Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2018, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 03.12.2018, Qupperneq 9
Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óform- lega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttföt- unum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í var- færnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hug- sjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglu- mæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshrær- ingartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu. Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórn- málum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreyti- legustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnu- stöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögn- uðum, fötluðum mannréttindabar- áttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klaustur- barnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta stein- inum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búnings- klefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Lands- spítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Gríptu tækifærið og fáðu þér nýjan ŠKODA á besta verðinu strax í dag. Hlökkum til að sjá þig! Škodaðu verðið 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU a ð up pf yl ltu m á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Besta Škodaverðið 4.890.000 kr. Škoda Superb Combi Ambition / 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur Listaverð: 5.410.000 kr. 520.000 kr. Afsláttur Besta Škodaverðið 3.850.000 kr. Škoda Octavia Limo Ambition / 1.6 TDI / Dísil / Sjálfskiptur Listaverð: 4.190.000 kr. 340.000 kr. Afsláttur Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undir- ritaður Færeyingur íslensku þjóð- inni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar stað- reyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris kon- ungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska rík- isins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðs- skaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúr- skurði í Haag 1933 (http://www. worldcourts.com/pcij/eng/dec- isions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambæri- legt við: Queen Elisabeth II of Eng- land, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 stað- festir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkja- sambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutio- nal monarchy). Í fullveldissamningnum við Dan- mörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norð- urlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlend- ingar og Færeyingar einu þjóð- irnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslend- ingar fyrir 1918, konunglegri ein- valdsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heima- stjórn Íslands sterkari stöðu gagn- vart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þing- ræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmu- sonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlend- inga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðar- óskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands! Brennið þið vitar! Sveinur Ísheim Tummasson rithöfundur og stjórnmála- fræðingur Guðmundur Steingrímsson Í dag Að líta í eigin barm S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 9M Á n u d a g u R 3 . d e S e M B e R 2 0 1 8 0 3 -1 2 -2 0 1 8 0 5 :0 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 9 C -A D B C 2 1 9 C -A C 8 0 2 1 9 C -A B 4 4 2 1 9 C -A A 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.