Fréttablaðið - 03.12.2018, Síða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
V E R N D A R VÆ N G U R
E D D U H E I Ð R Ú N A R B A C K M A N
„Það fer
sama orkan
í að elska
og skapa“
Edda Heiðrún
Backman
26.900 kr.
Sængurver og koddaver
Edda Heiðrún Backman,
leikari, leikstjóri og mynd
listamaður lést árið 2016
eftir hetjulega baráttu við
MNDsjúkdóminn. Í veik
indum sínum náði Edda
stórfenglegum árangri í
að mála með munninum.
Hún gerði helst myndir
af fuglum og fólkinu sem
henni var kært.
Í samráði við fjölskyldu
hennar þá höfum við
prentað eitt hennar
allra þekktasta verk,
VERNDARVÆNG, á
sængurfatnað.
Sængurfötin eru úr sérlega
mjúku bómullarsatíni.
Framleidd af þýska
fyrirtækinu Elegante.
Falleg og hlýleg jólagjöf.
3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N U d A G U r22 l í f i ð ∙ f r É T T A b l A ð i ð
The cave people nefnist upplifunartúr þar sem gestir fá að gægjast 100 ár aftur í tímann og kynnast því hvern-ig var að búa í helli.
Laugarvatnshellir er manngerður
hellir í nágrenni við Laugarvatn en
ekki er vitað hver eða hverjir komu
að gerð hans – einhverjir hafa hald-
ið því fram að írskir munkar hafi
grafið þennan helli fyrir landnám,
en enginn veit það með vissu þó.
Lengi vel var hellirinn notaður af
bændum sem skýldu sér og sauðfé
sínu þar. Árið 1910 flutti ungt par
inn í hellinn og bjó þar í heilt ár,
átta árum síðar flutti svo annað par
þangað og bjó í fjögur ár. The cave
people býður upp á ferðalag inn í líf
þessa fólks.
„Í þessum helli bjuggu síðustu
hellisbúar Íslands. Þegar þau flytja
út árið 1922 var allt tekið niður – en
þau höfðu byggt fínasta íbúðarhús-
næði þarna. Það var árið 2017 sem
við endurgerðum það húsnæði og í
dag lítur þetta nokkurn veginn út
eins og það gerði þegar fólkið bjó
þar,“ segir Smári Stefánsson hjá The
cave people.
Smári segist hafa haft þessa hug-
mynd í kollinum í nokkurn tíma en
hann hefur rekið ferðaþjónustu-
fyrirtæki svona til hliðar við önnur
störf síðan árið 2008. Árið 2016
ákvað hann að kýla á þetta og fara
að undirbúa verkefnið.
„Mér fannst þetta svo ótrúlega
merkilega saga og ég tók eftir að
enginn var að segja hana. Þannig
að við fórum í að endurgera hellinn
svo fólk gæti farið hundrað ár aftur
í tímann og upplifað hvernig það
væri að búa þarna.“
Farið er með fólk inn í hellinn þar
sem því er sýnt hvernig búið var í
honum, en hellirinn er allur inn-
réttaður með húsgögnum og segir
Smári að þetta sé í raun lifandi safn.
„Þarna inni segjum við gestum
svo sögu hellisbúanna; hvers vegna
þeir bjuggu þarna, sögur af erfið-
leikum þeirra og hamingju.“
Árið 2017 þegar The cave people
var að fara af stað með verkefnið
ákváðu þau að skrá sig í viðskipta-
hraðalinn Startup Tourism.
„Þetta var rosalega gott fyrir
okkur vegna þess að við vorum með
lausmótaða hugmynd þegar við
byrjuðum. Það er svo margt í svona
ferli sem maður áttar sig ekki á fyrr
en maður rekur sig á, hlutir sem
maður fattar ekki að hugsa út í einu
sinni fyrr en maður þarf að gera þá.
Með því að fara í þennan hraðal var
okkur ýtt út í alls kyns sem við hefð-
um kannski ekki hugað að nema
fyrir það. Það er í raun þessum við-
skiptahraðli að þakka að við gátum
opnað þarna strax vorið 2017 –
þetta hefði pottþétt ekki verið til-
búið þá hefðum við ekki tekið þátt.
Síðan er auðvitað frábært að hitta
fólk sem hefur verið í sömu sporum
og kann þetta – maður fær hálfgert
„short cut“ og þarf ekki endilega að
reka sig á allt.“
Boðið er upp á The cave people
túrinn í allan vetur. Fyrsta árið var
lokað yfir veturinn en viðtökurnar
hafa verið það góðar segir Smári að
ekkert var í vegi fyrir að opið væri
yfir veturinn þetta árið.
Smári segir að gestir hellisins séu
góð blanda íslenskra og erlendra
ferðamanna – Íslendingar hafi verið
í meirihluta fyrst þegar þeir opnuðu
en svo hafi þetta blandast og sé nán-
ast jafnt í dag.
Í dag er síðasti dagurinn til að
sækja um í Startup Tourism við-
skiptahraðlinum.
stefanthor@frettabladid.is
hellisbúa
Í fótspor íslenskra
Laugarvatnshellir er manngerður hellir við Laugarvatn og fyrir
hund rað árum bjó þar fólk í nokkur ár. Ferðaþjónustufyrirtæki
endurbyggði vistarverurnar og segir sögu þeirra í upplifunarferð.
Hellirinn í vetrarbúningi.
Gestir Laugarvatnshellis ferðast hundrað ár aftur í tímann, en þá var síðast búið í hellinum.
Mér fannst þetta
svo ótrúlega
Merkilega saga og ég tók
eftir að enginn var að segja
hana. þannig að við fóruM Í
að endurgera hellinn svo
fólk gæti farið hundrað ár
aftur Í tÍMann og upplifað
hvernig það væri að búa
þarna.
0
3
-1
2
-2
0
1
8
0
5
:0
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
9
C
-A
8
C
C
2
1
9
C
-A
7
9
0
2
1
9
C
-A
6
5
4
2
1
9
C
-A
5
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K