Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 24
Undir sumarhimni – Sögur af veiðiskap eftir Sölva Björn Sigurðsson kom nýverið út hjá bókaút- gáfunni Sölku. Í bókinni er rætt við fjölmarga þaulreynda veiðimenn en meðal viðmæl- enda eru Bjarni Brynjólfsson, Ólafur Tómas Guðbjartsson, Ragnheiður Thorsteinsson og Einar Falur Ingólfsson. Öll deila þau skemmtilegum sögum af árbakkanum, sögum af þeim stóru sem sluppu, sögum af fiskum á óvæntum stöðum, sögum af því þegar allt gengur upp og því þegar ekkert gengur upp, sögum af frá- bærum félagsskap og ævintýralegu umhverfi. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda. Að veiða er að segja sögur. Um leið og lína lendir á vatnsfleti hefst sagan og engin leið er að spá fyrir um sögulok. Gleðistund á vatns- bakka hverfur ekki og raunar má segja að sorg og sút hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar fiskur tekur. Fyrir sumum er veiðiskapurinn sálarró og kyrrð, hjá sumum snýst hann um spennuna. Hjá flestum er hann sambland af hvoru tveggja. Að vera veiðimaður er endalaus tilhlökkun. Undir sumarhimni – sögur af veiðiskap gerir biðina eftir næstu veiðiferð á þessum dimmu vetrarmánuðum sem við eigum í vændum þolanlegri. Sölvi Björn Sigurðsson er rit- höfundur og hefur sent frá sér skáldsögur og ljóð auk þess sem hann hefur starfað við þýðingar. Hann hefur skrifað lengi um veiði og hefur sjálfur verið veiðimaður frá blautu barnsbeini. Sögur af veiðiskap 8 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . d e s e m B e R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RBóKAjóL Það er fátt notalegra en að drekka heitt súkkulaði meðan gluggað er í jólabæk- urnar. Hér er uppskrift að heitu og brúnrauðu súkkulaði sem á vafa- laust eftir að slá í gegn. 1 bolli mjólk ½ bolli súkkulaði í litlum bitum 1–1½ tsk. rauður matarlitur 1 tsk. vanilludropar Þetta í rjómann: ¼ bolli rjómi 1 msk. flórsykur ½ tsk. vanilludropar Hitið mjólkina í potti við miðl- ungshita. Bætið súkkulaðinu út í og hrærið rólega þar til það er brætt. Setjið næst matarlitinn og van- illuna út í. Þeytið rjómann ásamt flórsykrinum og vanilludropunum. Hellið heitu súkkulaðinu í bolla, setjið þeytta rjómann ofan á og endið á að strá smátt söxuðu súkkulaði yfir rjómann. Rautt og heitt súkkulaði Það kemur í ljós um mánaðamót-in janúar/febrúar 2019 hvaða rithöfundar hljóta Íslensku bók- menntaverðlaunin 2018. Það er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhendir verðlaunin. Verðlauna- upphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verk sem valið er. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er þetta því þrítugasta skiptið. Tilkynnt var um tilnefningar á Kjar- valsstöðum 1. desember. Verðlaun eru veitt í flokki fræðibóka, barna- og unglingabóka og fagurbókmennta. Félag íslenskra bókaútgefenda veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin. Í fyrra hlutu verðlaunin Unnur Þóra Jökulsdóttir fyrir Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler fyrir Skrímsli í vanda og Kristín Eiríksdóttir fyrir Elín, ýmislegt. Hægt er að kynna sér allar til- nefningar á síðunni fibut.is og einnig verðlaunahafa undanfarinna ára. Bækur verðlaunaðar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 voru afhent á Bessastöðum í janúar. Vinningshafar voru Áslaug jónsdóttir, Kalle Güettler, Kristín eiríksdóttir og Unnur jökulsdóttir. mYNd/ANTON BRINK 1 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 2 -A 5 8 C 2 1 B 2 -A 4 5 0 2 1 B 2 -A 3 1 4 2 1 B 2 -A 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.