Stjarnan - 01.03.1933, Qupperneq 14

Stjarnan - 01.03.1933, Qupperneq 14
46 STJARNAN Eg er reiðubúin “Eg hef beÖið í mörg ár og er oröin gráhærð meðan eg var að bíða eftir þessu tækifæri. En Guði sé lof, nú er eg reiðu- búin að deyja.” Þetta voru orð gömlu konunnar er hún sté upp úr vatninu eftir að hún var skírð. Af sögu hennar lærum vér hvernig Guð leiðir einlægar sálir til þekkingar á sann- leikanum. Einhver starfsmaður Krists, líklega bókasölumaður, útvegaði manni nokkrum Biblíu. Maðurinn elskaði þessa bók, og rétt fyrir andlátið sagði hann við dóttur sína: “Dóttir mín, eg læt þér eftir þennan fjársjóð, lestu bókina og fylgdu kenningum hennar í öllu, sem þú getur skilið, einhvern tíma kemur maður til að útskýra hana fyrir þér.” Unga stúlkan fylgdi ráðum föður síns og las í Biblíunni með mestu kostgæfni, þótt hún í allri einlægni tryði kenningum katólsku kirkjunnar. Einu sinni er hún var að lesa kom hún ofan á io boðorðin og varð ekki lítið hissa að sjá að þau voru öðruvísi heldur en boðorðin í lærdómsbók katólsku kirkj- unnar. Næsta sunnudag þegar hún gekk til skrifta, spurði hún prestinn hvort boð- orðin væru rétt eins og þau væru í Biblí- unni. Hann svaraði að þar væru þau skrifuð alveg eins og Guð hefði gefið þau. Þá spurði hún: “Hversvegna tilbiðjum vér þá myndir og myndastyttur í vorri kirkju?” Prestur sagði henni að það væri ekki nauðsynlegt, því myndirnar væru að- eins ímynd Guðs og dýrðlinganna. Upp frá þessu tilbað hún aldrei myndir né hneygði sig fyrir þeim, og setti aldrei framar kerti á altari heima hjá sér. Plún tók Biblíuna aftur til að lesa boðorðin ná- kvæmar og athuga hvort sér hefði ekki misskilist. Nú varð hún aftur forviða, er hún las þar að sjöundi dagurinn væri hvíldardagur. Næsta sunnudag spyr hún prestinn hvernig því sé varið með hvíldar- daginn, hvort hún mætti halda hann heil- agan. Presturinn svaraði: “Já, því María mey hélt líka hvíldardaginn, og helgaði hann jafnvel eftir að Jesús var dáinn, þess vegna er það kallaður nteyjar dag- urinn.” Hún hélt áfram að lesa og fann fleira, sem ekki var í samræmi við kenningar kirkjunnar. Einu sinni spurði hún prest- inn hvað tíundargjald meinti. Hann skýrði það fyrir henni þannig að tiundi parturinn af tekjum hennar ætti að ganga til kirkjunnar. Upp frá þeim degi borgaði hún tíund. En hún var ennþá ekki full- komlega ánægð, því faðir hennar hafði sagt að einhver mundi korna og skýra fyrir henni Biblíuna. Nokkru seinna var mikill ys niður i skemtigarði bæjarins. Mótmælendaprest- ur kom þangað til að prédika. Henni geðjaðist svo vel að heyra til hans að hún bauð honum heim til sín til að lesa Biblí- una með sér, en hún varð heldur fyrir vonbrigðum, þegar hann sagði henni að hvíldardagurinn væri gyðinglegur og hefði verið afnuminn. Prédikarinn reyndi að telja henni trú um að hún hefði rangt fyrir sér, en hún hélt áfram að mæla með hvíldardeginum og tíundarskyldunni, þangað til presti fer að leiðast og hann segir við hana: “Þú ert Aðventisti.” Hún hafði aldrei heyrt þá nefnda fyr og spurði hverjir þeir væru. “Það eru menn, sem halda sjöunda daginn heilagan og borga tíund. Hún spurði hvar hún gæti fundið þá, en hann vildi ekki segja henni það. Þetta atvik hughreysti hana, því nú vissi hún að til var fólk einhversstaðar, sem trúði Biblíunni eins og hún gjörði, svo nú fór hún að biðja Guð að senda þangað einhvern Aðventista. Skömmu seinna kom maður að dyrun- um hjá henni, sem var að selja kristileg- ar bækur. Hún spurði hann strax hvort hann tryði Biblíunni og hvort hann héldi

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.