Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 2
STJARNAN 114 “Til yztu endimarka jarðarinnar.” Eftir W. A. Spicer Til hinna yztu og viltustu takmarka jarÖarinnar hljómar nú ná'ðarkall fagnaÖ- arerindisins. Skipunin, sem gefin var hinum fyrsta söfnuði, er einnig gefin oss. Frá þeim staÖ, sem vér erum á, mun bo'Ö- skapur hjálpræöisins hljóma f jær og f jær “til yztu endimarka jarðarinnar.” Hver man nú eftir þeirri landspildu, sem hinn þýzki greifi, Caprivi at5 nafni, mældi þvert yfir hið innra í Afríku, til þess aÖ ryÖja braut frá nýlendunni til út- suÖurs aÖ efri Zambesi ? Þar eru kristni- boðar vorir nú. Sálir snúa sér til Krists og miklar breytingar eiga sér stað. í skýrslu þaðan lesum vér: “Eini skírnarstaðurinn, sem vér gátum fundið, var lítil vík í fljótinu, þar sem maöur ekki gat verið ugglaus fyrir krókó- dílum. Víkinni var lokað með langri röð af eintrjáningum og hinir innbornu ráku árar í botninn svo þétt, að það var krókó- dílunum ókleift að komast inn i víkina. Á þeim stað skírðum vér áttatíu trúaðar manneskjur í nafni hins þríeina GuÖs.” Langt inni í skógum SuÖur- Ameríku, þar sem brezka Guiana, Brazilía og Venezuela mætast, tekur starfið meðal Indíánanna ennþá framförum, svo að það nú nær langt út fyrir þau takmörk, sem starfsviÖ kristniboðanna hef- ir. Indíánahöfðingi nokkur sagði fyrir stuttu: “Vér verðum að fá hjálp. Þér getið þó séð, að vér getum ekki haldið áfram að lifa sem mannætur lengur.” “ÞaS er sárt,” ritar einn af kristniboðum vorum, “að sjá þarfirnar og geta svo ekki fylt þær. Engir halda til þar uppi nema Indíánar og stjórnin hefir aldrei opnað leiÖina eftir fljótinu fyrir umferð.” Annar kristniboði á þessu svæði ritar oss svofeldum orSum: “Indíánar færa ljósið með sér hvert sem þeir fara. Guð úthellir Anda sínum á undraverðan hátt.” Þeir fylgja nýrri “siðvenju.” Hér fylgir fregn frá hinum yztu endi- mörkum jarðarinnar á öðru sviði. I Ný- HebriÖunum í Suðurhafinu var ungur kennari, sem hafði verið frelsaður frá ó- lifnaði villimannanna, og sem jafnvel þótt hann hefði verið varaður við því, aÖ villi- maður nokkur hefði í hyggju að drepa hann, gekk út til þess að starfa í þorpi einu. Meðan hann veitti fólkinu tilsögn, varð óvinur hans svo hrifinn af ræðu hans, að hann varð vinur hans og fylgdist með honum í næsta þorp. Hann sagði: “Jack, eg hefi ekki hugsað um annað en strið og allra handanna ilt; og þegar þú komst, var eins og einhver segði við mig, að eg ætti að drepa þig; en nú hefi eg tekið sinnaskiftum og héðan af langar mig að fylgja siðvenju þinni.” Indíánar við efra AmazonfljótiS í austurhluta Perú, sem sýna séra Stahl Indíána-kynkvísl inni á milii fjallanna, sem gjarnan vill fá kennimann.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.