Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 88

Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 88
Sigrún Ásta er 10 ára. Hún er þegar farin að undirbúa jólin. Ég er byrjuð að gera jólagjafir í skól­ anum handa fjölskyldunni minni og svo er ég byrjuð að æfa jólalögin með kórnum mínum í skólanum. Hvað er skemmtilegast við jóla- undirbúninginn? Baka piparkökur. Ég baka þær með afa mínum og ömmu og systur minni og stundum líka með vinum mínum. Ég skreyti piparkökuhús með vinkonu minni á hverju ári og annað með litlu frænku minni. Ég borða ekki þessi hús, það gleymist yfirleitt að borða þau. Færðu jóladagatal? Já, súkkulaði­ jóladagatal. Mamma kaupir líka alltaf dagatalskerti sem við kveikj­ um á á morgnana áður en við förum í skólann en um helgar fær það að loga aðeins lengur. Stundum erum við eftir á og þá þarf kertið stundum að loga lengi til að ná aftur á réttan dag. Kanntu að gera aðventukrans? Við gerum alltaf eins aðventukrans með kertum og mandarínum sem við setjum negulnagla í. Þá kemur mjög góð lykt. Svo förum við á jóla­ markað í Heiðmörk og kaupum tré sem stendur í drumbi sem er sniðugt því þá þurfum við aldrei að vökva það. Mér finnst mjög gaman að skreyta jólatréð. Ertu að læra á hljóðfæri? Já, ég er búin að læra á selló í eitt og hálft ár. Ég er að fara að spila á tónleikum með strengjasveitinni minni í dag og svo á jólatónleikum 12. desem­ ber. Ferðu á jólaball? Já, ég fer á jóla­ ball í skólanum 20. desember og svo örugglega eitt með fjölskyldu ömmu minnar, það er alltaf þriðja í jólum. Hvað langar þig í í jólagjöf? Mig langar í myndavél svo ég geti tekið myndir af kisunum mínum tveimur, Birki og Ronju. Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt? Ég veit ekki. Kórinn minn er búinn að æfa jólalög í margar vikur svo ég þekki mörg. Ef ég þarf að velja eitt þá vel ég Allt upp á einn disk með Þremur á palli. Byrjuð að búa til jólagjafir Sigrún Ásta Magnúsdóttir er farin að hlakka til jólanna enda bara mánuður þangað til þau ganga í garð. Hún ætlar spila á tón- leikum með strengjasveitinni sinni í dag. Sigrún Ásta með Birki í kjöltunni. Hin kisan á heimilinu er svört og heitir Ronja. Hana langar í myndavél í jólagjöf. FRéttaBlaðið/SigtRygguR aRi Mig langar í Mynda- vél Svo ég geti tekið Myndir af kiSunuM MínuM tveiMur, Birki og ronju. Skáldsagan Skóladagur í Einelti Stelpan sneri sér að Mandý. „Takk,“ sagði Mandý. „Það var ekk­ ert,“ sagði hún. „Hvað heitirðu?“ spurði Mandý . „Lillý,“ svaraði Lillý. „Flott nafn,“ sagði Mandý. „Takk, en þitt?“ spurði Lillý. „Mandý,“ svaraði Mandý. „Heyrðu, viltu vera vin­ kona mín?“ spurði Mandý. „Já, já, sjör,“ svaraði Lillý. „Hvað viltu gera?“ spurði Mandý. „Róla?“ sagði Lillý. „Jebbs,“ svaraði Mandý. Þær fóru að róla. Þeim leiddist. Þær fóru að hoppa á trampólíninu. Þeim leiddist. Þær fóru að klifra. Þeim leiddist. Þær renndu sér niður rennibraut. Þeim leiddist. Þær fóru í The floor is lava. Þeim leiddist. Frímínútunum var lokið. „Komdu,“ sagði Lillý. Þær löbbuðu saman inn í tíma. „Jæja, krakkar, nú ætla ég að gefa ykkur öllum smá heimavinnu,“ sagði Kristín og rétti nemendum heimavinnu. Mandý setti heimavinnuna í tösk­ una sína. Þar fann hún miða. elzkan ef þú eRt að lesa ÞEtta þá vildi ég baRa láta þig viTa AÐ ég verð ekki heima þEgar þú KEMur. ég elska ÞIg þíN ELzKu­ lEgA MaMMa Mamma hennar náði aldrei að læra skrifa venjulega. En Mandý setti miðann aftur í töskuna með heimavinnunni. „Takið nú stærð­ fræðibækurnar upp og flettið á blaðsíðu 34,“ sagði Kristín. Allir flettu og byrjuðu að reikna. Eftir stærðfræði var matur. „Hvað er í matinn?“ spurði Mandý Lillý. „Mér sýnist þetta vera plokk­ fiskur,“ svaraði Lillý. Þær byrjuðu að borða. Stefán settist við næsta borð á móti þeim. Svo öskraði hann: „MATARSTRÍÐ!“ „Æ, nei,“ sagði Lillý. „Hvað er matars…“ Hún komst ekki lengra því að Lillý æpti „BEYGÐU ÞIG!“ Framhald í næsta blaði. Höfundur Júlía Hilmarsdóttir 9 ára „Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“ „Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð. „Hvað gerir til að vera aðeins of sein?“ bætti hún við. En Lísaloppa og Konráð voru ekki sammála. Þau vildu mæta á réttum tíma. Konráð á ferð og flugi og félagar 328 Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið? ?? ? 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r48 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð krakkar 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 8 0 -0 C 0 4 2 1 8 0 -0 A C 8 2 1 8 0 -0 9 8 C 2 1 8 0 -0 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.