Fréttablaðið - 24.11.2018, Side 78

Fréttablaðið - 24.11.2018, Side 78
Jólabækurnar 2018 Það er sorglegt að það er ekki hægt að prenta innbundnar bækur hér heima lengur,“ segir Ragnar Helgi Ólafsson, myndlistarmaður og skáld. Fyrir framan hann er ný bók hans, Bókasafn föður míns, sálu­ messa. Í gegnum útskorinn hring á blárri kápu sést svarthvít ljósmynd af föður hans í fangi föður síns. Bók­ ina skrifaði hann í minningu þeirra tveggja. „Ég sakna okkar manna í bók­ bandinu í Odda á þessum árstíma. Nú er búið að selja stóru arkasauma­ vélina úr landi. Það er mikil eftirsjá að þessu fyrir bransann. Ég sakna þess að geta ekki heim­ sótt prentsmiðjuna, fundið lyktina af farvanum og fylgst með framleiðsl­ unni. Af þessum prenturum lærði ég flest það sem ég veit um bókagerð og bókahönnun. Þeir kenndu mér reglurnar og ekki síst hverjar þeirra var í lagi að brjóta. Saga prentsins á Íslandi teygir sig aftur til sextándu aldar, til Hólaprentverks Jóns Ara­ sonar. Við erum komin að einhverj­ um krossgötum,“ segir Ragnar Helgi. Hann ákvað að skrifa um bókar­ formið og stöðu bókarinnar þegar hann þurfti að fara í gegnum 4.000 titla bókasafn föður síns að honum látnum. Fljótlega kviknuðu minn­ ingar og hugleiðingar sem tóku af honum völdin og skyndilega stefndi verkið í allt aðra og persónulegri átt. „Bókin fjallar um það þegar ég stóð frammi fyrir því að mamma var að flytja úr einbýlishúsi í íbúð og gat ekki tekið með sér bókasafn föður míns sem lést fyrir tíu árum. Við þurftum að finna þessu bókasafni einhvern stað í 21. öldinni. Í fyrstu ætlaði ég að skrifa mjög fullorðins­ lega ritgerð um stöðu bókarinnar. En svo eins og oft gerist þegar maður er að vinna listaverk þá tekur það af manni völdin. Bókin vildi verða öðruvísi og fjalla mikið um föður minn. Hann var bókaútgefandi og bókasafnari. Mitt samband við bók­ ina er því mjög eðlilega tengt honum og sambandi mínu við hann. Bókin skrifaði sig á endanum eiginlega sjálf. En fyrst þurfti ég að beygja mig fyrir hennar vilja, sætta mig við hvernig hún vildi verða,“ segir Ragnar Helgi. Ragnar Helgi segist hafa velt fyrir sér sambandi feðra og sona við bókarskrifin. „Ég sá það skýrt hvað maður er í rauninni lítið frumleg persóna. Hvað maður er mikil eftirmynd. Hverju maður tekur við, hvað maður fær í arf án þess að taka eftir því. Hvernig ég hef orðið meira eins og faðir minn með hverjum deginum sem líður. Það er furðuleg uppgötvun.“ Þetta er nýstárleg framsetning. Sálumessa, samtíningur stendur á titilsíðunni? „Þessi bók er sálumessa. Í fyrsta lagi yfir bókinni sem hlut. Sem hug­ taki og sem einni burðarstoðinni í menningu okkar. Pabbi og afi hefðu aldrei efast um verðmæti bóka. Þeir hefðu frekar hent peningum á eld en að henda bók. Það var óhugsandi. En við erum að sjá það núna að bókin er að fara út á jaðarinn í menningu okkar. Þær eru minna lesnar. Pen­ ingalegt verðmæti þeirra hríðfellur. Í gamla daga gátu menn selt vönduð bókasöfn eins og faðir minn átti fyrir stórfé. Í dag ertu heppinn ef þú finnur einhvern sem vill taka við kössunum. Svo er það náttúrlega líka í þokkabót að í okkar menningu er það ekki bara þessi hlutur, bókin, sem er að hverfa