Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 15
STJARNAN i75 kemur út mánaSarlega. íntgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um áriS I Canada, Bandaríkj- unum og á íslandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og ráSsmaSur : DAVIÐ GUDBRANDSSON, Skrifstofa: 30 6 Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Phonie: 31 708 Afturhvarf Hudson Taylors. Frh. frá bls. 162. “En hvernig?” spurSi sonurinn hissa. “Hefir Amalía brotið loforS sitt, sem hun gaf mér um aÖ segja engum frá því?” “Nei, barnið mitt, GuÖ hefir sjálfur sagt mér það, þegar eg á hnjánum var aö biÖja fyrir þér.” Og svo sagði hún hon- um hvað heföi hent sig„ hvernig hún heföi haldiö áfram að biðja, þangað til að hún gæti ekki lengur, heldur yrði að lofa og prísa Guö fyrir afturhvarf sonar síns. Já, þannig fylti hinn mikli fögnuður hjarta hins unga, elskulega Hudson Tay- lors. Langar þig að öðlast þennan sama fögnuð? þá gjörðu það, sem Guðs orð segir þér: Sonur minn ! dóttir mín ! gefðu mér hjarta þitt. í FRÉTTIR. Aftur viljum1 vér nota tækifærið til að þákka þeim, sem hafa sent inn gjafir til kristniboðsins. En því miður vanrækja margir að senda inn andvirði Stjörnunn- ar. Væri ekki hentugur tími að gjöra það núna? Tossi kaddínáll, sem einnig er erki- biskup í Mílano, hefir gefið út skipun um að banna inngöngu í kirkjur í hans umdæmi þeim konum, sem hafa of stutt pils, of stuttar eða engar ermar, of fleg- in f-öt eða gagnsæ, með öörum orðum neita öllum konum, sem eru ósæmilega klæddar, inngöngu í kirkjurnar. — Vér erum hræddir um að margar konur þyrftu að standa fyrir utan kirkjudyr í þessari álfu, þar sem varla ein kona af hverju hundraSi í hinum almennu kirkj- um, kemur til fara i guðshús eins og kristilegri konu! sæmir. Það er auðvitað ögn skárra á veturna vegna kuldans. Vegna þess að svo margir Þjóðverjar féllu í stríðinu mikla, sér maður þar í landi í einu einasta blaði 50 og jafnvel 60 auglýsingar frá stúikum og ekkjum, sem vilja fá sér eiginmenn. í fyrsta sinni hefir hiö nafnfræga enska félag “Lloyd’s gefið kvennmanni heiðurspening. Kvenmaðurinn, sem hlaut þann heiður, er fimtán ára stúlka, sem heitir Ethel Langton. Hún gætti alein ljóssins í Bembridge vitanum í þrjá sól- arhringa; því að foreldrar hennar höfðu farið til að sækja vistir og gátu ekki komið út til vitans aftur vegna ofveðurs. Hafði hún aðeins tvö pund af brauði til að nærast á þennan tíma, en með vissu millibili klifraði hún upp hinn tuttugu feta háa stiga og lét hið skæra ljós varpa geislura s'ínum út yfir hið ólgufulla haf, til þess að gleðja siglingamenn og vara skipin við hættunni. Nú hafa tveir læknar, Herman Blum- gart og Soma Weiss, á Thorndyke rann- sóknarstofunni í Boston, fundið aðferð til að mæla hraða blóðsins í mannslík- amanum. Er radium notað til þess. Þessi uppgötvun irnun fá feykimikla þýðingu í meðferð og lækningu hjartasjúkdóma.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.