Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 18
Hver einasta jólabókavertíð er einstök enda ráðum við ekki fyrirfram hvaða bækur koma
út heldur ræðst það af því hvað höf-
undum okkar dettur í hug,“ segir
Hólmfríður og bætir við að jólaver-
tíðin í ár sé einstaklega skemmtileg
enda breiddin afar mikil. „Við erum
með bækur sem geta höfðað til
allra, og allir ættu að geta fundið
bók við sitt hæfi.“
Bækur efla ímyndunarafl
Fjöldi barnabóka verður gefinn út
fyrir jólin í ár. „Við erum með mjög
vandaðan og skemmtilegan barna-
bókalista. Þar má nefna skáldsögur
á borð við Nærbuxnaverksmiðjuna
eftir Arndísi Þórarinsdóttur og
Silfurlykilinn hennar Sigrúnar
Eldjárn. Fyrir ungmenni má nefna
skáldsögurnar Ljónið eftir Hildi
Knútsdóttur og Rotturnar eftir
Ragnheiði Eyjólfsdóttur.“
Einnig eru gefnar út nokkrar
fræðslubækur fyrir börn, eins og
Sjúklega súra sagan eftir Sif Sig-
marsdóttur og Svarthol eftir Sævar
Helga Bragason.
Hólmfríður segir enn mjög
algengt að börn fái bækur í jólagjöf,
oft sem aukagjöf í öðrum pökkum.
„Með því að gefa bók ertu að gefa
svo mikið. Bækur styrkja mál-
þroska, efla ímyndunarafl, opna
dyr inn í aðra heima og leggja drög
að framtíðinni. Allt þetta skiptir
miklu máli, sérstaklega fyrir börn
en þó ekki síður fyrir fullorðna. Það
er dásamlegt að slaka á og lesa góða
bók, og fátt betra en að hreiðra um
sig með góða bók á aðfangadags-
kvöld þegar allt er komið í ró.“
Sterkar og skemmtilegar
skáldsögur
Forlagið gefur út á sjötta tug bóka
fyrir þessi jól sem er svipaður
fjöldi og í fyrra. Skáldsögur eru
alltaf vinsælar og í ár gefur For-
lagið út nokkrar gríðarlega sterkar
og skemmtilegar skáldsögur. Til
dæmis Stormfugla eftir Einar
Kárason og Heklugjá eftir Ófeig
Sigurðarson. Einnig má nefna
Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím
Helgason, Listamannalaun, eftir
Ólaf Gunnarsson og Heiður eftir
Sólveigu Jónsdóttur.
Blómleg ljóðabókajól
Margar flottar ljóðabækur koma
út núna fyrir jólin. „Það er ein-
hver ótrúleg gerjun í gangi í
ljóðheimum og jólin í ár eru afar
blómleg ljóðabókajól,“ segir Hólm-
fríður. Hún nefnir sem dæmi Smáa
letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur,
Sálumessu eftir Gerði Kristnýju og
Rof eftir Bubba Morthens. Einnig
Hólmfríður Matthíasdóttir segir úrval jólabóka mikið. Mynd/Anton Brink
Framhald af forsíðu ➛
Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson.
„Ég gæti lengi haldið áfram að telja
en það góða við ljóðabækurnar er
að það er alveg tilvalið að stinga
þeim með í jólapakkann.“
Glæsilegur dýrgripur
Einna stoltust er Hólmfríður af
bókinni Flóra Íslands – blóm-
plöntur og byrkningar eftir Hörð
Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og
Þóru Ellen Þórhallsdóttur. „Flóra
Íslands er glæsilegur dýrgripur, vel
úr garði gerð og yfirgripsmesta rit
sem út hefur komið um íslenskar
plöntur,“ segir Hólmfríður
en bókin byggist á áratuga vinnu
höfunda sem eru meðal fremstu
sérfræðinga landsins.
Hólmfríður hvetur alla til að
heimsækja bókabúðir fyrir jólin,
„mín uppáhalds bókabúð er að
sjálfsögðu bókabúð Forlagsins á
Fiskislóð 39 þar sem fá má allar
þessar bækur og fleiri til, og svo er
opið alla daga til jóla.“
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
„Sagan um
mig yrði held
ég bara þessi
saga, svona til
að byrja með
alla vega,“
segir Ófeigur
um skáldsöguna
Heklugjá, leiðar-
vísir að eldinum.
Ég geri alltaf sömu mistök sem höfundur, ég gleymi að hugsa um lesandann. Ég hugsa alltaf
bara um sjálfan mig og að sagan
sé bara fyrir mig. En höfundurinn
er þræll skáldsögunnar, lesandinn
húsbóndinn sem húðstrýkir hann
hvern morgun, og þeir þrífast báðir
á þessum barsmíðum,“ segir rit-
höfundurinn Ófeigur Sigurðsson,
inntur eftir því fyrir hvern hann
skrifaði Heklugjá, og til að upplýsa
lesendur um hvað honum liggur
mest á hjarta sem rithöfundur:
„Að rista rás úr því sama
útbólgna hjarta fyrir heift mína og
angist og láta það flæða í einhvern
smekklegan, siðvænan og útgáfu-
hæfan búning. Umbreyta þannig
sorg í gleði.“
Er á móti Almannavörnum
Eitt frægasta eldfjall jarðar á sér
samastað í hjarta Ófeigs.
