Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 12
FH - Haukar 25-25
Markahæstir: Bjarni Ófeigur Valdimarsson
8, Ásbjörn Friðriksson 5/1, Ágúst Birgisson
3, Arnar Freyr Ársælsson 3 - Heimir Óli
Heimisson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson
4, Adam Haukur Baumruk 4, Orri Freyr Þor-
kelsson 4/1.
Selfoss - ÍR 31-30
Markahæstir: Elvar Örn Jónsson 8/2, Atli
Ævar Ingólfsson 6, Hergeir Grímsson 5,
Guðjón Baldur Ómarsson 5, Haukur Þrastar-
son 4 - Björgvin Hólmgeirsson 8/3, Pétur
Árni Hauksson 6, Kristján Orri Jóhannsson
5, Sturla Ásgeirsson 4.
Efri
Selfoss 18
Valur 18
Haukar 17
FH 16
Afturelding 15
Stjarnan 12
Neðri
KA 10
ÍBV 10
ÍR 9
Fram 7
Grótta 6
Akureyri 6
Nýjast
Olís-deild karla
Skallagrímur - Valur 96-105
Stigahæstir: Aundre Jackson 28/10 fráköst,
Domagoj Samac 24, Bjarni Guðmann Jóns-
son 17, Matej Buovac 9 - Kendall Anthony
48, Aleks Simeonov 13/12 fráköst, Austin
Magnus Bracey 11, Benedikt Blöndal 11,
William Saunders 8.
Grindavík - Haukar 111-102
Stigahæstir: Ólafur Ólafsson 25, Tiegbe
Bamba 22/12 fráköst, Jordy Kuiper 21/9
stoðsendingar, Lewis Clinch 16, Sigtryggur
Arnar Björnsson 10 - Hilmar Smári Henn-
ingsson 28/9 fráköst, Haukur Óskarsson 25,
Hjálmar Stefánsson 23.
Efri
Tindastóll 16
Njarðvík 16
Keflavík 14
Stjarnan 10
KR 10
Grindavík 8
Neðri
ÍR 8
Haukar 8
Þór Þ. 6
Valur 6
Skallagrímur 4
Breiðablik 2
Dominos-deild karla
Adam kom Haukum til bjargar
Adam Haukur Baumruk skoraði jöfnunarmark Hauka gegn FH á lokasekúnd-
unni í viðureign liðanna í Kaplakrika í gær. Lokatölur 25-25. Fyrri leikur FH og
Hauka í Olís-deildinni endaði einnig með jafntefli. FRéttablaðið/SiGtRyGGuR aRi
Fótbolti Heimir Hallgrímsson,
sem hætti störfum sem þjálfari
íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu í sumar, hefur fundið næsta
áfangastað á þjálfaraferli sínum.
Heimir heldur á ótroðnar slóðir hjá
íslenskum knattspyrnuþjálfurum og
raunar leikmönnum einnig, en hann
mun starfa í Katar næstu árin. Hann
samdi við katarska úrvalsdeildar-
liðið Al Arabi um að þjálfa liðið til
ársins 2021.
Sé litið til sögunnar hvað varðar
veltu á þjálfurum hjá liðinu er
hins vegar alls kostar óvíst að Eyja-
maðurinn muni staldra svo lengi
við í Persaflóanum. Undanfarin 12
ár hafa 22 þjálfarar stýrt liðinu, en
meðal þeirra eru Rúmeninn Dan
Petrescu og Ítalinn Gianfranco Zola,
fyrrverandi samherjar hjá Chelsea.
Heimir er hins vegar ekki vanur að
tjalda til einnar nætur og vonandi að
hann fái tíma til þess að byggja upp
lið sitt.
Heimir verður mestmegnis með
Spánverja í þjálfarateymi sínu hjá Al
Arabi, en knattspyrnan sem leikin er
í Katar er undir miklum spænskum
áhrifum. Hann mun hins vegar njóta
liðsinnis ungs og afar efnilegs þjálf-
ara af Seltjarnarnesinu við störf sín.
Bjarki Már Ólafsson, sem er 24 ára
gamall og hefur verið afreks- og yfir-
þjálfari hjá Gróttu auk þess að þjálfa
yngri flokka hjá félaginu og vera í
þjálfarateymi meistaraflokks karla
undanfarin ár, mun aðstoða Heimi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Heimir fær Bjarka Má til að aðstoða
sig, en Bjarki sá um að leikgreina
og kynna andstæðinga íslenska
landsliðsins á meðan Heimir stýrði
liðinu. Það er gríðarlega jákvætt að
sjá þennan þjálfara sem á framtíðina
fyrir sér fá tækifæri í þessu spenn-
andi starfi. Þeir félagar eru nú þegar
fluttir til Doha, höfuðborgar Katar,
þar sem félagið hefur aðsetur og
hafa hafið störf. Al Arabi æfir á einu
flottasta æfingasvæði í heimi hjá
Aspire akademíunni en þar starfar
úrvalslið lækna, sjúkraþjálfara og
vísindamanna á sviði knattspyrn-
unnar.
