Stjarnan - 01.03.1933, Síða 2

Stjarnan - 01.03.1933, Síða 2
34 STJARNAN Ennþá gjörir Guð kraftaverk Trúbo'ÖsstaríiÖ á Filippus eyjunum hef- ir gcngiÖ mjög vel. Það er ekki þar með sagt að það hafi ætíð veriö auðvelt og hættulaust. Kristniboðarnir hafa oft mætt mótstöðu og ofsóknum. Hér eru nokkur atvik sem sagt var frá á presta- fundi í Cebu: Einu sinni kom maður með því áformi að eyðileggja samkomurnar svo þeim yrði hætt. En hann var skírður áður en þeim var lokið. “Sannleikurinn er voldugur,” bætti sá við er frá sagði. Annar starfsmaður sagði aö mikið and- legt myrkur ríkti þar sem hann starfaði. Fólkið félli á kné á götunum til að kyssa hönd prestsins. Á kirkjuhátíðum kastaði það spjótum, æpti og dansaði. En 350 manns höfðu þó snúið sér til Guðs í því héraði. Einu sinni hótaði maður að drepa mig. Hann reyndi að draga hníf sinn úr skeiö- um, en gat það ekki svo hann barði mig í andlitið með hendinni. Eg bar mig ekki á móti. Aftur reyndi hann að draga hníf sinn úr skeiðum, hann reyndi það 10 sinnum en altaf árangurslaust. Svo barði hann mig aftur með hendinni en iðraðist jafnskjótt eftir. Hann sagðist halda að yfirnáttúrlegur kraftur hefði hindrað sig frá að ná út hnífnum. Hann baS auð- mjúklega um fyrirgefningu, og eg frétti nýlega að hann væri farinn að fá áhuga fyrir Guðs orði. Einn sagði frá manni, sem hafði komið til að mæta dætrum sínum rétt þegar þær komu upp úr vatninu eftir að vera skírð- ar. Hann hafði tvisvar hlaupið heim eftir langa hnífnum sínum, en ekki fundið hann, svo hann tók stóran staur og barði stúlkurnar með honum og rak þær þannig heim á undan sér. Daginn eftir kom hann niðurbrotinn til trúboöans og bað um fyrirgefningu. Kona trúboðans rannsak- aði líkama stúlknanna og fann engin merki á þeim eftir höggin. Stúlkurnar sögðu að þær hefðu ekki fundið til sárs- auka þegar hann barði þær. Þetta atvik minnir á mennina, sem kastað var inn i eldinn en eldurinn sakaði þá ekki. Maður nokkur kom á samkomurnar i því skyni að trufla og hindra þær. Hann settist á yzta bekkinn og sat þar unz sam- komunni var lokið. Kvöldið eftir sat hann lítið eitt nær ræðumanninum. Kvöld eftir kvöld settist hann svolítið innar í hvert skifti, þar til hann loks sat á fremsta bekk. Innan skamms bað hann um að mega sameinast söfnuSinum. Annar maður færði trúboðanum lang- an hníf og sagði: “Þetta er hnífurinn, sem eg ætlði að drepa þig með, en nú bið eg þig auðmjúklega að fyrirgefa mér. Litlu seinna var þessi maður skírður. 7,000 manns hafa alvarlega snúið sér til Guðs á suðurhluta þessa eyjaklasa, og starfsmennirnir segja að áhugi fyrir Guðs orði sé vaknaöur alt umhverfis. Að sjá syndara snúa sér til Guðs, svo að hugarfar og líferni þeirra verði um- myndað eftir Jesú fyrirmynd, það er hið dásamlegasta og dýrðlegasta kraftaverk sem til er. R. H. Tilraunir, sem gjörðar hafa verið sýna, að 57 og hálft bushel af mais gefur af sér eins mikinn hita ef því er brent, eins og skippund af bestu kolum. Svo bænd- urnir í þeim ríkjunum, sem framleiða mest af maís, eins og t. cl. Nebraska, þar sem kol eru í háu verða, þeir gjöra sér gagn af hinni ágætu uppskeru af maís, til að halda á sér hita, engu síður en til að fæða sig og skylduliö sitt. Ennþá er barist á móti öllu, sem minnir á konungsvaldið á Spáni. Það hefir ver- ið auglýst aS engin bréf til aðalsmanna verði flutt í póstinum, ef aðalsmanns tit- illinn er notaður utan á bréfinu.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.