Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 7
STJARNAN 71 Fjórum heimsveldum og Kirkjuvaldi miðaldanna lýst í spádómum Svo þýðingarmikiÖ og áríðandi er það, að vér skiljum þá viðburði, sem benda oss á endalok allra hluta, að hið spámann- lega orð í Ritningunni lýsir hvað eftir annað rás viðburðanna i heiminum og reisir merkissteina meðfram brautinni, sem liggur að hinu eilífa ríki Guðs. I ljósi spádóma Biblíunnar sjáum vér hina stjórnandi hendi Guðs opinberaða í rás víðburðanna á öllum öldum. ÞaS er Hann, sem hefir myndað og steypt at- burðina í því móti, sem hefir verið verk- færið til að setja í framkvæmd áform hans, til þess að hann að lokum gæti bundið enda á herradæmi syndarinnar og hafið réttvísinnar eilífa friðar-ríki. Hið spámannlega orð fyrirsegir sögu- legum viðburðum, til þess að vér getum vitað að Hann er hinn lifandi Guð, og til þess að við enn frarnar viðurkennum opiríberun vilja hans og uppfyllirigu. Guð vor á himnum stjórnar einnig i þessunr synduga og vonda heimi og hann bíður eftir hinum tiltekna tíma, til þess að framkvæma áform sitt og ákvörðun. Hann kunngjörir: “Eg er Guð og enginn annar, hinn sanni Guð og enginn minn líki, ég sem kunngerði endalokin frá öndverðu og sagði fyrirfram það, sem eigi var enn fram komið ; sem segi: mín ráðsályktun stendur stöðug og alt, sem mér vel lík- ar, framkvæmi ég.......það sem ég tala, það læt ég einnig frarn koma; það sem ég áset mér, það gjörSi ég einnig...... Hjálp mín skal ekki dvelja; ég veiti hjálp í Zion.” Jes. 46:9-13. Nebúkadnesar, konungi í Babel, opin- beraði Guð sig í draurni, sem konunginn dreymdi á öðru ríkisári sínu, og sem birtur er í öðrum kapítula Daníelsbókar í stuttum en skýrurn uppdráttum af við- burðum frá dögum Babels ríkis alt til enda veraldarinnar. Fjögur mikil heims- veldi, Babel, Meda-Persaríkið, Grikk- land og Rómarikið komu öll skýrt fram í málmum hins mikla líkneskis í draumnum. Lýsir sá spádómur sér í lagi sundurliðun hins vestræna Rómarikis i tíu ríki. “Á dögum þessara konunga,” sagði spádómurjinn, “írnun Guð himn- anna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga.......það mun knosa og að engu gera öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eílífu.” í sjöunda kapítula Daníelsbókar ferð- umst vér yfir hið sama tímabií i sýn spámannsins viðvíkjandi hinum fjórum dýrum. Hér er þáð líka fjórða ríkið, sem mest er ritað um, sér í lagi eftir að því var skift. Því sem þá á sér stað. varðar alla menn.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.