Al Arabi sem hefur sjö sinnum
orðið katarskur meistari síðan liðið
var stofnað árið 1952 situr þessa
stundina í sjötta sæti deildarinnar.
Gullaldarskeið félagsins var frá 1991
til 1997, en liðið varð fimm sinnum
landsmeistari á því
árabili. Frá árinu 1997
hefur liðinu ekki tekist
að tryggja sér katarska
meistaratitilinn og Heimi
er líklega ætlað að færa liðið
aftur í fremstu röð.
Fyrsti leikur Heimis í brúnni er í
katarska bikarnum 21. desember.
Liðið er án stiga í sínum riðli í þeirri
keppni eftir þrjár leiki. Farið verður
í jólafrí í kjölfarið og fyrsti leikur hjá
Al Arabi eftir fríið er í sömu keppni
10. janúar. Katarska úrvalsdeildin
samanstendur af 12 liðum og því eru
22 umferðir leiknar í deildinni. Sjö
umferðir eru eftir af deildarkeppn-
inni á yfirstandandi leiktíð.
Markmiðið það sem eftir lifir
leiktíðar er líklega að freista þess að
komast í Meistaradeild Asíu, en Al
Arabi er sjö stigum á eftir Al Sailiya
sem situr eins og sakir standa í þriðja
sæti sem er neðsta sætið sem veitir
þátttökurétt í undankeppni Meist-
aradeildarinnar. Þá eru sex stig upp í
fjögur efstu sæti deildarinnar, en þau
lið sem enda þar taka þátt í úrslita-
keppni deildarinnar sem leikin er í
lok leiktíðar í Katar.
hjorvarolafsson@frettabladid.is
Heimir þjálfar katarskt lið sem
á sér sögu um litla þolinmæði
Heimir Hallgrímsson klæðir sig aftur í þjálfaragallann eftir að hafa ekki starfað sem þjálfari frá því um
miðjan júlí. Ólíklegt er að Heimir hafi séð fyrir sér að þjálfa á næsta áfangastað sínum þegar ferill hans hófst
í Vestmannaeyjum. Hann samdi við Al Arabi til ársins 2021 en liðið er um miðja katörsku úrvalsdeildina.
al arabi var stofnað árið 1952.
Heimir stýrir al arabi í fyrsta sinn 21. desember. FRéttablaðið/EyþóR
Everton - Watford 2-2
1-0 Ricarlison (15.), 1-1 Seamus Coleman,
sjálfsmark (63.), 1-2 Abdoulaye Doucouré
(65.), 2-2 Lucas Digne (90+6.).
Enska úrvalsdeildin
Stóri hópurinn
fyrir HM valinn
handbolti Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari íslenska karla-
landsliðsins í handbolta, hefur
valið þá 28 leikmenn sem koma til
greina í íslenska hópinn sem fer á
heimsmeistaramótið í Danmörku
og Þýskalandi í næsta mánuði. Þann
19. desember næstkomandi verður
20 manna æfingahópur fyrir HM til-
kynntur á blaðamannafundi.
Fátt kemur á óvart í vali Guð-
mundar, nema kannski helst að
markvörðurinn ungi og efnilegi úr
Fram, Viktor Gísli Hallgrímsson, er
ekki í hópnum eins og hann hefur
verið síðustu misseri. Markverðir
í íslenska hópnum eru Aron Rafn
Eðvarðsson, Ágúst Elí Björgvinsson,
Björgvin Páll Gústavsson og Daníel
Freyr Andrésson. Guðjón Valur Sig-
urðsson er í hópnum og gæti verið
á leið á sitt 22. stórmót á ferlinum.
Tólf úr 28 manna hópnum sem Guð-
mundur valdi léku á EM í Króatíu.
Æfingar íslenska liðsins fyrir HM
hefjast 27. desember næstkomandi.
Ísland mætir Barein í tveimur vin-
áttulandsleikjum í Laugardalshöll,
28. og 30. desember. Annan janúar
fer liðið til Noregs þar sem það
tekur þátt í Gjendsidige Cup ásamt
heimamönnum, Hollendingum
og Brasilíumönnum. Ísland mætir
Króatíu í fyrsta leik sínum á HM
11. janúar. – iþs
Fleiri myndir úr leik FH og Hauka er að finna á +Plús-
síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS
1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 Þ r i Ð J U d a G U r10 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
sport
1
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
2
-7
E
0
C
2
1
B
2
-7
C
D
0
2
1
B
2
-7
B
9
4
2
1
B
2
-7
A
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K