Stjarnan - 01.11.1931, Page 16

Stjarnan - 01.11.1931, Page 16
Sannleikurinn stenzt reynsluna SíSastliÖicS sumar var ritstjóri Stjörnunnar úti með öðrum manni og prédikaði í stóru tjaldi í bæ í Bandaríkjunum. Héldum við fyrirlestra á hverju einasta kveldi alt sumarið undantekningarlaust. Þessar samkomur voru afarvel sóttar og mörg hundruð manns hlustuðu á hið ómengaða fagn- aðarerindi eins og það er oss kunngjört í Guðs orði frá vörum Frelsarans og postulanna. Hópur manna tók trú og lét skírast. Margir standa enn á vega- mótum og vita ekki hvort þeir eigi að sleppa heiminum og ginningarprjáli hans og fara að hlýða boðum Frelsarans, eða halda áfram í syndinni. Mikil vakning átti sér stað og flestir bæjarbúar eru nú að ígrunda þetta mikilvæga spursmál; því að undir eins og við feldum tjaldið, hélt einn af hinum fimm prestum bæjarins að það væri óhætt að ráðast á okkur. Við fórum til að hlusta á hann. Aumingja maðurinn reyndi í andlegri fátækt og þekkingar- leysi að benda fólkinu á nokkrar ritningargreinar í bókum Mósesar og telja áheyrendum sínum trú um að þær væru nokkurskonar spádómar um sunnu- dagshald á tímabili kristninnar, því næst las hann texta í Nýja Testamentinu og reyndi eins og hann bezt gat, að koma fólkinu í skilning um að Guð heimtaði alls ekki af neinum að þeir sýndu hlýðni við boð hans. En þegar menn, sem höfðu Biblíur sínar með sér fóru að skoða textann betur, komust þeir að raun um að hann kendi hið gagnstæða. Að því búnu las prestur fá- einr tilvitnanir frá kirkjufeðrunum. En nú er sumt í þeim svo forugt, að ef menn skvldi skrifa það upp og senda það í þósti, hvort heldur það væri í Canada eða í Bandaríkjunum, þá mundi maðúr annaðhvort verða sektaður « eða sæta fangelsisvist fyrir brot á póstlögunum. Þegar fólkið sá að hann þurfti að fara í þess konar saurugar heimildir til að sanna, að mönnum væri skilt að halda sunnudaginn, var það alveg hissa, og sumt, jafnvel af hans * eigin fólki, sagði honum að það hefði hvorki verið fugl né fiskur, sem hann hafði boðið þeim það kveld. Við skoruðum samstundis á hann aS mæta okkur þar sem við mundum svara þessum árásum á sannleika Guðs orðs. Við leigðum stærsta samkomu- hús bæjarins og hinn mikli salur fyltist svo að við urðum a.ð bera inn auka- sæti. Margir af hinum helztu mönnum bæjarins komu til að hlusta á svarið, en aumingja presturinn þorði ekki að koma inn fyrir dyr, því að allra manna bezt vissi hann sjálfur að hann hafði stimplað sjálfan sig sem ósannindamann í stólnum. Þegar hinir prestarnir sáu hvernig fór fyrir félaga þeirra, þá ætlaði presturinn í stærstu kirkju bæjarins að auglýsa hina miklu þekkingu sína á Ritningunni og sýna fólkinu fram á, að Biblíuþýðingarnar, sem viðurkendar eru um allan hinn enskumælandi heim séu ekki nógu nákvæmar, og svo las hann texta í gríska Nýja Testamentinu fyrir fólkinu, til að sannfæra það um að Kristur hefði breytt hvíldardeginum frá hinum sjöunda til hins fyrsta dags vikunnar. Við skoruðúm undir eins á hann að koma næsta sunnudags- kveld í kirkju okkar og fá þúsund dollara út í hönd í viðurvist allra, ef hann gæti komið með þess konar texta. Pólkið kom til að heyra og sjá þetta, en textinn er ókominn enn. Hann er því miður ekki til. Hversu lengi ætla menn að ráðast á Guðs orð ? Hsmn sem á himninum situr hlær að þeim. Orð hans er sannleikur og sannleikurinn stenzt reynsluna. —D. G.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.