Stjarnan - 01.11.1931, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.11.1931, Blaðsíða 13
STJARNAN 173 I -v •að. Brátt stóðu börnin öll í kring til að horfa á hljóðpipu smíöið. Enginn hugs- aði lengur um bardaga. Þegar fröken Allen leit út um gluggann sá hún tíu drengi alla í óSa önn. Tim var að sýna þeim hvernig hægt væri að spila lag á þessa nýju hljóðpípu. Um kveldið fór Tim heim með Tom til að sjá verkfærin hans. Eftir þetta voru þeir oft saman á kvöldin og bjuggu til fuglabúr og ýmsa aðra hluti. Einu sinni eftir þetta sagði einn af skólafélögum Tims við hann að eldurinn væri allur farinn úr hárinu á honum. (Nú bjuggust hin börnin við að hann myndi reiðast, og berja þann, sem'til hans hafði talað, en Tim mintist þess hvernig Tom hefði farist við hann, svo hann gekk rólegur í burtu með hendurnar í vösun- um. “Fröken,” sagði Tom einu sinni löngu seinna, “eg er svo glaður yfir því að eg fylgdi þínum ráðum. iMér þykir svo vænt um Tim, við skemtum okkur svo vel sarrtan, og við berjumst aldrei. Þetta var ágæt aðferð til að hefna sín. Tim segir það hafi tekið alla geðvonskuna frá honum.” Frelsaður frá sjálfsmorði Eg var á ferð með járnbraut í Suður- Ameríku. Gegnt mér sat maður meö hryggu yfirbragði. Þegar eg stóð upp til að fara inn í borðstofu vagninn kom mér til hugar að rétta honum litla bók um nálægð endisins, og sagði um leið: “Eg er viss um að þú finnur eitthvað í þessari bók, sem getur hjálpað þér.” Er eg kom til baka aítur var hann með mestu athygli að lesa bókina. Seinna, þegar við vorum einir saman, spurði hann mig hrærður í huga, hvers vegna eg hefði lánað honum bókina. Eg sagöi honum að Guðs andi hefði hvatt mig til að gera það. “Eg trúi því vinur minn,” sagði hann, “bókin hefir frelsað lif mitt.” Síðan sagði hann mér kringumstæður sínar. Heimili hans hafði sundrast eftir að hann hafði verið giftur í tíu ár. Konan hafði yfirgefið hann og tekið báöa syni þeirra með sér. Hann kannaðist við að sökin hefði verið mest á' sina hlið, því hann hefði verið drykkfeldur. Eftir eitt ár snéri hann heim aftur og reyndi að sætt- ast við konu sína, en hann var hálf- drukkinn þegar hann heimsótti hana, svo um sættir var ekki að tala. Þá reiddist hann og brúkaði ljót orð, svo ættingjar hennar ráku hann út úr húsinu. Mér fanst alt ganga öfugt í heiminum,” sagði hann, “eg vildi helzt gera enda á sorg minni. Áður en þú réttir mér bók- ina hafði eg ásett mér aö falla niður milli járnbrautarvagnanna, láta hjólin renna yfir mig, og enda þannig líf mitt. En nafn bókarinnar vakti athygli mína, svo eg fann mig knúðann til að lesa hana. Ejós rann upp í sálu minni er eg las. Bókkin færði mér boðskap, sem vakti von og hugrekki.” Vér féllum á kné í bæn, þarna í eim- lestinni, og hann gaf Guði hjarta sitt. —F. E. Porter

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.