Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 88
Sigrún Ásta er 10 ára. Hún er þegar
farin að undirbúa jólin.
Ég er byrjuð að gera jólagjafir í skól
anum handa fjölskyldunni minni
og svo er ég byrjuð að æfa jólalögin
með kórnum mínum í skólanum.
Hvað er skemmtilegast við jóla-
undirbúninginn? Baka piparkökur.
Ég baka þær með afa mínum og
ömmu og systur minni og stundum
líka með vinum mínum. Ég skreyti
piparkökuhús með vinkonu minni
á hverju ári og annað með litlu
frænku minni. Ég borða ekki þessi
hús, það gleymist yfirleitt að borða
þau.
Færðu jóladagatal? Já, súkkulaði
jóladagatal. Mamma kaupir líka
alltaf dagatalskerti sem við kveikj
um á á morgnana áður en við förum
í skólann en um helgar fær það að
loga aðeins lengur. Stundum erum
við eftir á og þá þarf kertið stundum
að loga lengi til að ná aftur á réttan
dag.
Kanntu að gera aðventukrans?
Við gerum alltaf eins aðventukrans
með kertum og mandarínum sem
við setjum negulnagla í. Þá kemur
mjög góð lykt. Svo förum við á jóla
markað í Heiðmörk og kaupum
tré sem stendur í drumbi sem er
sniðugt því þá þurfum við aldrei að
vökva það. Mér finnst mjög gaman
að skreyta jólatréð.
Ertu að læra á hljóðfæri? Já, ég er
búin að læra á selló í eitt og hálft ár.
Ég er að fara að spila á tónleikum
með strengjasveitinni minni í dag
og svo á jólatónleikum 12. desem
ber.
Ferðu á jólaball? Já, ég fer á jóla
ball í skólanum 20. desember og svo
örugglega eitt með fjölskyldu ömmu
minnar, það er alltaf þriðja í jólum.
Hvað langar þig í í jólagjöf? Mig
langar í myndavél svo ég geti tekið
myndir af kisunum mínum tveimur,
Birki og Ronju.
Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt?
Ég veit ekki. Kórinn minn er búinn
að æfa jólalög í margar vikur svo ég
þekki mörg. Ef ég þarf að velja eitt
þá vel ég Allt upp á einn disk með
Þremur á palli.
Byrjuð að búa til
jólagjafir
Sigrún Ásta Magnúsdóttir er farin að hlakka
til jólanna enda bara mánuður þangað til
þau ganga í garð. Hún ætlar spila á tón-
leikum með strengjasveitinni sinni í dag.
Sigrún Ásta með Birki í kjöltunni. Hin kisan á heimilinu er svört og heitir
Ronja. Hana langar í myndavél í jólagjöf. FRéttaBlaðið/SigtRygguR aRi
Mig langar í Mynda-
vél Svo ég geti
tekið Myndir af kiSunuM
MínuM tveiMur, Birki og
ronju.
Skáldsagan
Skóladagur í Einelti
Stelpan sneri sér að Mandý.
„Takk,“ sagði Mandý. „Það var ekk
ert,“ sagði hún. „Hvað heitirðu?“
spurði Mandý .
„Lillý,“ svaraði Lillý. „Flott nafn,“
sagði Mandý. „Takk, en þitt?“
spurði Lillý. „Mandý,“ svaraði
Mandý. „Heyrðu, viltu vera vin
kona mín?“ spurði Mandý. „Já,
já, sjör,“ svaraði Lillý. „Hvað viltu
gera?“ spurði Mandý. „Róla?“ sagði
Lillý. „Jebbs,“ svaraði Mandý. Þær
fóru að róla. Þeim leiddist. Þær
fóru að hoppa á trampólíninu.
Þeim leiddist. Þær fóru að klifra.
Þeim leiddist. Þær renndu sér
niður rennibraut. Þeim leiddist.
Þær fóru í The floor is lava. Þeim
leiddist. Frímínútunum var lokið.
„Komdu,“ sagði Lillý. Þær löbbuðu
saman inn í tíma. „Jæja, krakkar,
nú ætla ég að gefa ykkur öllum
smá heimavinnu,“ sagði Kristín
og rétti nemendum heimavinnu.
Mandý setti heimavinnuna í tösk
una sína. Þar fann hún miða.
elzkan ef þú eRt að lesa ÞEtta
þá vildi ég baRa láta þig viTa
AÐ ég verð ekki heima þEgar þú
KEMur. ég elska ÞIg þíN ELzKu
lEgA MaMMa
Mamma hennar náði aldrei að
læra skrifa venjulega. En Mandý
setti miðann aftur í töskuna með
heimavinnunni. „Takið nú stærð
fræðibækurnar upp og flettið á
blaðsíðu 34,“ sagði Kristín. Allir
flettu og byrjuðu að reikna. Eftir
stærðfræði var matur. „Hvað er
í matinn?“ spurði Mandý Lillý.
„Mér sýnist þetta vera plokk
fiskur,“ svaraði Lillý. Þær byrjuðu
að borða. Stefán settist við næsta
borð á móti þeim. Svo öskraði
hann: „MATARSTRÍÐ!“ „Æ, nei,“
sagði Lillý. „Hvað er matars…“ Hún
komst ekki lengra því að Lillý æpti
„BEYGÐU ÞIG!“
Framhald í næsta blaði.
Höfundur Júlía
Hilmarsdóttir 9 ára
„Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum
að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann
dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“
„Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð. „Hvað gerir til að vera
aðeins of sein?“ bætti hún við. En Lísaloppa og Konráð
voru ekki sammála. Þau vildu mæta á réttum tíma.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
328
Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið?
??
?
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r48 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
krakkar
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
8
0
-0
C
0
4
2
1
8
0
-0
A
C
8
2
1
8
0
-0
9
8
C
2
1
8
0
-0
8
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K