Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 18
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu. Miðbakki, Reykjavíkurhöfn Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardaginn 1. desember en tréð er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Það eru góðir vinir frá Hamborg sem senda jólatréð til Reykjavíkurhafnar. Þessi hefð hefur verið milli aðila allt frá árinu 1965. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd Faxaflóahafna. Herbert Beck sendiherra Þýskalands á Íslandi, ávarpar gesti við tréð ásamt Dr. Sverrir Schopka, fulltrúa Þýsk-Íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í Hafnarhúsinu, ásamt því að jólasveinar munu kíkja í heimsókn. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög. Þessi fallegi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar, er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimstyrjöldina. Þess er sérstaklega minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togaranum. Á hverju ári síðan árið 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjalds- laust til Reykjavikur og í ár eru það Íslandsvinafélögin í Hamborg og Köln sem styrkja þetta framtak. Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir skipulagningu að móttöku trésins. Anleuchten des Weihnachtsbau- mes aus Hamburg am Miðbakki, Reykjavik-Hafen Am Samstag, den 01. Dezember 2018, um 17:00 Uhr wird pünktlich zur Weihnachtszeit der Weihnachtsbaum aus Hamburg in Reykjavík angeleuchtet. Der Baum ist ein Zeichen der Dankbarkeit für die Hilfspakete isländischer Seeleute an bedürftige Menschen in Hamburg nach dem Zweiten Weltkrieg. Der erste Baum kam 1965! Sprecher der Delegation aus Hamburg werden eine kurze Ansprache halten, während sie die Tanne offiziell übergeben. Kristín Soffía Jónsdóttir , Vorsitzender der Faxaflóahäfen wird sich im Auftrag des Hafens für die Tanne bedanken. Daraufhin folgt eine kurze Ansprache von Herbert Beck, deutscher Botschafter in Island, begleitet von Sverrir Schopka, Sprecher der Deutsch-Isländischen Gesellschaft in Deutschland. Im Anschluß werden die Gäste zu heißer Schokolade und Gebäck ins Hafenhaus eingeladen. Mitglieder der Hafnarfjörður-Blaskapelle spielen Weihnachtslieder. Seit 1965 hat Eimskip den Transport der Tanne jedes Jahr gesponsort und dieses Jahr hat ebenfalls Gesellschaft der Freunde Islands, Hamburg, und Deutsch-Isländische Gesellschaft, Köln, dieses Unterfangen unterstützt. Die Faxaflóahäfen haben den Transport und den Empfang der Tanne organisiert. ArgentínA Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarab- íska blaðamanninum Jamal Khas- hoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuð- ábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríversl- unarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúa- deildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrr- nefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utan- ríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði lík- legra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sam- eiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðs- ins. Það lá þó ekki fyrir þegar Frétta- blaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khas- hoggis. thorgnyr@frettabladid.is Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20 Valdamestu leiðtogar heims mættu til fundar í argentínsku höfuðborginni í gær. Skrifað var undir nýjan NAFTA-samning. Rússar gagnrýna aflýsingu á fundi Trumps og Pútíns. Trump ræddi við forseta Kína um tollastríð ríkjanna. Mohammed bin Salman og Vladímír Pútín eru líklegast tveir umdeildustu gestir G20-fundarins. NordicPhotoS/AFP ÚkrAínA Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovs- hafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fang- elsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfir- völd í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karl- mönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austur- hluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi fram- lengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea Sjóliðarnir fluttir til Moskvu Einn úkraínsku sjóliðana í fylgd rúss- nesks FSB-liða. NordicPhotoS/AFP G20-ríkin: Argentína Ástralía Brasilía Kanada Kína Frakkland Þýskaland Indland Indónesía Ítalía Japan Mexíkó Rússland Sádi-Arabía Suður-Afríka Suður-Kórea Tyrkland Bretland Bandaríkin Evrópusambandið Gestir: Síle Jamaíka Holland Rúanda Senegal Singapúr Spánn BAndAríkin Stærðarinnar jarð- skjálfti, sjö stig, reið yfir í banda- ríska ríkinu Alaska í gær. Upptök skjálftans voru rétt norður af borg- inni Anchorage. 5,8 stiga eftirskjálfti reið yfir skömmu síðar. Varað var við flóðbylgjum á Kenai-skaga og við strönd Cook-víkur en þeirri við- vörun var aflétt um níutíu mínútum síðar. Rafmagn fór víða af og bygg- ingar og vegir skemmdust  af völdum skjálftans og umferðarljós biluðu. Þar af leiðandi mynduðust miklar umferðarteppur. Að því er kom fram hjá Anchorage Daily News í gærkvöldi liðaðist vegur að alþjóðaflugvelli borgarinnar nærri í sundur. Skrúfað var fyrir olíuflutninga- leiðslu Alaska í kjölfar skjálftans. Það var þó einungis gert í varúðar- skyni en leiðslan skemmdist ekki vegna skjálftans svo vitað sé. – þea Sjö stiga jarðskjálfti skall á nærri Anchorage í Alaska 1 . d e s e m B e r 2 0 1 8 L A U g A r d A g U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 1 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 B -8 1 C 8 2 1 9 B -8 0 8 C 2 1 9 B -7 F 5 0 2 1 9 B -7 E 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.