Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 8
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Kanada Meng Wanzhou, fjármála- stjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast fram- sals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir mál- inu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndar- mennsku. Þeim væri ætlað að niður- lægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tækni- markaði. Þess ber að geta að á snjall- símamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á rétt- indum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kín- verska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kan- ada á sinn fund í gær vegna máls- ins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota net- búnað frá því. Bandarískar öryggis- stofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um and- stæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað. – þea Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku SaMFÉLaG Rúmur helmingur þjóðar- innar telur mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu samkvæmt nýrri könnun MMR. Tæpur þriðjungur telur það lítilvægt og um fimmtungur svaraði bæði og. Minnkar stuðningur við nýja stjórnar skrá aðeins milli ára en þó fjölgar þeim lítillega sem telja mjög mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsins en minnstur meðal þess yngsta. Þá er meiri stuðningur við nýja stjórnar- skrá meðal íbúa höfuðborgarsvæðis- ins en íbúa landsbyggðarinnar. Kjósendur Pírata eru hlynntastir nýrri stjórnarskrá en 89 prósent þeirra telja hana mikilvæga, 85 pró- sent kjósenda Flokks fólksins eru sömu skoðunar og 83 prósent kjós- enda Samfylkingarinnar. Minnstur stuðningur er hjá kjós- endum Sjálfstæðisflokksins en 66 prósent þeirra telja það lítilvægt að fá nýja stjórnarskrá og 59 prósent kjósenda Miðflokksins eru sömu skoðunar. – sar Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Rúmur helmingur landsmanna vill fá nýja stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Meng Wanzhou er fjár - málastjóri Huawei. Fyrir- tækið er annar stærsti far- símaframleiðandi veraldar. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Fjórhjóladrifna fjölskyldan. Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. T- Roc. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 4.590.00 kr. Tiguan Allspace. 7 manna og rúmgóður. Verð 7.635.000 kr. Tilboðsverð 6.990.000 kr. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. KJaRaMÁL „Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkis- sáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að kom- ast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endur- skoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við von- andi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélag- inu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“ sighvatur@frettabladid.is Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaravið- ræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. Hann telur raunverulegar kerfisbreytingar til að bæta lífskjör lykilinn að sátt á vinnumarkaði. Ragnar Þór Ingólfsson segist enn þokkalega bjartsýnn en kjarasamningar losna um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar sam- félagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til um- ræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmuna- mál almennings og okkar félags- manna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“ Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. 1 1 . d e S e M b e R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U d a G U R6 F R É t t I R ∙ F R É t t a b L a Ð I Ð 1 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 2 -9 6 B C 2 1 B 2 -9 5 8 0 2 1 B 2 -9 4 4 4 2 1 B 2 -9 3 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.