Stjarnan - 01.03.1933, Page 3
STJARNAN
35
Er ekki sama hverju maður trúir ef maður er
einlægur í trúinni ?
Margir halda því fram að þaÖ sé sama
hverju maður trúir ef maÖur er einlægur
í trú sinni. Þetta er ein af þeim tálsnör-
um, sem satan leggur fyrir menn, þeim
til glötunar ef þeir láta leiÖast af þeirri
lýgi hans.
Vér skulum nú athuga þetta nákvæm-
lega og sjá hvert stefnir. Jesús sagÖi:
“Sá, sem trúir á mig hann mun lifa þótt
hann deyi.” Lúk. 11125. “Trúið á GuÖ
og trúið á mig.” Jóh. 14:1. Hér gefur
Jesús beina skipun um að trúa á sig og
föðurinn. Enn fremur segir hann: “Sá,
sem trúir á soninn hefir eilíft líf, en sá
sem óhlýðnast syninum skal ekki sjá lífið
heldur varir Guðs reiði yfir honum.” Jóh.
3 :3Ó. “En í því er hið eilifa lífið fólgið,
að þeir þekki þig, hinn eina sanna GuS, og
þann, sem þú sendir Jesúm Krist.” Jóh.
I7:3-
Samkvæmt þessu er það sáluhjálpar
skilyrði að trúa á Jesúm og hlýða honum,
þetta er Jesú eigin vitnisburður. Hér er
aðeins um tvent að velja. Annaðhvort
kjósum vér Jesúm fyrir leiðtoga og hlýð-
um honum, eða þá vér göngum í lið með
satan, sem gjörði uppreisn á himni og
var kastað niður á jörðina þar sem hann
nú starfar í miklum móð, af því hann
veit hann hefir nauman timann til þess
aö eyðileggja Guðs riki og Jesú trú í
hjörtum manna.
Þeir, sem kannast við Jesúm sem Guðs
son og frelsara mannkynsins, eins og
hann í sannleika er, þeir hljóta að trúa
orðum hans, en hafna hinni háskalegu
kenningu, sem segir það sé sama hverju
maður trúir. Þeir, sem aðeins viður-
kenna Jesúm sem mann, en hinn besta og
fullkomnasta mann, seni uppi hefir verið,
þeir hljóta einnig að taka orð hans fram
fyrir allra annara manna. Svo eftir þessu
þá geta hvorki Lúterstrúarmenn né úní-
tarar lengur haldið því fram, að það sé
sama hverju maður trúir.
Vér skulum einnig lita á málið í ljósi
skynseminnar og daglegrar reynslu. Mað-
ur nokkur, sem var á heimleið, varð aö
skifta um lest. Hann var glaður í von-
inni um að ná heim snemma næsta morg-
un, eftir langa fjærveru frá heimili sínu.
Hann lagði sig til svefns um kvöldið í
þessari öruggu fullvissu. Það voru held-
ur vonbrigði þegar hann vaknaði um
morguninn og frétti að hann væri nokkur
hundruð mílur lengra í burtu frá heimili
sínu heldur en hann var kvöldið áður.
Hann trúði í hjartans einlægni að hann
færi upp í rétta lest, sem flytti hann til
heimilis hans og ástvina. Vanþekking olli
vonbrigðum hans.
Annar maður var veikur í rúminu, en
á bata vegi, hann hlakkaði til að mega
fara í fötin eftir 3-4 daga. Hann náði í
meðalaflösku í skápnum, og tók inn sam-
kvæmt fyrirskipun læknisins, en hann
hafði tekið rangt glas, í allri hjartans ein-
lægni hélt hann það væri rétta meðalið,
en, hann dó af eitrinu eftir stuttan tíma.
Enginn getur annan grundvöll lagt,
heldur en þann, sem lagður er, sem er
Jesús Kristur. Sá, sem byggir von sína
um fyrirgefning synda sinna og eilíft líf
(Framh. á bls. 47)