Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 01.12.2018, Qupperneq 32
svokallaðan regnbogaþráð í gegnum sýninguna. Regnbogaþráður er hins­ egin vegvísir um grunnsýninguna. Þetta eru þættir sem voru lokaðir fyrir okkur, en með auknum rann­ sóknum, skilningi og umræðu um hinsegin fólk opnuðust augu okkar fyrir auknu heimildargildi minj­ anna sem við höfðum fyrir.“ Margrét segir einnig á stefnu­ skránni að búa til sams konar þráð um líf fatlaðra fyrr á öldum og vill skerpa á því sem snýr að konum í sýningunni. „Slíkan þráð um þátt kvenna í sögunni viljum við einnig þræða um sýninguna.“ Afrakstur 18 ára vinnu Meðal annarra hluta sem safnið hefur gert í tilefni tímamótanna er að gefa út safnrit um friðaðar kirkjur í samstarfi við Biskupsstofu og Minjastofnun Íslands; 31 bindi um kirkjur Íslands sem hefur tekið heil 18 ár að gefa út. Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands ákvað Þjóðminjasafnið að efna til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Kirkjur á Íslandi voru öldum saman ígildi listasafna samtímans. Kirkjur létu vinna fyrir sig listaverk eða keyptu þau frá erlendum fram­ leiðendum og innlendum. Versl­ unarsaga landsins endurspeglast í varðveittum kirkjugripum. Aldur gripanna er breytilegur og þeir end­ urspegla smekk og fagurfræði hvers tíma. Fjölbreytni, listrænt og menn­ ingarsögulegt mikilvægi þeirra hefur orðið ljósara eftir því sem bókum í flokknum hefur fjölgað. Mikið er um vandaða heimagerða gripi sem veita innsýn í alþýðulist fyrri tíma. Á sýn­ ingunni í Bogasal er fjallað um fjöl­ breytni og stíl kirkjugripa og hvernig þeir tengjast straumum og stefnum í alþjóðlegu samhengi listasögunnar. Ekkert fínna en annað „Það hljómar eins og eingöngu sé um að ræða margar blaðsíður um kirkjur, en þetta er svo miklu meira. Þetta er menningararfurinn okkar í hnotskurn. Listaverk og alþýðu­ handverk og nytjahlutir sem voru notaðir í kirkjum, sem voru söfn og samkomustaður fyrri alda. Stað­ irnir þar sem fólk hittist. Minjarnar þaðan endurspegla hugarheiminn á þeim tíma. Þetta eru 216 kirkjur, ítarleg umfjöllun um hverja einustu. Svo eigum við mjög mikið af dýr­ gripum í safninu, en auk þess eru kirkjurnar sumar hverjar að lána gripi sína inn á sýninguna. Við erum að fá lánaða 66 gripi úr 42 kirkjum sem sóknarnefndarfólk og forystu­ fólk þessara kirkna um allt land hefur lagt mikið á sig til að koma til okkar. Við erum þeim afar þakklát fyrir traustið. Og það er alveg magn­ að að sjá þessa gripi og fræðast um listasögu en um leið um líf alþýðu­ fólks. Fólk sem skrimti til að lifa af, en átti samt þessar litlu kirkjur sem voru prýddar þessum listgripum sem sóma sér vel í alþjóðlegri lista­ sögu. Þetta eru oft fínir gripir en líka einfaldlega munir sem alþýðu­ fólk hefur verið að búa til í einhverri grunnþörf til að skapa list í kringum sig. Það er svo fallegt. Þetta eru alþýðuverk og þess vegna segi ég að við verðum að varast þessa stétta­ skiptingu menningararfsins. Það er í raun ekkert „fínna“ en annað. Við þurfum dálítið að koma auga á fjöl­ breytileika mannlífsins, hugarheim, aðstæður alls konar fólks, hvort sem það var hinsegin eða sams konar eins og einhver sagði,“ segir Mar­ grét og hlær. „Hvort sem það bjó við fötlun, konur eða karlar, börn, höfðingjar, bændur eða þurfalingar. Við þurfum að muna eftir öllu þessu fólki.