendingu. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir kl. 11:00, föstudaginn 7. desember 2018 Merkt: 20874 - Leiga á húsnæði fyrir Vínbúð ÁTVR á Selfossi Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi: 1. Staðsetning. 2. Teikningar af húsnæði. 3. Mögulegur afhendingartími. 4. Ástand húsnæðis við afhendingu. 5. Leiguverð án vsk. og skal það innifela allan sa- meiginlegan kostnað. 6. Fyrirsjáanlegar breytingar sem gætu haft áhrif á kröfuliði 1- 10 að ofan á leigutímanum. 7. Kvaðir sem kunna að hafa áhrif á starfsemi Vín- búðar á svæðinu Ath. að ekki er haldinn opnunarfundur heldur eingöngu tekið við tilboðum. ÚTBOÐ SORPA bs. óskar eftir tilboðum í verkið: Viðtaka spilliefna og varasamra efna af endurvinnslustöðvum 2019-2023. Verkið felst í viðtöku, meðhöndlun og afsetningu á spilliefnum. Útboðsgögn fást á skrifstofu SORPU bs. Gylfaflöt 5, Reyk- javík frá og með 26. nóvember 2018 með skráningu samskip- taaðila bjóðanda í útboði. Einnig er hægt að fá útboðsgögn send með tölvupósti. Beiðni um útboðsgögn skal senda á sorpa.spilliefnautbod2018@efla.is með upplýsingum um nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang. Opnun tilboða: 12. desember 2018 kl. 11:00 hjá SORPU bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík. Innkaupadeild ÚTBOÐ Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Umsjónarkerfi fyrir húsnæðisþjónustu Reykjavíkurborgar - forval/samkeppnisviðræður nr. 14323 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu 2018 Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu 2018. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru til þess fallin að auka skipulag, samfellu og samræmingu í þjónustu við sjúklinga. Í styrkumsókn skulu eftirfarandi atriði meðal annars koma fram: Markmið verkefnis, framkvæmda­ áætlun og hvernig nýta megi niðurstöður til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana eða starfseininga. Vakin er athygli á að einungis er unnt að sækja um rafrænt og er umsóknarformið ásamt nánari upp­ lýsingum aðgengilegt á vef velferðarráðuneytisins, www.velferdarraduneyti.is. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 21. desember 2018. Velferðarráðuneytinu, 24. nóvember 2018. TIL SÖLU Einkahlutafélag sem á og rekur tvær ísbúðir, með eigin framleiðslu, í Reykjavík og Hafnarfirði. Upplýsingar veitir Óskar Traustason í síma 659 2555 Brú yfir Fossvog. Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 1. október 2018, bæjarstjórnar Kópavogs 9. október 2018, skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur 14. nóvember 2018 og borgarráðs Reykjavíkur 22. nóvember 2018 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lagningu brúar yfir Fossvog. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir brúarendum beggja megin. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 1. október 2018. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan er aðgengileg í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 24. nóvember 2018 til og með 8. janúar 2019 og á vefnum, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is skipulag í kynningu og í þjónustuveri bæjarins að Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 15:00. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna er skilað skriflega eða á netfangið skipulag@reykjavik.is til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en 8. janúar 2019 . Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 24. nóvember 2018 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Skipulagsstjóri Kópavogs Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Borgarverkfræðingur Borgarverkfræðingur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Auglýsing um tillögu að nýju deiliskipulagi í Reykjavík og Kópavogi Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík og Kópavogi. Kópavogsbær Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Austurströnd 14 • 170 Seltjarnarnesi Opið hús laugard. 24. nóv. milli kl. 13:00 - 13:30. Glæsileg nær algerlega endurnýjuð 4ra herb. 108,7 fm útsýnisíbúð í fjölbýlishúsi við Austurströnd á Seltjarnarnesi (íbúðin er á 3. hæð frá aðalinngangi - gengið upp tvær hæðir). Stæði í bílageymslu fylgir auk þess. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni m.a. sjávar- og fjallasýn. Seljandi leitar að stærri eign á Seltjarnarnesi svo skipti kæmu vel til greina. V. 59,5 m. OPIÐ HÚS 16 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 4 . N óV e m b e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 8 0 -1 F C 4 2 1 8 0 -1 E 8 8 2 1 8 0 -1 D 4 C 2 1 8 0 -1 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.