Fréttablaðið - 10.12.2018, Page 8
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Íslenskir
stjórnmála-
menn geta
ansi margt
lært af
framgöngu
Lilju.
Við viljum að
börnin okkar
verði leiðandi
í fjórðu iðn-
byltingunni.
Það er spenn-
andi og
framsækið
verkefni.
VERÐ FRÁ 89.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
SKÍÐAFERÐIR TIL
MADONNA, ÍTALÍU
●
SÍÐUSTU SÆTIN Á SKÍÐI
Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmála-manna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að
tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógram-
meraðir á flokksskrifstofunni.
Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í
erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í
erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin
hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra
einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en
það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því
að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt
að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að
trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðar-
innar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta
lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga
ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér
að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar.
Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmála-
menn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við
neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum
og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og
verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist
sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var
því nánast eins og opinberun þegar menntamála-
ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á
dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með
einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel
þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík
hljóta að hafa öðlast vott af von.
Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu
um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðs-
dóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð
sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda
því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál
séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við
alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri
röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu
falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð
kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli.
Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi
mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara
manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek
og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna
mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og
afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa
ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“
Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af
framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að
setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni.
Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að
henni.
Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í
íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika
og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt,
eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftir-
minnilega.
Einlægni
Börn eru flest neytendur tækni en ekki skap-arar hennar. Það má segja að þegar kemur að tækni kunni börn að lesa en ekki skrifa. Með
því að kenna forritun og tölvunarfræði á grunn-
skólastigi mætti snúa þessu sambandi við og gera
börn betur í stakk búin til að takast á við fram-
tíðina.
Forritunarmál eru einu tungumálin sem tölvur
skilja. Til að geta talað við tölvur þarf að læra for-
ritun og forritunarkunnátta því hluti af læsi 21.
aldar. Grunnskólinn hefur lykilhlutverki að gegna
þegar kemur að því að vekja áhuga hjá börnum
og skapa grunn sem nýtist þeim til framtíðar. Að
sameina leik og lærdóm með efni sem vekur áhuga
og höfðar til barna. Við þurfum að þroska hæfileika
barnanna til að greina vandamál, brjóta þau niður
í smærri verkefni og leysa þau, m.a. með tækni. Að
nota tækni sem verkfæri. Tæknilæsi og færni til
að skilja hvernig tölvur virka verður sífellt mikil-
vægari.
Ekki munu öll börn verða forritarar eða tölvunar-
fræðingar, ekki frekar en stærðfræðingar. Samt
kennum við stærðfræði í grunnskólum til að búa til
grunn sem þau búa að í verkefnum framtíðarinnar.
Til þess að vekja áhuga fleiri á þessu sviði. Aukinn
skilningur á tækni og beitingu hennar eflir kerfis-
bundna og gagnrýna hugsun á mörgum sviðum.
Þannig opnast dyr að nýjum og eftirsóknarverðum
störfum í framtíðinni.
Tölvur og vélmenni eru orðin hluti af daglegu lífi
og munu verða enn veigameiri þáttur. Það er mikil-
vægt að kunna að nota þessi tæki en líka að hafa
grunnhugmynd um hvernig hún virkar.
Ég mun því á næsta fundi borgarstjórnar leggja
fram tillögu um innleiðingu forritunarkennslu í
grunnskólum. Við viljum að börnin okkar verði
leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni. Það er spennandi
og framsækið verkefni.
Tæknibyltingu í
grunnskóla
Katrín
Atladóttir
borgarfulltrúi og
hugbúnaðarverk-
fræðingur
Þar rigndi sandi
Hæstiréttur kvað á fimmtudag
upp þann dóm sinn að úthlutun
makrílkvóta árið 2011 hefði
ekki verið í samræmi við lög og
reglur. Jón Bjarnason, þáverandi
sjávarútvegsráðherra, greip til
varna og sagði að hann væri
barasta ekki sammála niður-
stöðu Hæstaréttar. Fetar hann
þar meðal annars í fótspor
Sigríðar Á. Andersen dóms-
málaráðherra en hún gaf út
sambærilega yfirlýsingu eftir
að dómstóllinn staðfesti að hún
hefði brotið stjórnsýslulög við
skipan dómara í Landsrétt. Jón
Bjarnason má þó eiga það að
hann sleppti því í þetta skiptið
að nefna að það hefði rignt sandi
undir Eyjafjöllum.
Fýlupúkinn
Þar sem styttist í að Alþingi
fari í jólafrí er ekki úr vegi að
minnast á það hvaða þingmaður
hefur oftast uppskorið „hlátur í
þingsal“ á haustþingi. Ræðurit-
arar þingsins færa slíkt til bókar
og fella inn í ræðutexta. Einföld
leit á þingvefnum leiðir í ljós að
forsprakki Fýlupúkafélagsins,
Sjálfstæðismaðurinn Brynjar
Níelsson, hefur fjórtán sinnum
fengið menn til að skella upp úr.
Þorsteinn Víglundsson og for-
setinn, Steingrímur J. Sigfússon,
koma næstir með fimm. Oftast
var hlegið í veiðigjaldaumræð-
unni, fjórtán sinnum, en þrettán
sinnum þegar ný mannanafna-
lög voru rædd. joli@frettabladid.is
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N U d A G U r8 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
0
-6
2
A
0
2
1
B
0
-6
1
6
4
2
1
B
0
-6
0
2
8
2
1
B
0
-5
E
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K