heldur líka ákveðin tegund af lestri. Þessi langi, óbrotni lestur. Hann er víkjandi, við höfum minna þol til lestrar,“ segir Ragnar Helgi. „Í rauninni getum við hugsað þetta þannig að heilar okkar eru að breytast. Það er eitt af því sem ég tala svolítið um í bókinni. Hvernig tækni­ breytingar breyta menningunni og breyta okkur hreinlega sem per­ sónum og lífverum. Það kom mér á óvart þegar ég var að skrifa þessa bók að hún er með einhverjum hætti sálumessa yfir ákveðinni tegund af vitund, ákveð­ Beygði sig fyrir vilja bókarinnar Ragnar Helgi Ólafsson, skáld og myndlistarmaður, þurfti að fara í gegnum bókakost föður síns að honum látnum. Ný bók hans, Bóka- safn föður míns, er sálumessa yfir öllu sem hverfur og við söknum.  þess „að skilja“ sem aldrei olli mér sársauka. Ef satt skal segja var það léttir. Bækur taka mikið pláss. Og staðir þar sem ekkert er eru satt best að segja mínir uppáhaldsstaðir núorðið. Af einhverjum orsökum verða þeir vandfundnari eftir því sem maður eldist. * Úr efnisyfirliti Sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar: „Rysjótt tíð........ s. 32 Hjúskapur....... s. 37 Skilnaður ........ s. 39 Einlífi ............ s. 44“ * Minnisnóta um þjóðlegan fróðleik #3: Annað skýrt einkenni á þjóð­ legum fróðleik sem skilur hann frá annarri ritlist og nútímalegri, er að í þjóðlegum fróðleik rekst maður örsjaldan á íróníu. Stíllinn er blátt áfram, hreinn og beinn. Oftast laus við alla skreytilist eða (óþarfa) fílósó­ feringar. Þjóðlegur fróðleikur mætti því kannski flokkast sem einlægur, í merkingunni að þar spilar sá sem skrifar sjaldnast upp á tvöfeldni eða kaldhæðni, aðra en kaldhæðni örlaganna þá. „Halldór hafði í Skagafirði eignast tvö stúlkubörn, voru mæður þeirra hálfsystur. Hvoruga stúlkuna fékk Halldór að ekta vegna ofríkis for­ eldra sinna. […] Fyrir norðan Jök­ ulsárbrúna áðu þeir smástund og supu eflaust á flöskum sínum. Allt í einu hljóp Halldór austur yfir brúna og dálítið með gilinu, snéri sér þar að Sigfúsi og kallaði: „Þú mátt eiga Sokka.“ Steypti hann sér síðan niður í gilið og drukknaði þar.“ * Úr samtali við kunningja: – Þú hlýtur þá að elska bækur afar heitt … – Samband okkar bókarinnar hefur aldrei verið svo barnslega naíft eða einfalt. * „Það merkilegasta við þennan atburð þótti vera það, að Janus heit­ inn skyldi birtast ömmu minni strax eftir dauða sinn og hafa meðferðis muni þá, er voru frá henni í fyrstu. Mátti skilja það svo sem hann hefði viljað, að þeir gengju til hennar aftur, þar eð hann sjálfur hafði þeirra ekki lengur not.“ * Mig grunar að lengi vel hafi Íslendingar séð það sem kalla mætti endanleg verðmæti í bókum. Mig grunar meira að segja að fram eftir 20. öldinni hafi margir ekki gert strangan greinarmun á vélbúnaði og hugbúnaði bókarinnar, ef svo má segja, á formi og innihaldi. Efni bókarinnar. Orðin inni í henni urðu ekki aðskilin frá bókinni sem hlut, efni í þrívíðu rúmi. Rúmmál bókar­ innar og merkingin sem hún vistaði urðu ekki greind að eða metin hvort í sínu lagi. Bók var bara bók. Og þó líklega ekki „bara“. Kannski er greinarmunurinn á vélbúnaði og hugbúnaði, sem nú um stundir er ígildi þess sem fyrri­ tíðar fólk sá