Stjarnan - 01.03.1933, Side 4

Stjarnan - 01.03.1933, Side 4
36 STJARNAN Fyrsti fyrirlestur Djarfs um Jesúm Krist hafÖi vakiö svo mikla eftirtekt, a8 salurinn var alskipaÖur fram ac5 dyrum. En nú var fjöldinn svo mikill, sem kom til aÖ hlusta á, að rnargir urÖu aÖ hverfa frá, þeir gátu ekki komist inn, það var ekki pláss fyrir fleiri, ekki einu sinni til a8 standa á gólíinu. “Eg sagÖi ykkur aÖ viÖ yrðum aÖ fara snemma ef við vildum fá sæti,” sagði Lilja um leið og foreldrar hennar settust í síðustu sætin sem auð voru. “Já,” sagöi Guðmundur, “aðsóknin eykst við hvern fyrirlestur.” Dr. Magnússon stóð nú upp og sagði um leið og hann kynti ræðumanninn: “Eftirfarandi fyrirlestrar eru hinir þýð- ingarmestu, því hinir undanfarandi hafa aðeins verið grundvöllur undir þá. Mann- fjöldinn, sem hér er samankominn sýnir hvilíkan áhuga menn hafa fyrir málefn- inu.” “Virðum fyrir oss áhrif Krists á mann- kynssöguna,” hóf Djarfur mál sitt, “og athugum mismuninn núlli Krists og allra heimspekinga og siðfræðiskennara heims- ins. Það hefði verið mikið verk að safna saman öllu hinu góða og fagra í kenning- um þeirra, en aðskilja og útrýma öllu því, sem var rangt, hjátrúarfult eða siðspill- andi. En einstakur maður, ókunnur þess- um vísindamönnum, ólærður í veraldleg- um fræðum, og þvert á móti viðteknum siðum og reglum þjóðar sinnar, stofnaði fræðikerfi miklu háleitara og fullkomn- ara heldur en alt, sem áður hafði þekst. Það er þess vert að allir veiti því ná- kvæma eftirtekt. Nú stóð Einarsson upp og spurði: “Skil eg það rétt að þú gefur í skyn aS heimspekingarnir-hafi verið hjátrúarfull- ir og siðferðiskennararnir siðferðilega spiltir ?” “Já, það er einmitt það sem eg sagði,” svaraði Djarfur. Enginn heiðinn sið- fræðiskennari setti sig upp á móti löstum þeim og siðspillingu, sem átti sér stað á hans tíma og í landi hans. Enginn hinna heiðnu siðabótarmanna reyndi nokkurn tíma að kefja eða koma í veg fyrir hina ómannúðlegu þjóðarskemtun að etja villidýrum móti mönnum eða hvoru á móti öðru. Enginn mótmælti lauslæti, eða útburði barna og þræla svo þeir dæju af kulda og hungri, eða stofnun vændis- húsa. Voðalegur ólifnaður og gjálífi var einn þáttur hinna heiðnu trúarbragða, og hinir helstu heimspekingar og siðabótar- menn gjörðu aldrei tilraun til að breyta því.” Nú greip Einarsson fram í aftur: “Þú getur þó vissulega ekki borið slikar sakir á aðra eins menn og Plato, Socrates, Aristotele og Seneca. Þessir menn, að Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.