Fréttablaðið - 01.12.2018, Síða 52

Fréttablaðið - 01.12.2018, Síða 52
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Ljósafossgangan fer nú fram í níunda sinn. Við þurftum að fresta vegna veðurs um daginn en ætlum að ganga í dag,“ segir Sól- veig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Hún segir að upphaf hefðarinnar megi rekja til ársins 2009 þegar Þor- steinn Jakobsson fór sjö ferðir upp á Esjuna og tileinkaði þær Ljósinu en Þorsteinn hafði kynnst starfi Ljóssins í gegnum vinkonu sína sem sótti sér endurhæfingu þang- að. „Árið eftir, eða 2010, var Ljósið fimm ára og það ár gekk hann á 365 tinda til stuðnings Ljósinu og endaði á Esjugöngu og fékk fólk í lið með sér,“ segir Sólveig. „Hann bað alla að taka með sér höfuðljós sem var kveikt á á leiðinni niður og mynda svona ljósafoss. Hann fékk mikinn hóp með sér og ákvað að gera þetta að árlegum viðburði, að búa til ljósafoss til að vekja athygli á Ljósinu og mikilvægi endurhæf- ingar fyrir krabbameinsgreinda.“ Í ár ætlar hópurinn að hittast við Esjurætur um þrjúleytið. „Við byrjum með smá dagskrá, hitum upp og eitthvert fjör verður á svæðinu og svo er lagt af stað upp að Steini klukkan fjögur,“ segir Sólveig. „Björgunarsveitin Kjölur verður þarna með okkur eins og undanfarin ár til að tryggja öryggi allra. Upp úr klukkan fimm er myrkrið að skella á og þegar nógu margir eru komnir upp þá er gengið af stað niður og passað að hafa passlegt bil á milli svo fossinn verði jafn og flæði fallega.“ Sólveig segir að á bilinu tvö til þrjú hundruð manns gangi árlega en nokkur ár hafi þó verið fleiri. „Það kemur á óvart hversu margir vilja fara í fjallgöngu á myrku síð- degi um miðjan vetur til styrktar góðu málefni,“ segir hún og bætir við að einhverjir í hópnum fari til að fagna persónulegum árangri í baráttunni við krabbamein. „Það er ákveðinn áfangi í bata að geta farið í þessa göngu og fólki finnst oft gott að geta þakkað fyrir sig með því að styðja við Ljósið og vekja athygli á starfseminni með þessum hætti.“ Sólveig segir ýmislegt á döfinni hjá Ljósinu. „Við viljum samt alltaf fyrst og fremst halda áfram að gera betur fyrir þá sem eru greindir með krabbamein, ná til fleiri og bjóða upp á aukna þjónustu,“ segir hún. „Með hverju árinu sem líður sjáum við hvað endurhæfingin er að skila miklu en það er svo margt til viðbótar sem hægt er að gera til að bæta heilsu fólks og líðan á meðan það er í krabbameinsmeðferð.“ Hún bendir á að Ljósið er að hluta til ríkisstyrkt endurhæfing en þarf samt að safna fyrir um helmingi kostnaðar svo að öll fjárframlög eru vel þegin. „Allir peningar sem við fáum í hús fara beint í endurhæfingu. Við erum ekki með biðlista eða háan kostnað heldur er Ljósið opið öllum. Við erum með um 400 manns hjá okkur í hverjum mánuði sem eru að njóta þess góða stuðnings sem við fáum en við þurfum meira til að geta gert meira.“ Hún segir næsta markmið Ljóssins að fá fólk fyrr inn í endurhæfingu. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að sérhæfa endurhæfingu eftir hverjum og einum. Og við viljum að fólk sé í stuðningi samhliða meðferð en ekki bara á eftir. Einnig skipti máli að ná betur til þeirra sem eru með skurðtæk krabbamein og sleppa lyfjameðferð því þeir einstaklingar virðast lenda frekar í því að heyra ekki af Ljósinu. Svo langar okkur mikið að huga betur að lands- byggðinni en það er allt á teikni- borðinu. Það er sem sagt nóg um að vera og við gefumst ekki upp við að veita öllum krabbameinsgreindum faglega endurhæfingu sérsniðna að þeirra þörfum.“ Nánari upplýsingar um Ljósið og Ljósafossinn má finna á ljosid.is. Fjallafoss til styrktar Ljósinu Seinnipartinn í dag verður fagurt um að litast í Esjunni þegar Ljósafoss Ljóssins fellur niður hlíð- arnar. Vonandi fellur þó enginn bókstaflega þar sem fossinn samanstendur af göngufólki með höfuðljós sem árlega gengur upp að Steini til að geta tekið þátt í fossinum og vakið þannig at- hygli á hinu góða starfi sem fram fer á endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð Ljóssins. Fossinn á ferð niður Esjuna í Ljósagöngunni 2015. MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON Sólveig Kolbrún Pálsdóttir er markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins og tekur að sjálfsögðu þátt í Ljósa- fossinum í dag. MYND/SIGTRYGGUR ARI Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðar- búa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður um það bil 200 sinnum fengið kvef á ævinni. Tíðni kvefs lækkar þó með aldrinum og börn fá mun oftar kvef en fólk á efri árum. Rann- sóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sér- staklega hjá börnum. „Í tveimur klínískum rannsóknum Hojsak og félaga frá 2010 koma fram ótrúleg áhrif LGG á tíðni kvefs í börnum,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þrisvar sinnum minni líkur voru á að fá kvef hjá hópnum er fékk LGG heldur en í saman- burðarhópnum sem fékk lyfleysu. Einkennin vörðu skemur í tilrauna- hópunum sem þýddi að börnin voru styttri tíma frá vegna veikindanna heldur en þau í saman- burðarhópunum. „Ekki er að fullu ljóst hvernig LGG gerillinn og aðrir heilsugerlar fara að því að lækka tíðni kvefs, en talið er að þeir hafi áhrif á ónæmisvirkni meltingarvegarins. LGG gerillinn á auðvelt með að festast við slímhúð þarmaveggjarins og virðist sú binding gegna lykilhlutverki í ónæmis- hvetjandi áhrifum LGG gerilsins,“ segir Björn. Það er því ljóst að hinu hvimleiða kvefi er hægt að halda vel í skefjum með neyslu á LGG. „Endurteknar niður- stöður ólíkra rannsókna sýna að þrisvar sinnum minni líkur eru á að börn sem neyta LGG reglulega fái kvef og þá eru ótalin önnur jávæð áhrif LGG á meltingarveginn auk annarra heilsusamlegra áhrifa.“ Almenn vellíðan og bætt heilsa „Heilsa okkar á stöðugt undir högg að sækja vegna alls kyns áreitis og því er gott að vita að með litlum styrkjandi dagskammti af LGG+ styrkjum við mótstöðu- afl líkamans og örvum vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum,“ segir Björn. Til að viðhalda fullum áhrifum LGG+ er mikilvægt að neyta þess daglega og ein lítil flaska er nóg fyrir fulla virkni. LGG+ verndar gegn kvefi Rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins benda til verndandi áhrifa, sérstaklega hjá börnum. LGG+ bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana, styrkir ónæmiskerfi, hefur fjölþætta varnarverkun og veitir mikið mótstöðuafl gegn kvefi og flensu. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 B -F 8 4 8 2 1 9 B -F 7 0 C 2 1 9 B -F 5 D 0 2 1 9 B -F 4 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.