Stjarnan - 01.11.1926, Side 5

Stjarnan - 01.11.1926, Side 5
STJARNAN fram fyrir almenning eins og þaÖ sem stendur í 37., 43. og 64. grein. Nei, Guðs orÖ blandar ekki hvíldardegi Drottins, sem hann sjálfur hefur helgaÖ, blessaö og fyrirskipaÖ, saman viS hátíSir GySing- anna eða hvíldardaga. Ef Jón Helgason og 'þeir sem hafa sömu skoðun og hann, vilja leggja á sig dálitla fyrirhöfn og bera saman viS nokkra ritningarstaÖi, þá mun þetta efni brátt verða skýrt fyrir þeim. Eini staðurinn í bréfum Páls, sem hugsast gæti aÖ mundi valda dálitlum Miisskilningi er Kól. 2,16: “Enginn skyldi því dœma yður fyrir mat eða drykk, eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga.” Vill Jón Helgason eða nokkur annar halda því fram, að Páll tali hér um sjöunda dag vikunnar eða um þau lög, sem rituö voru á steintöflurnar ? Munu þau vera afnumin? Nei, í sama kapítula 14. versi, segir Páll frá því hvað það sé, ,sem er afnumið. Þar stendur: “Hann afmáði skuldabréfið á móti oss mcð ákvæðum þess, það sem stóð í gegn oss, og hann tók það burt með því að negla það á krossinn.” Hvaða skuldabréf var nú þetta sem var afnumið og neglt á krossinn ? Það var ekkert annað en fórn- arlögmál helgidómsins, sem próf. Pont- oppidan talar svo skýrt um og sem fyrir- skipaði svo margt og mikið viðvíkjandi ýmis'konar mat- og drykkjarfórnum, mörgum hátíðum og árlegum hvíldardög- um sem alt var auk hvíldardags Drottins. Fórnarlögmál GySinga. var skrásett í bók af Móse, en siðferðislögmálið var ritaS af Guði sjálfum. Margir kristnir Gyðingar á dögum Jesú og jafnvel á tíma postul- anna vildu halda áfram með slíkar fórnir og hátíðir, en Páll skrifar á móti þessum miönnum í bréfum sínum, því að allar fórnir og hátíSir sem stóðu í sambandi við þær, og voru aðeins skuggi af hinu sanna fórnarlambi, féllu úr gildi þegar Jesús hrópaði á krossinum: “Það er full- komnað.” En siðferðislögmáliS sem í eitt skifti fyrir öll ákveður hvað sé synd eöa 165 ekki synd, stendur óbreytanlegt. Athugið nú hvaða skuldabréf það er sem Páll talar um að hafi staðið í gegn oss. í 5. Mós. 31,24-26 lesum vér: “Þegar Móse hafði algjörlega lokið því að rita orð þessa lögmáls í bók, þá bauð Móse Levít- unum, seni bera sáttmálsörk Drottins, og sagði-. Takið lögmálsbók þessa og leggið hana við hliðina á sáttmálsörk Drottins, Guðs yðar, svo að hún geymist þar til vitnisburðar gegn yður.” Það var lög- málsbókin, sem stíluS var gegn GySing- umi; ekki lögmálstöflurnar sem lágu í örkinni. Er hægt að segja þetta með greinilegri orðum en Móses hér gjörir og endurtekiS er af Páli? Hvar stendur það, Jón Helgason, að lögmálið á töflun- um hafi staðið í gegn oss ? Nei, kæri and- mælandi, um jsað stendur miklu fremur það gagnstæða: “og eg gaf þeim setning- ar mínar og kunngjörði þeim lög mín, þau er maðurinn skal halda til þess að hann megi lifa.” Eizek. 20, 11. Sbr. orð Jesú í fjallræöunni: “Ætlið ekki að eg sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið eða spámenn'ma; eg er ekki kominn til þess að niðurbrjóta heldur til þess að uppfylla; því að sannlega segi eg yður: þangað til himin og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur lögmálsins undir lok ðða unz alt er komið fram.” fMatt. 5,17.18.). Það er ekki hægt að af- nema það. Án þess mundi enginn geta þekt syndina, “þdj syndin er lagabrot”, og hvernig er hægt að tala um lagabrot þar sem engin lög eru? Nei, ef vér lærum að rugla ekki sarnan hinu heilaga lögmáli Drottins og Drottins heilaga degi sem hann hefir fyrirskipað í þessu sama lögmáli, við fórnarlögmálið sem var gefið Gyðingumi, með öllum fyr- irskipunum þess, þá er þetta. mál skýrt og auðskilið. SiðferðislögmáliS talar um hvíldardag, hinn sjöunda dag í viku hverri; fórnarlögmálið talar um aðrar há- tíðir og hvíldardaga; sjá 3. Mósebók. Guðs orð talar nægilega skýrt um

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.