Stjarnan - 01.11.1931, Síða 11
hið eina rúm sem í herberginu var, en
sváfu sjálfir á gólfinu. Þeir keyptu líka
klæði í sængurver, sem þeir fyltu meÖ
heyi. Mér fanst þetta ágætis rúm, eftir
að hafa svo lengi sofiÖ á steingólfi fang-
elsanna. —Framh.
Mjór er mikils vísir
Árið 1849 í júlí máriuði var gefið út
lítið blað, aðeins 8 blaðsíður í srnáu broti.
Það var prentað í leigöri prentsmiðju i
Middletown, Conn. Upplagið var aðeins
eitt þúsund. Útgefandinn bar það í
poka á bakinu niður á pósthúsið og út-
þýtti því ókeypis. Þetta var byrjunin á
blaða og bóka útgáfu Sjöunda dags Að-
ventista. ,Nú er starf þeirra orðið svo
víðtækt, að þeir hafa 58 prentsmiðj ur, og
gefa út bækur og blöð á i4a tungumáli.
Verðið á einu eintaki af hverri tegund
nemur rúmlega 1700 dollurum. Árið
1929 nam bókasalan 4,939,917 dollurum.
í bókum þeirra og blööum má finna
■Biblíu skýringar, Biblíu spádóma, grund-
vallaratriði kristindómsins, gagnrýning,
heilsufræði, bindindi, velferðarmál heim-
ilisins og æskulýðsins, o.s. frv. Fáeinar
af þessum bókum eru sem eftir fylgir:
Á ensku
The Return of Jesus, 350 p.p. $3.50
Bible Readings for the Home
Circle, 794 pp.................. 6.00
Our Day in the Uight of Prophesy
and Providence................... 5.00
The New Geology, 736 pp............. 3.85
Christianity at the Crossroads,
128 pp., paper ....................35C
Epidemics, How to Meet Them,
128 pp., paper......................35
Better Meals for Less (cook book)
paper ..............................35
Home Nursing, 205 pp., cloth .... 8.00
Makers of the Home, 280 pp., cloth 1.75
Bedtime Stories, series 1-7, paper,
each ...............................35
A íslenzku
Deilan mikla—í skrautlegu lérefts-
bandi ...........................$3-5°
Leður á kjöl og hornum........ 4.50
Heimilis læknirinn og beilbrgðis-
vörðurinn .................. 5.00
Vegurinn til Krists—heft...........35
bundin ....................... 1.20
Tákn tímanna.................... 1.00
Spegill tímans—heft................5°
Sigur kærleikans—heft ............25
Stjarnan—mánáðarblað til fróðleiks
og uppbyggingar. Verð ........ 1.50
Ýmiskonar smárit fást einnig á afgreiðslu
Stjörnunnar lijá Miss S. Johnson, 306
Sherbrooks St., Winnipeg. Peningar
fylgi pöntuninni.
Smávegis
Valdensa kirkjan hefir 66 presta og
meðlimatalann er 22,907. Henni er skift
niður i sex héruð. Hið fyrsta og stærsta
er Valdensa dalurinn, hið næsta tekur
yfir Piedmont, Lombardi og Venetia, hið
þriðja er Nissa, Ligurie og Toscana, hið
f jórða, Rómaborg og Suður ítalía, Sikiley
er hið fimta, og Rio Platenso í Suður
Ameríku er hið sjötta, þar flytja þeir
trúboð. Prestaskóli þeirra er í Róma-
borg.
Brauðið, sem notað er í Persíu í dag,
er samskonar, og búið til á sama hátt,
og gert var fyrir 1000 árum síðan. Bak-
ara-ofninn er hola niður í jörðina, múr-
uð innan á sarna hátt og gert hefir verið
svo hundruðum ára skiftir. Þegar búið
er að hnoða deigið, er þaö flatt úr i plöt-
ur tvö fet á lengd og eitt á breidd.. Þessu
er klest innan á múrveggi ofnsins, og
verður það fullbakað á fáum mínútum.