sem anda annarsvegar og efni hinsvegar – kannski er þessi greinarmunur, þetta hugsunarverk­ færi tölvualdarinnar – ein orsök þess að dagar bókarinnar sem hlutar eru taldir. Hugbún­ aður – textinn sjálfur – mun líklega ekki gufa upp í einni svipan. Vél­ búnaðurinn, bókin sjálf, er hins vegar úr takti við samtíma sinn. Hún mun hverfa fyrst. En það tekur tíma fyrir gamalt dót að verða að fullu á bak og burt. Bækurnar verða fyrst fluttar úr stofunni en birtast þá í vinnuherberg­ inu. Þaðan fara þær ofan í kassa og svo endar kassinn í myrkri kjallarageymslunni. Kjallarageymslur og bíl­ skúrar eru limbó hlutanna. Í þessu millibili sem limbóið er, og Dante kallar fyrsta hring heljar, þar bíða bækurnar örlaga sinna. Eins og Virgill og Hóras vita þá getur biðin í limbó orðið nokkuð löng. inni tilfinningu, sem á sér skjól í bók­ unum og verður til með bóklestri. Þetta er vitundin sem faðir minn unni og mótaði hann. Þetta er líka sálumessa yfir föður mínum. Hægt og rólega varð mér ljóst að ég gat ekki sneitt hjá því að fjalla um hann og hans fráfall. Þess vegna er yfir bók­ inni söknuður. Þannig varð bókin á endanum sálumessa yfir öllu sem hverfur okkur og við söknum.“ – kbg Brot úr II. kafla : Sjálfsævisaga Björns Eysteinssonar Ég hef frá upphafi verið ákveðinn í því að taka ekki bækur úr safn­ inu hans pabba heim til mín. Sú ákvörðun stendur óhögguð. Ég á svo margar bækur. Of margar, finnst mér. Þær hafa safnast upp. Ég fékk alltaf bók. Á afmælum: bók. Um jól: bók. Í útskriftargjöf: bók. Þetta safnast saman. Og svo hef ég keypt ógrynni af bókum við ólík tækifæri. Fyrir nokkrum árum voru þetta orðnir fimm stórir bókaskápar. Mig langar eiginlega ekki að eiga bækur því bækur eru dót, og ég vil helst ekki eiga mikið dót, helst sem allra minnst. Um haust, tveimur árum eftir að faðir minn dó, skildum við konan mín. Ég fluttist út með eina ferða­ tösku. Ég vissi ekki þá hvernig skiln­ aðir virka. Eitt af því sem ég vissi ekki var þetta: Skilnaður er ekki atburður, heldur tímabil. Einhver flytur vissulega út klukkan eitthvað, einhvern ákveðinn dag, en hvert skal halda að því loknu er langt frá því að vera ljóst. Lengi vel er enginn vegur fram undan. Slóðin til baka er hins vegar skýrt vörðuð. Bækurnar mínar biðu því í Billy­hillusam­ stæðunum í húsinu sem ég fluttist út úr. Kannski yrði það einungis tímabundið. Svo vinnur tíminn sitt starf. Og allt í einu var kominn vegur framundan en allar stikurnar sem vörðuðu leiðina til baka brotnar og fúnar, horfnar. Það getur tekið tíma að sættast við þá staðreynd a ð e i n u n g i s börn geta krafist ástar. Það stóð lengi í mér að nota þetta orð: „að skilja“. Mér fannst erfitt að kalla hlut­ inn sínu rétta nafni. Orðið lá í loftinu, ótvírætt, en viljandi ósagt látið. Ég man skýrt hvenær það hljóm­ aði fyrst, ég m a n hv a r við vorum, hvernig birt­ an var. Þá fannst mér ég heyra eitt­ hvað ganga í sundur sem varla yrði aftur bætt. Að skilja við bókasafnið mitt var, hins vegar, einn af þeim fáu þáttum 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 8 0 -2 4 B 4 2 1 8 0 -2 3 7 8 2 1 8 0 -2 2 3 C 2 1 8 0 -2 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.