Stjarnan - 01.03.1933, Side 12
44
STJARNAN
og hann einn er frelsari mannkynsins.
ÞaÖ felur í sér að vér gefum honum vald
yfir lífi voru, til aÖ stjórna því fyrir sinn
heilaga anda. í þessu tilliti er þaÖ gagn-
ólíkt að verða kristinn og að verða Mú-
hameðs- eða Búdda-trúarmaður.
Að taka móti Kristi er meira en að
ganga í söfnuð og sækja vissa kirkju, þótt
það fylgist með.
Að vera meðlimur Methodista, Baptista
eða jafnvel Aðventista kirkju er ekki það
sama og taka á móti Kristi.
Að taka á móti Kristi krefur fram-
kvæmd viljans og andlega breytingu á
innra lífi mannsins, sem sýnir sig út á við
í heilögu líferni. 1 sannleika að taka móti
Kristi er að verða endurfæddur til að
lifa Guði. Jóh. 1:12,13. 2. Kor. 5:17.
(1. Jóh. 5:1). Ef vér erum ekki endur-
fæddir þá höfum vér í rauninni aldrei
tekið á móti Kristi.
Að taka á móti Kristi hefir aigjörða
breytingu í för með sér, brevtingu frá
lífi í synd, til lífs í réttlæti og heilag-
leika. “Endurnýist í anda hugskots yðar,
og íklæðist hinum nýja manni, sem skap-
aður er eftir Guði í réttlæti og heilag-
leika sannleikans.” Efes. 4:23. Takið
eftir hvernig sá lifir, sem hefir tekið á
móti Kristi: “Hinn stelvísi hætti að
stela, en leggi hart á sig að gjöra það sem
gagnlegt er með höndum sínum, svo að
hann hafi eitthvað að miðla þeim, sem
þurfandi er.” “Ef þér reiðist þá syngdið
ekki.” Látið hverskonar beiskju, ofsa,
reiði, hávaða og lastmæli, vera fjarlægt
yður og alla vonsku yfirleitt, en verið
góðviljaðir hver við annan, miskunnsam-
ir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins
og líka Guð hefir í Kristi fyrirgefið yð-
ur.” Efes. 4:28, 26, 31, 32.
Að taka móti Kristi meinar að láta
hann fyrir sinn Heilaga Anda lifa sínu
'Iífi í oss dag frá degi. Jóh. 15:5, 4, 6,
(Gal. 2 :20). Að taka móti Kristi felur í
sér að hlýða öllum boðum hans sem vér
þekkjum. “Þér eruð vinir mínir ef þér
gjörið það sem eg býð yður.” Jóh. 15 :I4-
“Mínir sauðir heyra raust mína, eg þekki
þá og þeir fylgja mér.” Jóh. 10:27. “Og
eg veit að hans Boðorð er eilíft lif, það
sem eg því tala, það tala eg eins og faðir-
inn hefir sagt mér.” Jóh. 12:50. “Ekki
mun hver sá er við mig segir, Herra,
herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá er
gjörir vilja föður míns, sem er á himn-
um.” Matt. 7:21. “En hvi kallið þér mig
herra, herra, en gjörið ekki það sem eg
segi?” Lúk. 6:46. “Og á því vitum vér
að vér þekkjum hann, ef vér höldum boð-
orð hans. Sá, sem segir, eg þekki hann
og heldur ekki boðorð hans er lygari, og
sannleikurinn er ekki í honum.” x. Jóh.
2 :3, 4. Ef vér neitum að hlýða einu ein-
asta atriSi, sem hann býður, hvernig sem
vér lítum á það, þá erum vér ekki að taka
móti honum heldur að gjöra aðskilnað
milli vor og hans. (Jóh. 13.8).
Að taka móti Jesú meinar að gefa sig
algjörlega á hans vald í öllum hlutum.
Það meinar að gjöra alt sem hann býður,
að trúa á hann, koma til hans, kannast við
hann, fylgja honum, elska hann og vera
stöðugur í honum.
Hin mest áríðandi spurning fyrir
hverja sál er þessi: “Hvað viljið þér
gjöra við Jesúm, sem kallast Kristur?”
HvaS hafið þér gjört við hann? Fylgt
honum eftir álengdar ? Kannast við hann
með vörunum, en aldrei leyft honum inn-
göngu í hjartað? eða afneitað honum.
Viljið þér ekki snúa yður til hans nú og
taka móti honum ? Opinb. 3 :20.
Þér, sem aldrei hafið viðurkent Krist,
hvað ætlið þér að gjöra við hann?
ÞVÍ:
Ef vér veiturn honum ekki viðtöku, þá
höfnum vér honum.
Ef vér viðurkennum hann ekki, þá af-
neitum vér honum.
Ef vér ljúkum ekki upp fyrir honum,
þá lokum vér hann úti.
Snúið yður til hans nú, frestið því
ekki.
M. Y.