Fréttablaðið - 03.12.2018, Síða 10

Fréttablaðið - 03.12.2018, Síða 10
ÁRSMIÐINN INNIFALINN Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár. Nú er miðinn þinn í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið líka árskort. Hann gildir í heilt ár svo þú hefur nægan tíma og ert velkomin/n eins oft og þú vilt. Árskort gildir 1/12/2018-30/11/2019 og kostar 2000 kr. Sími +354 530 2200 Opið alla daga 10–17 Lokað mánudaga 16/9–30/4 Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41 101 Reykjavík Safnahúsið Hverfisgata 15 101 Reykjavík www.thjodminjasafn.is @icelandnationalmuseum @thjodminjasafn Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun  verja drjúgum tíma  í flugi og öðrum samgöngu- mátum frá því  í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í loka- keppni mótsins og þriðja  sætið getur  gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári  og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Mol- dóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í und- ankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar  síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakk- landi og þá mætti Ísland liði Alban- íu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heima- síðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erf- iður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undan- farið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén. hjorvaro@frettabladid.is Ísland lenti í snúnum riðli  Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra þegar liðið tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla sem fram fer víðs vegar um Evrópu árið 2020.    Ómar Smárason, Klara Bjartmarz, Gunnar Gylfason, Guðni Bergsson og Erik Hamrén voru fulltrúar KSÍ við dráttinn í Dublin í gær. NorDicpHotoS/GEtty Fótbolti Matth ías Vil hjálms son og liðsfélagar hans hjá Rosenborg urðu norsk ir bikar meist arar í knatt spyrnu karla í gær. Rosen borg vann 4-1 sig- ur þegar liðið mættir Ströms god set í bikarúr slita leik sem leikinn var á Ulle va al-leik vang in um í Osló. Matth ías  sat sem  fastast  á vara- mannabekknum allan leikinn. Það var  danski  landsliðsframherjinn Nicklas Bend tner sem skoraði tvö af mörk um Rosen borg en hann er á leið í 50 daga fang elsi vegna líkamsárásar á leigubílstjóra fyrr á þessu ári. Rosen borg er því tvö fald ur meist- ari og er þetta í tí unda skipti sem liðið nær þeim ár angri en Rosen borg vann bikar meist ara titil inn í tólfta sinn. Matth ías hefur nú þrisvar orðið norsk ur bikar meist ari með Rosen- borg og þá var þetta  hans sjö undi stóri tit ill með fé lag inu. – hó Matthías norskur bikarmeistari Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk fyrir rosenborg. NorDicpHotoS/GEtty Riðill Íslands í undan- keppni EM 2020 H-riðill Frakkland Ísland tyrkland Albanía Moldóva Andorra  3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N U d A G U r10 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 3 -1 2 -2 0 1 8 0 5 :0 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 C -A 8 C C 2 1 9 C -A 7 9 0 2 1 9 C -A 6 5 4 2 1 9 C -A 5 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.