“ Vill litla fornleifafræðinga Á safninu er mikil áhersla lögð á að börn finni eitthvað við sitt hæfi. „Ég fór í heimsókn á safn á síðasta ári í Vesturheimi, á slóðir Vestur­ Íslendinganna. Eitt af því sem vakti athygli mína er barnastarfið. Þau eru auðvitað í aðalhlutverki á safninu og við tökum hlutverk okkar gagn­ vart yngstu gestunum alvarlega. Við viljum gera safnið enn aðgengilegra fyrir börn. Nú erum við að móta fjölskyldurými eða Stofu í safninu, sem verður nokkurs konar kennslu­ stofa, rannsóknastofa fyrir börn, fjölskyldur og kennara þeirra, þar sem við setjum upp í skápa mikið af gripum sem endurspegla söguna í gegnum tíðina, sýna þróun, kannski tíu brýni og tíu rokka frá mismun­ andi skeiðum og kannski mismun­ andi landsvæðum og börnin geta rannsakað og velt fyrir sér hvernig hlutirnir hafa breyst eða þroskast. Aðstaðan mun bjóða börnum að takast á við lítil rannsóknarverk­ efni um þjóðminjarnar. Þau eiga að fá að rýna eins og vísindamenn. Við munum kannski fá í heimsókn litla fornleifafræðinga eða þjóðhátta­ fræðinga,“ segir Margrét, hlæjandi. Sumt skemmist Aftur að safnstjórahlutverkinu. Á þinni ábyrgð eru verk og gripir sem eru svo verðmætir að það er ekki einu sinni hægt að setja á þá verðmiða. Hefurðu einhvern tíma lent í því að eitthvað skemmist á þinni vakt? Er það ekki dálítið mikil ábyrgð að bera? „Þetta er auðvitað mjög stór spurning! Við erum með tugi frið­ aðra húsa á okkar ábyrgð, hundruð þúsunda gripa og milljónir ljós­ mynda og þetta er stöðug barátta við tímans tönn, að varðveita minjar og gripi. Auðvitað skemm­ ist einhvern tímann eitthvað, en við höfum marga færa sérfræðinga hjá safninu. En þessi ábyrgð sem þú vísar til, ég tengi alveg við að hún sé stundum yfirþyrmandi. Við fundum það öll fyrir nokkru þegar Þjóðminjasafnið í Brasilíu brann til kaldra kola. Þarna brunnu milljónir minja og heill kafli í mannkynssög­ unni hvarf. Það er til dæmis á svo­ leiðis stundum sem manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds,“ segir Margrét og brosir. Hvað gerir þjóðminjavörður ann- ars í frítíma sínum? Ferðu á söfn? „Ég hef unnið mjög mikið síðustu 30 ár sem safnstjóri og þjóðminja­ vörður og séð margt, en margar ferðir sem ég fer í eru vinnutengdar vegna alþjóðlegrar samvinnu. Þá er ég að heimsækja söfnin og minja­ staði. En ég verð að viðurkenna að ef ég er að fara í frí þá slaka ég bara á og hvíli mig á söfnunum!“ segir Mar­ grét að lokum. landseyjum, enda fólk að öllum líkindum ekki upptekið af okkar hugmyndum um landamæri á þeim tíma. Það kemur kannski ekki á óvart, en undirstrikar það að hér þróaðist samfélag innflytjenda frá upphafi sem var í meiri tengslum við umheiminn en við höfum stundum talið. Síðar fór stór hluti þjóðarinnar áfram til Vesturheims svo dæmi sé tekið, varð innflytj­ endur þar,“ útskýrir Margrét. Fullveldi snýst ekki um mont Hún segir hátíðina nú ekki snúast um háar fjárveitingar til hátíðar­ halda líkt og margir halda heldur að veita aðgang að því sem við höfum fram að færa. „Við þurfum að hugsa til fólksins sem stóð fyrir utan stjórnarráðið þegar íslenski fáninn var dreginn að húni þann 1. desember 1918,“ segir Margrét og bætir við að sami fáni sé nú til sýnis í anddyri Þjóðminja­ safnsins í tilefni tímamótanna. „Ég hef svo oft heyrt frásagnir af þeim degi, því ég ólst upp með afa og ömmu í húsinu sem mundu daginn vel.“ Margrét lýsir því þegar heimur­ inn var móður eftir heimsstyrjöld, kuldann frostaveturinn mikla 1918, Kötlugos og spænsku veikina. „Fólk hafði búið við fátækt og margir misst ástvini í spænsku veikinni, en stolt og bjartsýni var það sem einkenndi þennan dag hjá mörgum. Það þurf­ um við einnig að finna.“ Morgungjöf til þjóðarinnar Margrét segir safnið hafa verið sam­ ferða þjóðinni. Fyrstu áratugina var það hýst í helstu húsum bæjarins, á lofti Dómkirkjunnar og í Alþingis­ húsinu. „Þá flutti það í Safnahúsið sem var byggt árið 1909 eftir að við fengum heimastjórn árið 1904. Með því var á ný lögð áhersla á menningu og menntun með því að byggja hús yfir söfnin okkar, að hafa stað til að varðveita sögu okkar og menningar­ arf. Þjóð með lítið á milli handanna varð að vanda til verka svo húsið stæðist tímans tönn sem það hefur sannarlega gert vegna framsýni fólks á þessum tíma. Svona heldur sagan áfram og þegar lýðveldið var stofnað, 1944, var það fyrsta ákvörðunin, svokölluð morgungjöf til þjóðarinnar, að byggja yfir Þjóð­ minjasafnið,“ útskýrir hún. 25 ára borgarminjavörður Margrét fór tvítug til Svíþjóðar og lagði fyrir sig