Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 30
Roma (spanish w/eng sub) .................... 17:20 Litla Moskva (icelandic - no sub) .. 18:00 Plagi Breslau (polish w/eng sub) .... 18:00 Svona fólk (icelandic - no sub) ....... 20:00 Erfingjarnir//The Heiresses (eng sub) 20:00 Suspiria (ice sub) ..................................... 21:00 Anna and the Apocalypse (ice sub) 22:00 Hinn seki // Den skyldige (ice sub) 22:00 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 11. desember 2018 Tónlist Hvað? Kraumsverðlaunin 2018 Hvenær? 17.00 Hvar? Bryggjan brugghús, Granda- garði Árleg plötuverðlaun Kraums, tónlistarsjóðs Aurora Foundat­ ion, afhent í ellefta sinn fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr árið 2018 hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Hvað? Aðventutónleikar Flugfreyju- kórs Icelandair Hvenær? 20.00 Hvar? Háteigskirkja Flugfreyjukór Icelandair býður ykkur hjartanlega velkomin á hina árlegu aðventutónleika kórsins í Háteigskirkju undir stjórn Magn­ úsar Kjartanssonar klukkan 20 í kvöld. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi og eigum saman notalega stund á aðvent­ unni. Hvað? Daniel Norgren Hvenær? 20.30 Hvar? Iðnó Tónar Daniels Norgren flæða á milli kántrí­, blús­ og rokktónlist­ ar. Hrjúf röddin miðlar bæði sárs­ auka og endurlausn á sannfærandi, melódískan hátt undir áhrifum frá norðuramerískri þjóðlagatónlist. Hvað? KexJazz // Kvartett Sigmars Þórs Matthíassonar Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Á jazzkvöldi Kex hostels í kvöld kemur fram kvartett bassaleikar­ ans Sigmars Þórs Matthíassonar, en þess má geta að Sigmar gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu. Helgi R. Heiðarsson leikur á tenór­ saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó og Magnús Trygvason Eliassen á trommur, auk Sigmars á kontrabassa. Leikin verða lög af plötunni Áróra í bland við önnur þekktari lög. Platan verður til sölu á staðnum á sérstöku jóla tilboði! Tónlistin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Hvað? Jól í köldu landi – Cantabile og Magga Pálma Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Aðventustund í Hannesarholti með Cantabile og Möggu Pálma. Stutt erindi um íslensk jól – Ólína Þorvarðardóttir. Meðleikari Jón Elísson. Hvað? Þorláksmessutónleikaröð Bubba í Bæjarbíói – Aukatónleikar Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla. Bubbi bregður ekki út af vananum þetta árið og heldur af stað með kassagítarinn. Hann verður á kunnuglegum slóðum. Tónleika­ röðin hefst í Bæjarbíói í Hafnar­ firði í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. desember. Hvað? Ilmur af jólum – Keflavík Hvenær? 20.30 Hvar? Keflavíkurkirkja Hera Björk leiðir okkur inn í jóla­ hátíðina ásamt góðum gestum og kórum í heimabyggð. Með í för verður tónlistarfólkið Björn Thoroddsen gítarleikari, Ástvaldur Traustason píanóleikari og Aldís Fjóla söngkona. Gestir í Kefla­ víkurkirkju eru Tómas Guðmunds­ son, Perla Sóley Arinbjörnsdóttir og Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Viðburðir Hvað? Nágranna- og friðarboð Hvenær? 17.00 Hvar? Félagsmiðstöðin, Bólstaðar- hlíð 43 Kæru grannar og nærsveitungar. Í dag, þriðjudaginn 11. desember, frá kl. 17­19 (5­7) verður nágranna­ boð í samfélagshúsinu í Bólstaðar­ hlíð. Við ætlum að leggja sérstaka áherslu á að ná til hælisleitenda í borginni, og er þeim sérstaklega boðið í veisluna. Markmiðið er að eiga góða stund, nýir og rótgrónir íbúar í borginni spjalla og kynn­ ast og njóta veitinga og tónlistar saman. Hvað? Bókmenntakvöld með Auði Övu Hvenær? 18.00 Hvar? Álftanes kaffi, Garðabæ Auður Ava Ólafsdóttir mun lesa úr nýrri skáldsögu sinni, Ungfrú Ísland, sem kemur út hjá Bene­ dikt bókaútgáfu. Þessi sjötta skáldsaga Auðar Övu gerist árið 1963 og segir frá ungri skáld­ konu sem fædd er á slóðum Lax­ dælu og heldur til Reykjavíkur með nokkur skáldsagnahandrit í fórum sínum. Auður fjallar um sköpunarþrána og fegurðarþrána í heimi þar sem karlmenn fæðast skáld og konum er boðið að verða Ungfrú Ísland. Hvað? Upptaka á sjónvarpsmessu biskups Hvenær? 18.00 Hvar? Dómkirkjan Upptaka á jólamessu biskups í Sjónvarpinu fer fram í Dóm­ kirkjunni í kvöld, þriðjudaginn 11. desember, kl. 18. Jólamessunni er sjónvarpað á aðfangadagskvöld kl. 22. Mæting kl. 17.45. Sýningar Hvað? Fullvalda konur og karlar – Ljósmyndasýning Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafnið í Kvosinni Ljósmyndasýningin Fullvalda konur og karlar hampar þeim sem börðust fyrir fullveldi og stjórn­ málaréttindum Íslendinga, konum og körlum. Myndum er varpað á tjald í glugganum á Borgarbóka­ safninu í Kvosinni og er sýningin aðgengileg vegfarendum eftir sól­ setur. Fyrstu Þorláksmessutónleikar Bubba verða í kvöld. FréttaBlaðið/anton Brink 1 1 . d e S e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U d A G U r16 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 1 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 2 -7 9 1 C 2 1 B 2 -7 7 E 0 2 1 B 2 -7 6 A 4 2 1 B 2 -7 5 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.