Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 5
STJARNAN ii 7 Hin fjarlægu Austurlönd. Eftir Cecil K. Meyers. Frá Japan til Java er löng leiÖ þegar fariÖ er landveg. Á þessu svæði eru 650,- 000,000 manna- í margar aldir, já, þús- undir ára, hefir líf þeirra veriÖ mótaÖ af kenningu hinna heiðnu trúarbragða Aust- urlandanna. Þegar menn eru í þjáningum vegna hinna almennu syndugu ástríða sinna, eru þeir enn fremur orðnir spiltir af þeirri hjátrú og þeim löstum, sem ó- hjákvæmilega fylgja skurðgoðadýrkun- inni. Bæði Konfucianismus, Taóismus og Múhamedstrúin hafa átt drjúgan þátt í að skapa þetta ástand. Hvað svo sem menn segja um þá hugmyndaflugs-kenn- ingu, sem var undirstaða þessara trúar- bragða, þegar þau hófu göngu sína, þá er hún að öllu leyti horfin undir valdi hinnar spiltu prestastéttar þessara afvegaleiddu þjóða og steingervinga athafna. Þetta er það ásigkomulag, sem Austur- löndin eru í, þegar kristniboðarnir koma þangað með fagnaðarerindið. Austurálf- an er mjög svo erfitt starfssvæði. Hún verður fyrst að sleppa hinum fornu trúar- bragðasköðunum sínum og því næst að kynna sér kraft fagnaðarer- indisins, sem Jesús Kristur kunngjörði heiminum. Mað- ur verður að ráöast á þau vígi syndarinnar, sem hafa verið reist í fornöld. Samt sem áður höfum vér fullvissu fyrir því, að “þar sem syndin jókst, þar flæddi náðin yfir enn meir”; og kristniboðinn finnur í striti sínu og aldrei endandi baráttu, það á skil- merkilegan hátt, að þessi full- vissa stenzt reynsluna. Mikil þörf á kristniboðslœknum Hvað snertir veikindi og þjáningar, þá er ekki hægt að lýsa ástandinu með orðum. Öþrifnaður, skortur á hjúkrun og takmarkalaust kæruleysi eru orsök í mörg dauðsföll. Þar að auki kemur hin mikla fátækt, sem alla tíð heldur hinum mikla mannfjölda á barmi hungursins, svo að eitt einasta óár eða hrun i viðskiftalífinu hefir hungursneyð í för með sér ásamt öðrum eymdum. Þessar kringumstæður útheimta aS lækning og hjúkrun skipi fremsta sæti. Þörfin á þess konar starfi er eins mikil og þjáningar fólksins eru miklar og um þetta atriði er mjög erfitt að gefa lesandanum rétta hugmynd. Samkvæmt þeim ráðstöfunum, sem vér höfum gert til að reka kristniboð, er mikil áherzla lögð á að styðja læknis- og hjúkr- unarstarf vort í hinum fjarlægu austur- löndum. Á því sviði höfum vér verið vottar aS mkilum framförum. Nýir spí- talar hafa verið reistir í Tokío í Japan og í Shanghai og Woichow í Kína, í Manilla í Filippuseyjum og í Penang í Malaysia. Og ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, útheimta að læknar byrji starf á mörgum r.ýjum stöðum og nýir spítalar verði reist- ir á stöðum, þar sem ekkert þess konar Hér grafa þeir til að geta steypt grunnmúr undir kritniboðsskóla í Japan.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.