Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 16
Það verður sérstök íslensk stemming á tónleikunum um næstu helgi í tilefni af
aldarafmæli fullveldisins. Áherslan
verður á íslensk jólalög, meðal
annars eftir Jórunni Viðar tónskáld
sem hefði orðið hundrað ára á
árinu. Meðal þekktra laga Jórunnar
sem hljóma á tónleikunum eru Jól
og Það á að gefa börnum brauð.
Sömuleiðis verður sungið um
jólaköttinn, íslensku jólasveinana,
Grýlu og Leppalúða. Lög sem allir
Íslendingar þekkja vel. Þá verður
fluttur forleikur með öllum helstu
lögum Gunnars Þórðarsonar eins
og Aðfangadagskvöldi, Þegar líða
fer að jólum og Jóladraumi. Í lok
tónleikanna er hefð fyrir því að
allir syngi saman Heims um ból en
svo vill til að sálmurinn á 200 ára
afmæli á þessu ári.
Í jólaskapi
Valgerður Guðnadóttir syngur
einsöng ásamt Kolbrúnu Völku-
dóttur sem flytur lögin á tákn-
máli. Kolbrún hefur komið fram
á jólatónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands undanfarin ár og
vakið mikla athygli. Valgerður
segir að þetta sé í fyrsta skipti
sem hún syngi á jólatónleikunum
og hún hlakki mikið til. „Ég er
mjög spennt að fá að vera með
á tónleikunum. Það er ótrúlega
skemmtilegt að vera hluti af svona
lifandi hóp sem samanstendur af
hljóðfæraleikurum, barnakórum
og listdönsurum. Þetta er hátíð-
legt og fallegt,“ segir Valgerður
sem er ekki óvön því að syngja
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Meðal annars söng hún á Vínar-
tónleikunum í janúar á þessu ári.
„Ég hef sungið á mörgum ólíkum
tónleikum í Eldborgarsal Hörpu.
Á Disney tónleikum með Sin-
fóníunni, sömuleiðis James Bond
tónleikum. Einnig hef ég sungið
með Íslensku óperunni svo fátt eitt
sé nefnt,“ segir hún. „Það er mjög
gott að syngja í Eldborg, virkilega
góður hljómur,“ bætir hún við.
„Það er sömuleiðis skemmtilegt
að íslensk lög verði í hávegum höfð
að þessu sinni,“ segir Valgerður.
„Þótt jólatónleikarnir séu alltaf
með svipuðu sniði eru alltaf ein-
hverjar nýjungar ár hvert. Það er
mikill heiður að fá að syngja með
Kolbrúnu og mér finnst það stór-
kostlegt að lögð sé áhersla á tákn-
mál í flutningnum. Það er mjög
gaman fyrir mig að hafa Kolbrúnu
með mér á sviðinu. Það verða
fernir tónleikar á laugardag og
sunnudag og við hlökkum ótrúlega
mikið til að taka á móti gestum,
fullorðnum sem börnum. Tónleik-
arnir standa yfir í klukkustund sem
er nægilega langt fyrir börn. Maður
kemst í mikið jólaskap á jólatón-
leikunum,“ segir Valgerður.
Syngur á táknmáli
Kolbrún syngur á táknmáli og
hefur einstaka hæfileika til þess.
Til dæmis er hún alltaf berfætt
til að skynja betur hljómfallið
frá hljómsveitinni. „Ætli þetta sé
ekki sjötta árið sem ég kem fram
á jólatónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar,“ segir hún. Kolbrún
hefur verið heyrnarlaus frá tveggja
ára aldri en þá veiktist hún af
heilahimnubólgu með þeim afleið-
ingum. Hún getur lesið af vörum
og svarað fyrir sig. „Ég kemst alltaf
í mikið jólaskap á tónleikunum,
það eru allir svo glaðir. Ég hlakka
alltaf til þessara tónleika,“ segir
hún. „Áður hafði ég komið fram á
jólatónleikum í Langholtskirkju í
nokkur ár. Með á sviðinu í Lang-
holtskirkju var krílakór sem einnig
söng á táknmáli og samanstóð af
börnum á aldrinum 5-12 ára. Það
er yndislegt að syngja með þeim,“
segir Kolbrún. „Mér finnst söngur
á táknmáli aldrei erfiður, þetta er
bara gaman. Ég þarf vissulega að
vinna náið með söngkonunni því
þetta er mikil samvinna,“ segir
hún.
„Við eigum eftir að standa þétt
saman,“ bætir Valgerður við en
þær stöllur eru sammála um
að mjög ánægjulegt sé að gera
íslenskum jólalögum hátt undir
höfði. „Þau eru svo falleg,“ segja
þær. Kolbrún segist hafa unnið
með mörgum íslenskum söng-
konum og yfirleitt hafi það alltaf
gengið vel.
Fjölbreyttir listamenn
Meðal þeirra sem koma fram á
tónleikunum með þeim Valgerði
og Kolbrúnu eru nemendur úr
Listdansskóla Íslands, Stúlknakór
Reykjavíkur og táknmálskórinn
Litlu sprotarnir, ungir lúðraþeyt-
arar og einleikarar ásamt Bjöllukór
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
sem hringir inn jólin og flytur
jólalög fyrir og eftir tónleikana.
Kynnir að þessu sinni er
trúðurinn Hildur, sem leikinn er af
Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.
Hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands er Bernharður
Wilkinson.
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands verða í Eldborg laugar-
daginn 15. desember kl. 14 og 16
og sunnudaginn 16. desember kl.
14 og 16.
Miða á tónleikana er hægt að
nálgast á sinfonia.is.
Íslensk jólatónlist verður í hávegum höfð á jólatónleikunum um helgina í tilefni af aldarafmæli fullveldisins.
Þessi mynd var tekin á jólatónleikunum í fyrra. Eldborgarsalur Hörpu var fallega skreyttur og svo verður einnig nú. Margir listamenn koma að tónleikunum og gestir upplifa hið eina rétta jólaskap.
Framhald af forsíðu ➛
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.
is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn-
hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri
Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . d E S E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
2
-A
5
8
C
2
1
B
2
-A
4
5
0
2
1
B
2
-A
3
1
4
2
1
B
2
-A
1
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K