Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 10
122 STJARNAN nýlendu Portúgalsmanna og Austur Af- ríku, eiga læknar vorir og hjúkrunarkon- ur annríkt með að lækna og hjúkra öllum þeim sjúklingum, sem streyma til þeirra til að öðlast hjálp- Við fjóra af þessum spítölum eru deildir fyrir holdsveika sjúklinga og streyma margir þeirra þang- að til að fá albata. Öldungis frá einum þessara spítala hafa tuttugu og fimm manns verið útskrifaSir sem alheilir. Menn mundu ef til vill hafa ánægju af að fá dálitla lýsingu á bústöðum hinna holdsveiku í Nýassalandi, þar sem dr. Erickson er læknir. Hér um bil hálfa mílu frá sjálfri spítalabyggingunni, með- fram fljóti nokkru, er húið að ryðja land- blett í lundi fyrir hina holdsveiku. Þar hafa þeir reist smákofa fyrir þá, sem allir hafá cements gólf og hefir hver sjúkling- ur út af fyrir sig þess konar kofa. Þetta eru strákofar, sem verða brendir í hvert skifti, sem sjúklingur verður útskrifaður, og nýr kofi verður reistur á þeim sama grunni fyrir næsta sjúkling. Það eru áttatíu þess háttar kofar á þessum land- bletti; en kringum hundrað sjúklingar koma daglega til spítalans fyrir holds- veika, þegar læknirinn hefir skrifstofu- stund. Það er alvarleg sjón að sjá þegar lækn- irinn veitir þeim hjálp. Þangað koma bæði karlar og konur. Hjá sumum eru augun horfin; aðrir hafa enga fingur eða tær, og enn eru aðrir, sem hafa krepta fingur, útbrot á hörundinu og ör á and- litinu. Maður getur ekki annað en aumk- ast yfir þá af öllu hjarta. En þegar mað- ur virðir fyrir sér hina læknuðu, hvaða blessun sér maður þá ekki í því að hafa góðan og duglegan lækni, sem getur veitt þeim hjálp. Á hverjum degi ganga þessir holdsveiku sjúklingar í skóla. Þeir læra að lesa, skrifa og tala ensku. Innborinn aðstoðar- maður, sem sjálfur hefir verið læknaður af holdsveiki, veitir þeim tilsögn í Biblíu. Læknirinn gengur kofa úr kofa og talar við þá um elsku hins himneska Fööur og fræðir þá um Jesúm. Afleiðingin af þessu starfi er sú, að þessir holdsveiku sjúkl- ingar verða mentaðir til að verða kristni- boðar, sem gera hið sama verk og þeir, sem á hérvistardögum Krists voru lækn- aðir af holdsveiki, nefnilega, að fara heim í átthagana og skýra frá hvaö Jesús hefir gert fyrir þá- Hjálp í neyðinni í Ný Guinea. Frá Port Moresby, Ný Guinea ritar séra Wl N. Lock, kristniboði: “Þegar vér nýlega ferðuðumst þorp úr þorpi, tókum vér á einum stað eftir kven- manni, sem hélt á ungbarni sínu þannig, að vér á því gátum séð hræðileg sár, er stöfuðu af illkynjuðum útbrotum. Svipur hennar bar ljósan vott um hversu á- hyggjufull hún var og hve mikil löngun hennar var til að öðlast hjálp. Sjálf var hún að öllu leyti ófær um að veita þvi fróun. Vér fórum með hana til hr. Mit- chell, kristniboða, sem gaf barninu inn- spýtingu, til þess að lina brautir þess. Sárið hafði etið um sig alla leið inn að beininu. xÞað var annríkisdagur, því að mæðurn- ar komu alla tið meS litlu börnin sín til að öðlast læknishjálp. Vér þökkum Guði fyrir að geta verið hér og hjálpað þessum manneskjum. Hversu oft er ekki sagt í heimalöndunum: ‘Til hvers eigum vér að skifta oss af þessum svertingjum? Það er eins gott að láta þá eiga sig.’ Kæri lesari, ef þú hefðir verið móðir ofannefnda barns, mundir þú þá hafa talað þannig? “Svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum þessara minstu bræðra, þá hafið þér gert mér það.” Matt. 25 ^40. Stofnun sjúkrahælis í Persíu. Hér höfum vér fáeinar línur frá dr. Arzoo, sem stundaði nám við læknaskóla vorum i Californíu og sem nú hefir byrj- að starf sitt í Persíu: “Sjúkrahæli vort stendur í stórborg, en i nánd við hana eru margir smá bæir, sem ekki hafa einn einasta lækni- Af því að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.