fornleifafræði og síðar sagnfræði og loks stjórnsýslu­ fræði. Hún kom heim til Íslands og hóf störf sem fornleifafræðingur við fornleifarannsóknir í Viðey frá 23 ára aldri og var 25 ára gömul orðin borgarminjavörður og forstöðu­ maður Árbæjarsafns. „Þá var ég orðin tveggja barna móðir og fannst ég harðfullorðin,“ segir Margrét. „Ég skildi ekkert í því að fólki fyndist ég ung í starfið,“ rifjar hún upp, létt í bragði. Starfi borgarminjavarðar sinnti hún í um áratug og tók þá við embætti þjóðminjavarðar, þá orðin fjögurra barna móðir, og forstöðu­ manns Þjóðminjasafnsins um alda­ mótin, starfi sem hún hefur gegnt allar götur síðan. Nóg um að vera Þjóðminjasafnið, líkt og önnur söfn landsins, hefur verið í óðaönn að búa sig undir fullveldishátíðina. Allir starfsmenn leggja þar hönd á plóg af reynslu og visku. Margrét lítur á það fyrst og fremst sem þeirra hlutverk að gefa fólki tækifæri til að kynnast menningararfinum sem Þjóðminjasafnið varðveitir víða um land og dýpka skilning fólks á lífi fólks á Íslandi í gegnum árin. Hún segir ekki síður mikilvægt að stunda svokallað sjálfbært safnastarf. „Það þýðir ekki bara að flokka rusl, þó við gerum það líka. Það þýðir líka að nýta fjárfestingar vel. Þess vegna er grunnsýningin okkar, aðalsýningin sem fjallar um menn­ ingu og samfélag í 1.200 ár, í raun grundvöllurinn sem aðrar sýningar eru byggðar á þannig að við getum farið dýpra ofan í ákveðna kafla í sögunni með því að byggja ofan á grunninn. Við setjum til dæmis Margrét leggur mikla áherslu á að safnið standi fyrir mannréttindi og jafnrétti – margt hefur breyst frá stofnun. FréttAblAðið/StEFáN Ég man þegar þjóð- minjasafnið í Brasilíu Brann til kaldra kola. þarna Brunnu milljón- ir minja og heill kafli í mannkynssögunni. Hátæknisjúkrahús fyrir minjar Safnið fékk nýverið afhenta nýja aðstöðu til þess að varðveita og rannsaka minjar við örugg- ustu aðstæður. „Loksins,“ segir Margrét. „Við erum í raun fyrsta varðveislustofnun landsins sem fær fullbúna aðstöðu til að varð- veita minjar við kjöraðstæður og því er verk að vinna í þá allra stofnananna. Þetta er tæknivætt og sérhæft húsnæði, um 4.500 fermetrar, sem þarf að uppfylla öll öryggisskilyrði. Þetta er varð- veisluhús, sem er samt eiginlega best lýst sem hátæknisjúkrahúsi fyrir þjóðminjar,“ útskýrir hún. „Það eru mikil vísindi á bak við þetta og þarna verður aðstaða til rannsókna, varðveislustarfs og kennslu. Í húsinu eru forvörslu- verkstæði, röntgen-, frysti- og kæliklefar og gríðarlega flókinn loftræstibúnaður sem stýrir raka- og hitastigi inn í hvert rými sem geymir mismunandi muni með mismunandi þarfir hvaða varðar aðstæður. Það er mjög mismun- andi við hvernig skilyrði minj- arnar geymast best. Við þurfum til dæmis að hafa ákveðið raka- stig þar sem textíll inn geymist, járn þarf mjög þurrt rými, þurr- geymslu fyrir jarðfundið járn svo sem víkingaaldarsverð,“ útskýrir hún. Undanfarið hefur starfsfólk safnsins verið að koma öllu örugglega fyrir. „Við höfum verið í tvö ár að flytja þessar minjar. Nú undanfarið höfum við verið að flokka og grisja jafnvel það sem ekki er ástæða til að varð- veita um ókomna tíð til dæmis fjöldaframleidda gripi sem safnað var á síðustu öld. Reyndar var hugmyndin sú að opna tækniminjasafn, þannig að það er hluti ástæðunnar, fyrir því að of mörgum fjöldaframleiddum hlutum var safnað. Þetta voru til dæmis bílar sem átti að nota í varahluti, felgur eða vélar sem átti að nota í varahluti. Sumum hefur þurft að farga en að mjög yfirveguðu máli og samkvæmt faglegri aðferðafræði,“ segir Mar- grét. „Við förum krítískt í gegnum þetta og það þarf oft hugrekki og mikla þekkingu í það, vegna þess að við getum ekki varðveitt allt. Við þurfum að vera með skýra söfnunarstefnu og tökum ekki hvað sem er.“ 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 B -C 6 E 8 2 1 9 B -C 5 A C 2 1 9 B -C 4 7 0 2 1 9 B -C 3 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.