„Hekla er mér mjög hjartfólgin.
Fjölskylda mín á jörðina Selsund
undir eldfjallinu og þar dvel ég
löngum stundum í kofa og stari á
fjallið eins og naut á nývirki. En
það var ekki fyrr en ég fór burt
að ég gat skrifað um hana. Ég hef
líka gengið á Heklu og horft ofan í
gjána og allt það sem ég sá birtist í
bókinni,“ segir Ófeigur.
Heklugjá er þriðja skáldsaga
Ófeigs þar sem eldfjall kemur við
sögu.
„Eldfjöll virðast tengjast sköp-
unarþörfinni, því ferli að skapa eða
koma einhverju frá sér sem veldur
of miklum þrýstingi innra með
manni. Þessi losun á þrýstingi og
þörf fyrir eyðileggingu, ég meina
sköpun,“ útskýrir Ófeigur kíminn
og nú er Heklu beðið, enda
löngu komin á steypirinn.
„Já, ég er alltaf að bíða eftir
Heklu. Ég vona að hún valdi sem
mestum usla og hræði líftóruna úr
yfirmanni Almannavarna. Ég er á
móti Almannavörnum og allri rit-
skoðun á náttúruna,“ segir Ófeigur
blákalt.
Á vergangi með dunganon
Heklugjá er ævintýraleg saga
um leit að hamingjunni. Ófeigur
segist ekki vita hvar best sé að leita
hamingjunnar, né hvernig manni
helst á henni.
„Listamenn eru
frekar sérfræð-
ingar í óham-
ingjunni heldur
en hamingjunni.
Sennilega er
þó best að
leita ekki langt
yfir skammt.
Hamingjan ætti
að finnast þar
sem maður er
sjálfur og manns
nánustu.“
Í sögu Ófeigs
gengur rithöf-
undur daglega
yfir Skólavörðu-
holtið með
hundinn sinn, á
leið á Þjóðskjala-
safnið þar sem hann les sér til um
listamanninn og sérvitringinn
Karl Dunganon. Á safninu vinnur
stúlka með eldrautt hár og sægræn
augu sem vekur ekki minni áhuga
en gömul skjöl. Ófeig rekur ekki
minni til hvernig Dunganon kom
til hans.
„En ég vissi ekki fyrr en ég var
orðinn alveg heill-
aður af honum og
við vorum saman á
endalausu rápi og ver-
gangi, í andanum sem
sagt. Dunganon og sýn
hans á veröldina hel-
tók mig gjörsamlega.
Hann er svo opinn
og frjáls í hugsun og
háttum,“ segir Ófeigur,
en fyrir ótrúlega tilviljun má nú sjá
myndir og glósubækur Dunganons
á Listasafni Íslands og mælir
Ófeigur sterklega með að gera sér
ferð þangað.
„Það hefur alltaf fylgt mann-
inum að lesa um ævintýri og örlög
annarra. Kannski viljum við gefa
hjartanu hvíld og tækifæri til að slá
áhyggjulaust mitt í ringulreiðinni í
kringum okkur. Við speglum kvíða
og angist í örlögum annarra og
finnum okkur til léttis að við erum
ekki ein í veröldinni, heldur saman
í súpunni. Þetta er æfing í samúð
og fátt því betra siðferðinu en til
dæmis glæpasögur, Íslendinga-
sögur og hryllingssögur.“
Allur fyrir ómöguleikann
Söguhetjan í Heklugjá er rit-
höfundurinn Ófeigur. Því vekur
forvitni hvort sagan sé um rithöf-
undinn Ófeig Sigurðsson.
„Ég á hund sem heitir Kolur og
ég er þessi Ófeigur í sögunni svo
langt sem það nær. Hvenær er
maður annars líkur sjálfum sér og
hvenær er maður ólíkur sjálfum
Sérfræðingar í óhamingju
Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson á það til að dvelja löngum stundum í kofa undir Heklu. Hans
nýjasta skáldsaga, Heklugjá, er um líðanina í ástinni, unaðinn og þjáninguna en líka hann sjálfan.
sér? Það er alltaf tengt eigin
sjálfsmynd sem síðan er ákveðin
blekking. Því er viss ómöguleiki að
skrifa um sjálfan sig en ég er allur
fyrir ómöguleikann. Sagan um mig
yrði held ég bara þessi saga, svona
til að byrja með alla vega.“
En er sagan ástarsaga eða sagn-
fræði?
„Þetta er ástaróður til hrifn-
ingarinnar, hvort sem það er
af annarri manneskju, borg
eða skáldskapnum. Þannig að í
grunninn er þetta ástarsaga, um
líðanina í ástinni, um unaðinn og
þjáninguna,“ útskýrir Ófeigur, og
boðskapurinn?
„Ég veit það ekki, kannski:
Okkar skerfur verður á endanum
líkklæði.“
2 kynninGArBLAÐ 1 1 . d E S E M B E r 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RBÓkAJÓL
1
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
2
-A
0
9
C
2
1
B
2
-9
F
6
0
2
1
B
2
-9
E
2
4
2
1
B
2
-9
C
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K