Stjarnan - 01.11.1926, Page 10

Stjarnan - 01.11.1926, Page 10
170 STJARNAN Ashley, Rodk Hall, Maryland, Ameríku, sendi Gíhbons ’kardínála viSvíkjandi sömu spurningu, skrifaði ritari kardín- álans þaS sem hér fer á eftir: “ASseturstaSur kaddínálans, Baltimore, Md. 25. febr. 1892. Hr. lohn R. Ashley: Herra minn! Sem svar við fyrstu spurningu yðar vil eg segja: 1. Hver breytti’ hvUdardeginuni f Svar: Hin heilaga kaþólska kirkja. 2. Hvot fylgja mótmælendur Biblí- unni eða hinni heilögu kirkju,, þegar þeir halda helgan sunnudaginnf Svars Mótmœlendur fylgja þeirri venju, sem er innleidd af hinni heilögu kaþólsku kirkju. 3. Mótmælendurnir eru í mótsögn við sjálfa sig með því að halda helgan sunnu- daginn, þegar þeir samtímis halda því fram að þeir fari einungis eftir fyrirskip- unum Biblíunnar. Eg er framvegis ySar — C. P. Tomas, ritari. H]n fyrstu sunnudagslög voru gefin út af Konstantíusi keisara áriö 321 e. Kr. og hljóöa þannig: “Á hinum heiðursverða degi sólarinn- ar skulu yfirvöldin og fólk sem býr í borgunum hvílast, og öUum verksmiðj- um skal loka. En til sveita geta þeir, sem yrkja akurlendi starfað frjálst og óhindr- aðir af lögunum; því að oft á það sér stað að næsti dagur er ekki eins heppilegur til að sá korni eða planta vtnvlð, og gæti maður þannig, með því að láta hjá líða að nota heppilegasta tímann, farið á mis við þær nægtir, sem himininn veitir.” Tilgangur Konstantínusar me'ð fyrir- skipun þessari, var aö sameina betur kristnina viö heiöindóminn. Á þessum tíma var hann enn ekki skíröur. Vi'Ö- víkjandi sunnudagslögum Konstantinusar lesum vér eftirfarandi tilvitnun til “Kirk- ans Historia af Ragnar Thomæus.” Stookholm, hls. 163: Sunnudagurinn var gerður að hátíðis- og hvíldardegi í öllu ríkinu (Róm.), og á þessum degi varð alt starf — að undan- skildu hinum allra nauðsynlegustu verk- um l sveitum — að hœtta, og ekki er hægt að neita þvi, að tilganur hans (Konstan- tinusar) með þessu var sá, að sameina betur kristnina og heiðindóminn með því að helga sunudaginn sem dag sólarinn- ar og heiðra þannig sólguðinn, er gæti á- litist sameiginlegur guðdómur kristinna manna og heiðingja.” Sumir spyrja á þá leið, hvort Guð geti haft nokkuð á móti þvi aÖ vér höldum þann dag helgan, sem Kristur reis upp frá dauÖum á. Ættum vér ekki, segja þeir, aö minnast upprisunnar, sem hins mesta kraftavehks, er ske<5 hefir á jörðu þessari? Jú, vissulega. Vér ættum ekki aðeins að gjöra það, heldur er þaö fyrir- skipun til vor, en þó ekki á þann hátt að vér ibrjótum eitt af boðoröum Drottins, sem hann hefir aldrei afnumiö og breyt- um þannig helgihaldi hins heilaga Drott- ins dags. Orð Drottins segir oss skýrt og greiniilega hvernig vér eigum aö minnast hins mesta viöburöar allra mikilla við- burða. Lesum Rómiv. 6, 3-5. Þar stend- ur: “Eða vitið þér ekki að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírð- ir til dauða hans? Vér erum því greftrað- ir með honum fyrir skírnina til dauðans, til þess að eins og Kristur var uppvakinn frá dauðum fyrir dýrð föðursins, svo skulum vér og ganga í endurnýjung lífs- ins. Því að ef vér erum orðnír samgrónir honum fyrir líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það fyrir líkingu upprisu hans.” Skírnin minnir oss bæöi á dauða Jesú og upprisu, og hún er sett til minn- ingar um hvorutveggja. Meö skírninni sýnum vér í verkinu, að vér trúum á upp- risu frelsarans. Það gengur líka mjög svo illa í flestum löndum að koma því til lei'Öar að sunnudagshelgihaldið veröi hjartans mál. Menn verÖa ekki kristnari fyrir þaS, þó helgidagurinn sé fyrirskip- a'Öur meö strangari lagaboöum frá hálfu

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.