Stjarnan - 01.10.1933, Blaðsíða 1
STJARNAN
Leitið, þá munuð þér
finna.
Einu sinni týndi niaður nokkur banka ávísun í hey-
hlöðu sinni. Hann tók næstum alt heyið úr hlöðunni
til að leita aö ávísuninni og fann hana a<5 lokum.
Nokkru seinna varð þessi sami maður hugsjúkur út af
högum sálar sinnar, og átti erfitt með að fá henni hvíld.
Þá sagði sonur hans við hann: “Ef þú vilt leita Drott-
ins eins einlæglega eins og þú leitaðir að ávisuninni, þá
muntu vissulega finna hann.”
Þessi orð höfðu þau áhrif á manninn, að hann fór
fyrir alvöru að leita Guðs og brátt fann hann friö
fyrir sálu sína, því sá, sem leitar mun finna, ef hann
leitar einlæglega.
X.
OCT., 1933
WINNIPEG, MAN.
1