Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 14
78 STJARNAN forseti Bandaríkjanna? o. s. frv. ViÖ gátum varla be'Öið eftir svörum fyr en við spurðum aftur: “Hafið þér frétta- blað?” “Já, en það er ekki það sein- asta.” “Það gerir ekkert til; það er nógu nýtt fyrir okkur, sem ekkert höfum frétt í svona langa tið. Um kveldiS vörpuðum við akkeri á einni af úthöfnum Boston borgar. Hér komu margir smábátar út til okkar, til að selja okkur kökur, skorpusteik fpie), og aldin og höfðum við reglulega veizlu það kveld á öllum þeim kræsingum, sem við vorum ekki vanir að fá. Vindurinn snérist og við drógum upp segl og næsta kveld vörpuðum við akkeri á Boston höfninni, seinasta dag febrúarmánaðar, eftir þriggja mánaða siglingu frá Lima í Peru. Eftir að hafa ferðast fjörutíu og fimm mílur með póstvagninum var ég einu sinni enn heima hjá fjölskyldu minni. Lítil, bláeygð sextán mánaða telpa, sem ég hafði aldrei séð, beið ásamt móður sinni eftir mér og aftur gat ég setið hjá arineldinum á mínu eigin heimili. Eg hafði þá vfjrið að heiman í tvö ár. Eftir fáeina mánuðí lagði ég aftur á stað í langferð. Nýtt briggskip var í smíðurn og fékk það nafnið “Empress.” Var það gert út og ég kjörinn skipstjóri. Við tókum part af farminum inn í New Bedford, en fullfermdi skipið i Rich- mond, Virginia, og þaðan létum viS í haf og ætluðum okkur til Rio Janeiro í Braziliu. í Norfolk, Virginia, ætluðum við að útvega okkur fallbyssu, því að það var ekki1 svo sjaldan að sjóræningj- ar voru á ferðinni, en þar eð við gátum enga fengið, urðum við að sigla án hennar. Eimta september létum við hafnsögumanninn frá okkur fyrir utan Cape Henry og stefndum við í suðaustur átt, til þess að ná sem fyrst i staðvind- ana. Frá þeim tíma, að ég hafði ákveðið, að drekka aldrei vín framar (1&22), hafði ég við viss tækifæri drukkið bjór og cider feplavín). En á þessari ferð ákvað ég að drekka aldrei bjór oftar né sterka drykki af neinu tagi. Það var útlit fyrir að ég myndi græða meira á þessari1 ferð en ég nokkurntíma hafði gert áður, þvi að ég var meðeigandi skipsins og mér var gefiS vald til að taka farm hvert sem ég vildi, það er að segja, þangað, sem að mínu áliti myndi borga sig bezt að sigla. En þrátt fyrir öll þessi forréttindi var ég ekki ánægður, var oft og tíðum hryggur og langaði heim. Eig hafði útvegað mér nokkrar bækur, sem ég hélt myndu veita mér nokkra ánægju á tómstundum mínum. Konan mín meinti að það væru of marg- ar skáldsögur meSal þeirra. Meðan hún var að láta fötin mín í skipkistu mína, lét hún án minnar vitundar Nýja testa- mentið efst. Þegar ég opnaði kistuna, til að taka nokkrar bækur, kom ég fyrst auga á Nýja testamentið og þegar ég opn- aði það fann ég fagurt kvæði, sem lírnt hafði verið á bandið að innan verðu. Vakti þetta kvæði athygli mina og hafði það mikil áhrif á mig. Það fjallaði um hversu oft dauðinn gæti komið og fund- ið okkur óundirbúna. ("FramhaldJ

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.